Til hamingju með barnið

1. Til hamingju með þessa litlu veru sem er komin til að veita viðtöku umhyggju þinni, ást og kærleika. Sem færir þér það verkefni að kynnast því fallegasta í sjálfum þér sem foreldri. Þú sérð himnana í þessum saklausu augum, hamingjuna í björtu brosinu og kærleikann í mýkt snertingarinnar. Megi englar umlykja veröldina ykkar alla tíð og færa ykkur gæfuríka framtíð. 2. Er ekki undursamlegt hve svona agnarlítil mannvera kemur með miklar og stórar gjafir inn í þessa tilveru? Þetta óendanlega traust til þín sem foreldris, hamingjuríkt hjal og hlýtt kærleiksbros sem lýsir upp tilveruna? Litlar hendur sem fálma eftir ævintýrum veraldarinnar sem þú skapar í öllum litbrigðum lífsins? Megi gleði og gæfa fylgja ykkur út í lífið sem bíður ykkar og litla fallega barnsins ykkar. 3. Velkomin í heiminn litla sál. Þú ert að leggja af stað í ævintýralegt ferðalag um þessa stóru veröld. Megi foreldrar þínir kenna þér allt um kærleikann, traustið og hamingjuna sem þau bera í brjósti sínu fyrir þig og leiða þig af stað út í lífið með trú og gleði á þá framtíð sem bíður þín. Megi verndarenglar vaka yfir hverju spori þínu og syngja þér fagnaðarsöngva sérhvern dag og sérhverja nótt. 4. Megi stjörnur himinsins lýsa þessu litla barni leið í þessari veröld og megi það eiga öruggt skjól í faðmi ykkar foreldranna, umvafið ást og kærleika, gleði og hamingju og megi allt það besta og fallegasta sem í ykkur býr vaxa og dafna í þessum litla afleggjara:)

Ljósmyndari: Katrín Snæhólm | Staður: Verð kr 500 | Bætt í albúm: 30.5.2007

Athugasemdir

Engar athugasemdir hafa enn verið skráðar um þessa færslu.

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband