Stattu þig stelpa

1 .Þegar á móti blæs og lífið virðist vera ein þrautarganga á lífsins vegi skaltu líta upp til stjarnanna. Leyfðu þeim að lýsa þér leiðina að ljósinu sem býr innra með þér. Baðaðu þig í hlýjum geislunum og vertu viss um að þú sért á réttri leið...því þú ert stjarnan í lífi þínu. 2. Þegar óviðri geysa og regnið lemur þreytta sálina máttu ekki gleyma að á bak við hin þungbúnu ský skín sólin. Og þegar óveðrinu slotar munu geislar hennar ylja þreyttri sálinni og endurnæra þig. 3. Öll reynsla kennir okkur eitthvað. Stundum færir hún okkur mikilvæg sannindi sem við getum nýtt til þess að verða hæfari til að takast á við lífið. Stundum fer hún framhjá eins og förumaður sem skilur eftir sig minninguna eina. Hvað vilt þú gera úr þinni reynslu? 4. Haltu áfram að vera þú. Þú ert einstök manneskja og átt allt það besta skilið. Stjörnurnar á himnum tindra í kapp við glampann í augum þínum þegar þú hlærð, sólin verður feimin þegar þú brosir og englar syngja þér fagnaðarsöng á hverjum morgni. Fylgdu hjartanu og farðu hvert sem þú vilt og gerðu allt sem þig langar. Þú getur það vinkona. 5. Í þér býr ómældur kraftur og styrkur. Trúðu og treystu á sjálfa þig í lífinu, hlustaðu á rödd hjartans og þér mun farnast vel. Mundu að þú getur allt og veröldin bíður eftir að þú látir ljós þitt skína. 6. Lykillinn að lífshamingju þinni býr innra með þér. Opnaðu hjarta þitt fyrir tækifærum lífsins, þau liggja ónotuð við fætur þér þar til þér þóknast að taka þau upp. Það getur enginn nýtt þín tækifæri nema þú sjálf.

Ljósmyndari: Katrín Snæhólm | Staður: Verð kr 500 | Bætt í albúm: 30.5.2007

Athugasemdir

Engar athugasemdir hafa enn verið skráðar um þessa færslu.

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband