Leita í fréttum mbl.is

Lítil fiðrildasaga fyrir börn í stríði. Stundum er bara komið nóg!

aleinn    Ef ég væri fiðrildi og gæti flogið hvert sem væri myndi ég fljúga til barnanna í Írak og segja þeim að við séum ekki búin að gleyma þeim. 

Ég myndi  setjast á eyrað á litla drengnum sem situr í hnipri og heldur skjálfandi höndum utan um sjálfan sig og hvísla í eyrað hans. Elsku vinur veröldin getur verið svo grimm.  Hvers á saklaust barn eins og þú að gjalda?  Hvar eru áhyggjulausu dagarnir sem þú naust svo.  Vinir þínir og þú að hlaupa um með boltann ykkar, hláturinn og kátínan sem einkenndi leiki ykkar?  Mamman sem hélt utan um þig og sagði þér að þú værir besti strákurinn og bakaði svo handa þér pönnukökur með sultu, fór út í búð og kom ekki aftur.  Ég skil angist þína elsku hjartans vinurinn minn.  Ég skil ótta þinn við þessa veröld.  En trúðu mér, hún er ekki bara svona. Ég er bara lítið fiðrildi komið alla leið frá Íslandi .  Á leið minni sá ég margt ljótt en líka margt fallegt, og ég geymdi allt það besta og fallegasta handa þér undir vængjum mínum. 

Hér er kærleikur í lítilli krukku, þegar þú ert einmana og hræddur skaltu opna krukkuna og lykta uppúr henni.  Hjarta þitt fyllist þá kærleika og ást til allra, líka þeirra sem vita ekki hvað þeir gjöra.  Hafðu ekki áhyggjur af því að þú klárir kærleikann, hann vex eftir því sem þú notar hann meira.  Ég færi þér líka flösku fulla af von og trú og þú skalt fá þér sopa þegar þú getur ekki meir.  Ég  vildi óska að þú gætir komið með mér heim og fengið hlýja mjúka sæng sem ég myndi vefja þig inní, sungið fyrir þig vögguvísuna blíðri röddu eins og mamma þín gerði alltaf og halda þér þétt upp að mér.  Ég vildi geta sagt þér að þetta yrði allt í lagi, að bráðum yrði allt gott og bráðum yrði allt hljótt.  Elsku hjartans vinur.  Ég ætla vera hjá þér á meðan þú þarft á mér að halda. Fljúga í kringum þig og gleðja þig með litunum mínum.  Sjáðu ég á gulan, ég á rauðan og ég á bláan.  Hvaða lit viltu?  Við skulum teikna stiga sem nær alla leið til himna.  Himnastiga.  Já elsku vinur þú mátt klifra upp alla leið, hún mamma þín bíður þín þar uppi.  Hún ætlar að faðma þig og halda þér fast í fanginu sínu á meðan hún segir þér að þú sért besti strákurinn hennar. 

Og svo ætlar hún að baka handa þér risastóra pönnuköku með sultu. 

Farðu nú, hún bíður.Þessi veröld sem við höfum skapað er enginn staður fyrir börn.

GÓÐA FERÐ ANGINN MINN. Fiðrildastelpa
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Veröldin er grimm og grimmust þeim sem síst skilja og mega!  Virkilega fallegt hjá þér og við ættum að sameinast í bæn og biðja guð um frið og vernd.   Fallegt innlegg

www.zordis.com, 30.1.2007 kl. 17:21

2 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

------ hvílík fegurð og kjærleikur í þessum pistli, flott hjá þér. Þakka þér, kæra Alheimssál! ---- bæti við þetta óskilyrtum kærleika mínum :-)

Vilborg Eggertsdóttir, 30.1.2007 kl. 17:49

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Yndislegt ...

Guðríður Haraldsdóttir, 30.1.2007 kl. 19:40

4 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Fremur átakanleg saga.
Ég vissi í rauninni ekkert um stríð fyrr en ég fór til Bosníu og dvaldist þar um tíma. Þá fyrst opnuðust augu mín skyndilega upp á gátt fyrir því hvað stríð er mikill harmleikur.

gerður rósa gunnarsdóttir, 30.1.2007 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband