Leita í fréttum mbl.is

Forever young?

200511781-001

Ekki orð.

Bara tilfinning.

Þó hún sé greypt í stein segir hún meir en nokkur andardráttur.

Heit minning, greypt í stein.

Greypt í sálu.

Heit.

Endalaus tilfinning.

10162333

Hinir gömlu muna líka.

Ekki gleyma þeim.

Lifandi tilfinningar og minningar í gömlum líkömum sem við skynjum ekki.

Horfum framhjá lifandi, tifandi sálum í hrörnandi umbúðum.

Horfum framhjá gamla fólkinu okkar eins og þau séu ekkert. Tóm.

10163842

Skynjum ekki að eitt tekur við af öðru.

 Allt jafnmikilvægt.

Að frá þeim tökum við við fortíðinni

og getum haldið áfram.

10129528

Synd þegar við gleymum hvaðan gott kemur og hverjir lögðu veginn okkar.

Í ærandi hávaða nútimans gleymist viska forfeðranna.

Hlýju gömlu vinnulúnu hendurnar sem lögðu grunninn.

Klöppuðu okkur á kollinn og áttu tímann sem er farinn.

Og við horfum starandi út í loftið og heyrum ekki.

Gömul orð, gömul ljóð, gömul hljóð.

Drukknandi í ærandi tímaleysi.

10041867

Tikk takk,tikk takk, tikk, takk!

Afi minn og amma mín

úti á Bakka búa

þau eru  bæði sæt og fín

Þangað vil eg fljúga

10048584


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarki Tryggvason

Wow! Þú ert klár:)

Bjarki Tryggvason, 30.4.2007 kl. 22:08

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú er yndisleg.

Kristín Katla Árnadóttir, 30.4.2007 kl. 22:11

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Vá flott.

Svava frá Strandbergi , 30.4.2007 kl. 23:10

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Fallegt hjá þér, já MJÖG fallegt :)

Hólmgeir Karlsson, 1.5.2007 kl. 00:50

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 1.5.2007 kl. 01:59

6 Smámynd: www.zordis.com

Yndislegt.  Vonandi getum við hlustað og tekið á móti, drukkið þessar sálir í okkur og haldið þeim lifandi um aldur og ævi! 

Stundum snerti ég húðina á mér og hugsa, bráðum kemur það .... þangað til verð ég að hlusta og læra, heyra hvíslið sem kemur frá þér og þínum sem eru vitrir og næmir!  Í dag er dagurinn. 

www.zordis.com, 1.5.2007 kl. 09:17

7 Smámynd: Hugarfluga

Merkilegt. Mér varð einmitt svo mikið hugsað til móðurömmu minnar heitinnar og fékk alveg heitt í hjartað við að lesa þetta og sjá myndina af markeruðu öldruðu höndunum og sléttu barnshöndunum. Minnir mig á ömmu mína.

Hugarfluga, 1.5.2007 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 310926

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband