Leita í fréttum mbl.is

Englar og IRA

Ég bara verð að segja ykkur skemmtilega englasögu.

Þannig var að um daginn þá fór ég að hitta vini mína á kaffihúsinu mínu. Það er náttla stranglega bannað að reykja þar inni svo við skruppum út í yndislegan bakgarð sem snýr að stórri steinkirkju..sem er rammkaþólsk. Þegar maður situr úti horfir maður yfir grafreiti. Einn þeirra hefur stóran stein sem á eru grafin nöfn þeirra þriggja síðustu sem voru brennd á báli í Englandi.

 Í bænum mínum þar sem núna er venjulegt hringtorg voru stundaðar nornabrennur í miklum mæli. Fólk..oftast konur... sem voru ekki stóru steinkirkjunnar mönnum þóknanlegar létu lífð á sannleikans báli. En kannski voru þau bara eins og ég er í dag...vissu örlítið lengra en nef þeirra náði.

En ok....þarna sátum við og ræddum lífisins gang og drukkum rjúkandi kappúsínó.

 Þau voru eitthvað down og ekki alveg hress með lífsleiðina sína svo ég fór að segja þeim ævintýrasögur að að það séu alltaf englar alls staðar til að aðstoða og hjálpa manni þegar maður þarf á að halda og MAN eftir að biðja um aðstoð. Því eins og allir vita eru englar mjög kurteisir og eru ekkert endilega að troða sér fram nema algera nauðsyn beri til.

Við sátum þarna og veltum okkur upp úr ævintýrasögum um að allt sé mögulegt og að alheimurinn kunni alltaf að staðfesta ævintýrin. Þau voru ekkert endilega að trúa mér og mínum sögum svo ég dró upp úr galdratöskunni minni mögnuð Meistara spil. Hafði ranglað inn í bókabúð örfáum dögum áður og rótað í bókahillu þar sem bækurnar lágu í hrúgum en voru ekki í almennilegri röð eins og bækur eiga að vera í hillum.. Ætlaði aðeins að raða þeim og datt þá ekki meistaraspilastokkurinn beint í fangið á mér? Svo ég auðvitað keypti hann enda greinilegt að Meisturunum lá eitthvað mikilvægt á hjarta. Svo þarna sátum við og ég að segja þeim frá þessum duttlungum tilverunnar og leyfa þeim að draga um leyndardóma lífins þegar reffilegur karl gekk framhjá í gegnum kirkjugarðinn. Hann snarsnéri við og kom til okkar. "Hvaða spil eruð þið með þarna" spurði hann.

Svona Meistaraspil sagði ég..viltu draga eitt?

"Já takk" sagði hann og dró spil um feminísku orkuna.  Aha sagði ég..sérfræðingur í svona spilum..það er greinilegt að þú þart að mýkja þig upp og komast í samband við þína mýkri hlið.

Hann bara hló og sagði "já..hvort ég þarf. Ég er hermaður sem hef barist á mestu vígaslóðum og séð margt mjög ljótt sem herti hjarta mitt og gerði mig tilfinningalausan og harðann.

"En ég vinn núna með englum" sagði hann svo og brosti.

 Svo fór hann að segja okkur ótrúlegar englasögur..hvernig englarnir tala til hans og kenna honum og hvernig við mennirnir þurfum að læra að hlusta og meðtaka alla hjálpina sem okkur stendur til boða. Sagði okkur m.a sögu af því þegar hann var í London þegar IRA voru að sprengja þar allt í tætlur...Hann var á sinni daglegu gönguferð þegar rödd sagði við hann. "Stoppaðu og farðu hér inn" og sendi hann inn í bókabúð..hann sem var á leið á pöbbinn að fá sér pintu.

Eitthvað við þessa ósynilegu rödd var þannig að hann gat ekki annað en hlýtt. En þar sem hann er ekki hrifinn af bókum staldraði hann ekki lengi við og hélt af stað á pöbbinn sinn. Þegar hann er rétt ókominn að honum sprakk þar sprengja..hann var allt í einu inn í miðri þvögu af líkamspörtum og dánu sundursperngdu fólki. Þá áttaði hann sig á því að honum var naumlega bjargað frá dauða vegna þessarar raddar. Þessar englaraddir hafa síðan fylgt honum og leiðbeina í hvívetna. Hann sagðist bara hafa stoppað hjá okkur til að staðfesta við okkur að englar væru raunverulegir og okkur stæði til boða öll sú hjálp sem við vildum meðtaka. 

Að við ættum að fara okkur hægar og læra að hlusta og skilja um hvað þetta líf væri. Svo brosti hann bara og labbaði burtu. Vinir mínir voru agndofa yfir þessari heimsókn en ég brosti bara með sjálfri mér.

Svona er nefninlega lífið. Algert ævintýri eins og ég er alltaf að reyna að segja ykkur. Tilviljanir eru ekki til!!!!

Gamall hermaður með bakpoka og birtu í auga.

Ég með Meistaraspil í rauðri tösku.

 Og englar allt um kring.

Hippaenglar

 

Heart

Thats life!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stórkostleg saga!
Svei mér þá, ég held að þú ættir að fara að koma þessum ævintýrasögum þínum á prent..
Ég myndi allavega pottþétt fá mér eintak.

Maja Solla (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 23:02

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert einstök

Hrönn Sigurðardóttir, 9.7.2007 kl. 23:14

3 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Ég var nú búinn að segja þennan áður en hann á svo vel við hérna að ég læt hann flakka aftur:

Vitið þið hvað rottu unginn sagði við mömmu sína þegar hann sá leðurblöku í fyrsta skipti?

"Mamma, mamma!, sjáðu þarna er engill!

Ásgeir Rúnar Helgason, 9.7.2007 kl. 23:19

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er orðlaus.    VÁ !

Anna Einarsdóttir, 9.7.2007 kl. 23:42

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það sem gerir mig undrandi er að þið séuð undrandi.

Ég kann a.m.k 400 svona dagsannar sögur sem öðrum finnast spúkí. Það flottasta við þær allar er það að þær hafa allar raunverulega gerst. Það þarf bara kerlu eins og mig til að sjá þær. Þetta er alltaf spurning um útsýni. Og ég segi það satt...þær eru sumar MJÖG spúkí!!!! En samt dagsannar!!!

Want some more???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.7.2007 kl. 00:05

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Yndisleg færsla mín kæra. Já það eru galdrar allt um kring.

Ég hélt að þú værir búinn að yfirgefa bloggið og svo sé ég að það voru bara einhverjar tímabundnar kenjar í stúrinni stelpu.

Vissir þú að það kemur hvergi fram í Biblíunni að englar séu með vængi? Það er bara tilbúningur listamanna.  Fengu það lánað úr myndum af grískum goðum og egypskri myndgerð.  Við þurftum að rökstyðja það á áþreifanlegan máta að þeir ferðuðust milli himins og jarðar.  Auðvitað þarf ekki vængi til.  Vængirnir hafa frekar fjarlægt okkur englunum og við litið á þá sem eitthvað geistlegt og upphafið en englar eru bara venjulegir góðhjartaðir verndarar, sem trana sér ekki fram nema að maður sé að vaða út í algera vitleysu.

Í nokkur skipti hafa þeir ýtt við mér, "ég hef sofnað við stýrið og hvíslað hátt  "Jónsteinar!"  Stundum á angistartímum þóttist ég heyra. "Óttastu ekki vinur. Við erum hérna hjá þér."  Þetta er mögnuð staðreynd en flestir hundsa þetta og  hrista haus. "Nah, hvaða bull er þetta. Nú er ég farinn að heyra ofheyrnir." Ég hef gerst sekur um það líka.

Allt er gott, segja þeir. Ekkert annað er í boði. Hitt er hugarburður þinn og athafnir þeirra sem ekki heyra.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.7.2007 kl. 00:11

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er hvísl frá engli:  Ef þú heldur að heimurinn sé illur, þá sjáðu fyrir þér jörðina án manna. Endalaus og tær höf og vötn glitrandi skógar og dýr á vappi, fjöllin tign og grænar merkur, þögnin djúp nema þytur vindsins, gjálfur lækja og söngur fugla.  Þá sérðu að allt er í rauninni býsna gott. 

Jón Steinar Ragnarsson, 10.7.2007 kl. 00:22

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Svo satt Jón STEINAR.

Fiðraðir vængir segja ekki allt. Megi fólk bara hrista hausa. Og hummma fram af sé það sem skiptir máli.

Ég er hætt að felast. Sögurnar mínar skrítnu eru svo sannar..og alveg dagsannar og ef einhverjum líkar ekki. Þeirra vandamál.

En trúið mér.....ævintýri enn gerast!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.7.2007 kl. 00:27

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég fer í skógargöngur hvern dag og hitti ævintýraengla dýranna, trjánna, og skyjanna. Ef einhver Reykvíkingur vill draga það í efa skuldabréfanna er honum það frjálst. En hvað er þá frjálst???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.7.2007 kl. 00:33

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þetta var gæsahúðarfærsla. Ég væri sko alveg til í að setjast niður með þér og kíkja á Meistaraspilin.

Jóna Á. Gísladóttir, 10.7.2007 kl. 01:21

11 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Mögnuð saga og Meistaraspilin þín spenndi. Gangi þér vel.

Knús 

Guðrún Þorleifs, 10.7.2007 kl. 06:51

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábær færsla og frábær kona ertu Katrín mín, að draga svona fallegar staðreyndir fram og gefa okkur eins og perlur á bandi.   Það er gott að halda út í daginn með englum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.7.2007 kl. 07:33

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er falleg saga þú ert alveg einstök og ert sjálf engill.

Kristín Katla Árnadóttir, 10.7.2007 kl. 09:58

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Steinar Ragnarsson, 10.7.2007 kl. 11:21

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hvar getur kona fundið svona meistaraspil?

knús

Hrönn Sigurðardóttir, 10.7.2007 kl. 12:59

16 identicon

Svíar tala voða mikið um að fólk hafi haft "änglavakt", ef það hefur sloppið lifandi á ótrúlegan hátt úr bílslysi eða einhverju slíku.
Þessum frasa er meira að segja skellt í fyrirsagnir frétta af svona slysum, mér finnst það eitthvað svo notalegt.

Maja Solla (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 21:00

17 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.7.2007 kl. 21:06

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nú er ég að KLUKKA þig!Þá þarft þú að segja 8 hluti um þig á síðuna þín og klukka svo 8 aðra og þú þarft að nefna þá hérna á síðunni þinni, (og muna að nefna mig líka sem klukkaði þig ) og skrifa athugasemd á heimasíðunna þeirra um að nú séu þeir klukkaðir af þér. Þeir sem voru svo heppnir að vera klukkaðir af þér eiga svo að gera það sama skrifa 8 hluti um sjálfa sig og klukka svo átta aftur , svo koll af kolli og að lokum klukkum við allan heiminn !

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.7.2007 kl. 21:42

19 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Englasögurnar hennar Katrínar eru dagsannar. Ég sat í bíl með henni og krökkunum hennar fyrir bráðum þremur árum. Við vorum í langri biðröð í Car Park við breska Kringlu. "Jæja, krakkar,"segir Katrín, "eigum við ekki að biðja bílastæðaenglana okkar um gott stæði svo að Gurrí þurfti ekki að labba of mikið?" (ég var nýkomin úr uppskurði). Viti menn, við fengum stæði rétt við dyrnar ... það voru þvílíkt margir bílar þarna og eiginlega ótrúlegt að fá stæði, hvað þá stæði svona nálægt dyrunum! Þetta kom Katrínu ekkert á óvart! 

Þetta hljóta að vera skemmtileg spil sem fundu þig þarna í búðinni. Fleiri englasögur! 

Guðríður Haraldsdóttir, 10.7.2007 kl. 22:50

20 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

dásamleg frásögn ! englar eru allt um kring,  ein vinkona mín  sagði einu sinni þeir bíða í röðum eftir að  fá að hjálpa okkur, það eru svo margir af þeim atvinnulausir, því við kunnum ekki að biðja um hjálp. 

þetta með vængina.það sem ég upplifi með engka er að það sem talið er að séu vængir, er í raun orkuljós í kringum hvern engil, sem fólk hefur r talið vera vængi, enda kannski ekki skrítið þegar þeir fljúga , þá hefur það verið nærtækast.

Englar vilja hjálpa, og það er bara að senda inn hugsun og oft er gott að kveikja á kerti (ég geri það) og biðja um hjálp, hreinsa slæma orku úr húsi eða hvað sem það ætti að vera.

kæra katrín hafðu fallegan dag.

Ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.7.2007 kl. 06:55

21 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

klukk.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.7.2007 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband