Leita í fréttum mbl.is

Ljós og blessun til þeirra sem þorðu að standa með sínum sannleika

Í dag var sól.

Var ekki örugglega rigning hjá ykkur?

Svo ég fór á kaffihúsið mitt og sat þar fyrir utan og naut mín í sólargeislunum. Horfði á leiðið þar sem þau 3 síðustu sem brennd voru á báli hér í bænum, voru sett til hinnar hinstu hvíldar.

Ég veit ekki fulkomlega hvað þau unnu sér til saka annað en það að vera ekki þóknanleg kirkjunnar mönnum á þessum myrku tímum miðalda.

Kannski soðið seyði úr jurtum til að lina þjáningar meðbræðra sinna..hvað veit ég? Kannski afneitað þeirra tíma trú að Guð væri vondur og refsandi faðir allra sem dæmdi fólk til ævilangrar helvítisdvalar fyrir að vera mannleg og breisk.

En ég tók eftir því að það voru blómvendir á leiðum þeirra sem eru beint fyrir utan kirkjudyrnar..og ég fór að skoða hvað þar stóð.

Fór meira að segja heim að sækja myndavélina svo þið gætum séð með eigin augum að 451 ári eftir voðaverknaðinn og brennuna er enn til fólk sem lætur sig örlög þeirra varða Og hefur skoðun og hjarta fyrir því.

En myndalbúmið mitt bara virkar ekki..því miður.

Set inn myndir síðar þegar það er komið í lag.

En þetta er það sem stóð á miðanum með blómunum sem einhver setti á leiðið þeirra 451 ári síðar. Það fannst mér fallegt!!!!

19th of july 2007

In memory of those who experienced persucution at the hands of angry, vindictive EGOS.

I am so sorry and ashemed that religiory persecution caused you all such pain.

If the power of love could overcome the love of power.

Then there would be peace.

May you rest in love and peace.

Pearl

Tjáning

Þar sem ég sat á bekknum við kirkjugarðinn og horfði á leiðið og blómin flugu fram hjá mér 3 svartar krákur. Og ég samdi ljóð.

Þrjár svartar krákur

í kirkjugarði

Hin heilaga þrenning

sem sækir í allt sem glitrar í ljósinu

Hinn fagri gimsteinn sem vaknar í hjartanu

þegar hið nýja streymi

þekkir hinn falda fjársjóð

og opnar hirslu

hins himneska sem aldrei dæmir.

Verði ljós!

Friðarboðskapur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Falleg færsla og góð áminning. Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.7.2007 kl. 23:22

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Kannski skiptir þetta engu máli þar sem langt er um liðið og enginn ykkar þekkir enskar nornir? Mér finnst það samt skipta máli að láta sig varða hvernig við komum og höfum komið fram við þá sem eru ekki eins og við æskjum. Eða þá sem við ekki skiljum. Hvernig fara nútíma nornabrennur fram?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.7.2007 kl. 00:47

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Einhverjar

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.7.2007 kl. 01:04

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Einhverjar hugmyndir?

Og hvað hafa nútíma nornir til að bera?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.7.2007 kl. 01:04

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vindictive angry Egos. Þarna stó ekki men eða people heldur egos.  Það er þroskuð manneskja sem slíkt skrifar.  Daæmir ekki menn en hryggist hugarástandið sem olli þessu. 

Fallegt ljóð og viðeigandi.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.7.2007 kl. 03:02

6 Smámynd: www.zordis.com

Egoið stefnir áfram með liðna þjáningu.  Við erum hér til að skapa betri heim, læra af gjörðum og hver veit hver var hvað þegar litið er til baka .... svörin búa í hjarta okkar kæra Katrín!

Hefði viljað sitja með þér og hlusta á þögnina!

Fallegt ljóð!!!

www.zordis.com, 20.7.2007 kl. 05:59

7 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góð færsla hjá þér mín kæra. Yndislegt að í dag skuli vera til fólk sem finnst því varða hvað áður hefur gengið á og vill tjá sig á þennan hátt. Fallegt ljóð í anda þessarar stundar.

Knús til þín og veistu? Það rignir ekki hjá mér!

Guðrún Þorleifs, 20.7.2007 kl. 06:11

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Auðvitað skiptir það máli. Mér finnst þetta falleg athöfn og gott að einhver lætur sig söguna varða

Hrönn Sigurðardóttir, 20.7.2007 kl. 07:09

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

fallegt færsla, ég tek undir hjá jóni steinar, áhugavert !

hafðu fallegan sólskinsdag, eins og ég ætla að hafa

Ljós

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.7.2007 kl. 07:18

10 identicon

Þetta sýnir að fólk virðist öðru hvoru staldra við og hugsa til fortíðar. Og kannski til nútímans í leiðinni, því svona "nornabrennur" eru alveg í gangi í dag, bara ekki með alvöru eldi.
Sbr. Lúkasarmálið hér uppi á Regn-og-Íslandi og fleiri heit mál í fjölmiðlum.

Maja Solla (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 08:38

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Takk fyrir góðar óskir um sólskin. Fór í morgungönguna í brjálæðislegu þrumuveðri og þvílíku úrhelli að við vorum eins og hundar dregnir af sundi þegar heim var komið.

Algerlega geggjuð ganga í mrkvuðum skógi. Þegar heim var komið langaði mig mest að hlaupa um allsber í garðinum en ég tek tillit siðprúðra nágranna mína sem myndu eflaust kalla á prestinn og krossa sig yfir slíkum dónaskap.

Þetta er ein af ástæðunum að ég verð að búa svolítið sér. Af því að ég er svo sérvitur.

Nútíma aftökur eða brennur fara einmitt frekar fram í mannorðsmorðum fremur en nokkru öðru. Stundum er lygin notuð sem vopn eða öfund og græðgi. Eins gott að við skolum af okkur dauðasyndirnar sjö svo við getum farið að hafa fjör hérna á jörðinni.

Eigið góðan dag elskurnar.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.7.2007 kl. 11:00

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er mjög falleg færsla hjá þér mér finnst þetta falleg athöfn  eigðu góða helgi

Kristín Katla Árnadóttir, 20.7.2007 kl. 11:01

13 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Yndisleg færsla Katrín

Marta B Helgadóttir, 23.7.2007 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 310915

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband