Leita í fréttum mbl.is

Himnabullur og leirljóð

 

Móðir Jörð

Ég er með ljóðadellu þessa dagana og geri fátt annað en semja alls konar skringileg ljóð.

Hér er eitt þeirra.

 

Fagur fagur fiskur á himni

Með himnasól í maganum

og undur undir ugga.

Slær um sig með sporðinum

siglir lítil dugga

kemur hreyfingu á skýin

sem hylja hina nýju vitund

er stefnir beint í iður jarðar

 og yður.

Halo

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 sniðug notkun á orðum

Hrönn Sigurðardóttir, 20.7.2007 kl. 13:23

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

þú ert skáld.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.7.2007 kl. 13:49

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.7.2007 kl. 14:15

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég féll fyrir myndinni.

Jóna Á. Gísladóttir, 20.7.2007 kl. 20:43

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Vá, flott mynd og sniðug vísa.

Svava frá Strandbergi , 21.7.2007 kl. 18:14

6 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Lesblindur sem ég er þá hef ég lesið þessa "Himnabullu" á ótal magrgvíslega vegu.

Því miður Katrín - þetta er ekki eitt af þínum bestu verkum, eða svo er það ég sem er fattlaus (sem er jú mun líklegra) :

Myndin er falleg:

Ásgeir Rúnar Helgason, 21.7.2007 kl. 21:25

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jú þetta er svo sannarlega eitt af mínum verkum..bestu eða verstu verður svo hver að finna ut fyrir sig. Sömu orð geta sagt fólki svo mismunandi og margvíslegar sögur. Hver og einn að kemur að orðum á sinn eigin hátt sjáðu til.

Fiskurinn hefur ákveðið trúarlegt gildi. Himnasól er röðull í maga fisksins og undir uggum sínum ber hann undur og stórmerki. Á sundi sínu um himinhvolfin verður til hreyfing og eitthvað sem hefur verið falið á bak við hulu ..t.d skýjahulu. verður sýnilegt og stefnir inn í miðju Móður Jarðar sem þarfnast þessarar heilunar sem og maðurinn.

Eða þannig sé ég þetta ljóð og vegna þeirrar sýnar þykir mér það fallegt og sterkt.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.7.2007 kl. 09:09

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Svo blundar í mér smá uppreisn að ljóð eða hver önnur sköpun skuli vera á einhvern sérstakan hátt...svona er bara mín sköpun. Og myndin sem fylgir ljóðinu er mín sýn af Móður Jörð.

Hef meira að segja tilfinningu fyrir að allt sem við köllums list muni á einhvern undarlegan hátt umbreytast og taka á sig áður óþekkt form. Þá verða allir "listamenn" eða skaparar

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.7.2007 kl. 09:33

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Yndislegt....finn alls kyns samsvaranir....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.7.2007 kl. 22:28

10 Smámynd: www.zordis.com

Frábært!  Ég er hrifin af myndunum þínum og það að hver hafi sína upplifun er eitthvað sem ég þakka fyrir á hverjum degi!  Ég held að sköpun sé ein sú mesta blessun sem hverjum manni / konu er veitt.

Takk fyrir fegurðina sem þú sýnir okkur .....

www.zordis.com, 23.7.2007 kl. 18:25

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Óskar minn ég kannast ekki við neinar hrakningar eða ósæmilega hegðun af þinni hálfu...vertu alltaf velkominn!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.7.2007 kl. 18:26

12 Smámynd: Ingibjörg R Þengilsdóttir

er ég las þessar athugasemdir datt mér eftirfarandi í hug:

góð er lesningin og falleg orðin

sem allir geta lesið

en hver er skilningurinn

jú hann er hvers og eins

og alltaf réttur

hvort sem það er þú eða ég

kveðja og góða nótt

Ingibjörg Þ 

Ingibjörg R Þengilsdóttir, 24.7.2007 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband