Leita í fréttum mbl.is

Dáleiddar flugur, magnaðir maurar og ég alltaf jafn hissa!!!

Nú er ég loksins búin að setja inn myndina af dularfulla flugu og maurabardaganum sem átti sér stað í garðinum hjá mér um helgina.  Vona að það sjáist hvað er þarna um að vera. Ef einhver skordýrafræðingur eða einhver sem veit meira um svona uppákomur les þetta  má sá hinn sami alveg skrifa um það hér og svala forvitni minni.

Myndin stækkar ef þið tvísmellið á hana.

100_3246

Þannig er að ég tók eftir flugum sem voru eins og hangandi á stráum eða grasi í garðinum og flugu ekkert um garðinn. Þegar ég kom nær sá ég að þarna var allveg fullt af maurum sem voru svona tuttugusinnum minni en þær og þeir voru alveg á fleygiferð um allt að draga þessar flugur niður í holur í jörðinni. Það var eins og flugurnar væru hálflamaðar eða dáleiddar..sumar höltruðu aðeins í burtu en voru svo dregnar til baka af maurunum. Það sem er mín spurning er hvað voru þær að hanga þarna á þessum grasstráum og af hverju flugu þær ekki bara í burtu??? Geta maurar bara dáleitt flugur og sagt..."þú getur ekki flogið..þú getur ekki flogið" og flugugreyin bara trúa því og láta þessa iðnu maura draga sig ofan í dimmar holur í moldinni?  Guð má svo vita hvað gerist þarna niðri.

En vá hvað þeir eru skipulagðir og duglegir maurarnir. Eins og hver og einn viti nákvæmlega hvar hann á að vera og hvers er vænst af honum. Algerir litlir snillingar.

Þessari "uppskeruhátíð" mauranna eða hvað á að kalla þessa uppákomu lauk svo nokkrum tímum síðar. Þá sást ekki ein fluga á neinu strái og allt var orðið rólegt. Bara nokkrar litlar holur í moldinni. En mér fannst ég samt heyra ef ég hlustaði vel trumbuslátt og gleðisöngva þarna djúpt úr iðrum jarðar. Segir svo hugur að það hafi verið mauranir sem voru svona kátir með dagsverkið.

100_3245

Ég var bara svo aldeilis hissa yfir þessu öllu saman svo ég tók myndir og ákvað að spyrjast fyrir um þetta mál hér á blogginu. Er það nema von að vinkona systur minnar hafi sagt um mig einu sinni.."Hún Katrín er alltaf svo hissa í framan". LoL

Hvernig má annað vera þegar maður býr í veröld sem er alltaf að koma manni á óvart. 

Ég viðurkenni það fúslega.

Ég er meira og minna steinhissa alla daga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég held Katrín að maurarnir deyfi flugurnar með einhverju sem þeir sprauta úr sér.  Alveg viss um það.  Annars væru flugurnar ekki svona bjargarlausar.  Ég dauðvorkenni grey flugunum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 18:18

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þá hafa þeir verið búnir að úða þessu efni í grasið þar sem flugurnar héngu þar eins og þær væru ringlaðar allt um kring og gerðu enga tilraun til að fljúga burtu áður en næsta maurahersing kom og sótti þær.. Ég hefði átt að bjarga þeim í stað þess að þvælast þarna um eins og tilfinningalaus papparazzi..sé það núna!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 18:28

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skemmtileg saga   úr dýraríkinu.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.8.2007 kl. 18:49

4 Smámynd: www.zordis.com

Maurar eru skrítnar og iðnar verur!  Dularfullt líf í garðinum þínum .... kanski hafa nornir sett flugurnar í álög og þeim hafi sundlað flugið! 

Herskáir Maurar hafa sætt lagi og nælt sér í vertrarbirgðir af dáleiddum flugum sem eiga eftir að koma galdrinum áfram ... lengra og lengra

www.zordis.com, 27.8.2007 kl. 20:03

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já eða þetta hafi verið flughræddar flugur..með svima.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 20:11

6 identicon

Ég er nokkuð viss um að þessar "flugur" séu einfaldlega karlkyns maurar. Ég vill samt leggja áherslu á nokkuð viss. væri gaman ef einhver sem væri allveg viss myndi gera athugasemd.

Bjarni Kj (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 20:47

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Bjarni ef þú stækkar myndina og skoðar vel hægri hluta hennar sérðu flugurnar alveg greinilega með vængi og alles...en kannski eru til maurar með vængi sem líta út eins og flugur?

Hvað veit húsmóðir með myndavél sossum??

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 21:01

8 Smámynd: www.zordis.com

Ef allir væru eins og sumir þá væri tilveran dulítið öðruvísi ... Þá þakka ég mikið viss þeim eina sanna fyrir fólk sem er heilt og hreint!

Nýr aðdánadi mættur á svæðið, nýr sem gefur flórunni nýtt svigrúm.  Er nokkuð viss núna!  Ef ekki bara viss ...... já nú er gaman að vera til í garðinum þínum kæra Katrín!

www.zordis.com, 27.8.2007 kl. 21:23

9 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Ekki vildi ég vera fluga á vegg hjá þér, svo mikið er víst.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 27.8.2007 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband