Leita í fréttum mbl.is

Að opna sér nýja leið.....

Nú er kona komin heim eftir ævintýralega ferð í bæinn. Meðferðis hafði ég nokkur pör af skóm í pokum merktum Harrods þeirri fínu og flottu verslun í London. Hefði mátt halda að ég hefði verið að gera stórinnkaup á merkjafatnaði fyrir morð fjár. Svo var þó ekki. Ég og skópörin fórum í gamla kaþólska kirkju og skoðuðum listaverk og kveiktum á kerti fyrir heiminn, klifruðum í hundrað ára gömlum trjám og gengum um á meðal ilmandi rósa í kirkjugarðinum. Við hittum líka barn sem lék með okkur og skríkti af kátínu yfir öllum þessum bráðskemmtilegu skóm sem voru til í allt. Lamdi meira að segja frú Mary Poppins í tánna með trjágrein.Hún meiddi sig ekkert enda gerð úr vönduðu og fínu skóleðri frá Ítalíu.

 Seinnipartinn ætlum við svo að bregða okkur aftur af bæ og kíkja á kaffihús og eiga menningarlegar samræður og þaðan förum við hugsanlega í skógargöngu í ljósaskiptunum. Hvað við gerum svo með allt þetta mun bara koma í ljós

Er þetta ekki yndislega fallegt orðtæki í málinu..að koma í ljós!!!

Mitt uppáhald þessa dagana. 

 Komdu í ljós!!!!

untitled76

Þegar ein leiðin lokast ekki örvænta.

 Það hefur opnast leið fyrir nýtt útsýni og aðra leið í staðinn.

Það kemur allt í ljós að lokum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ohhh.................. æðislegur gluggi..

Ljós til þín

Björg F (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 12:37

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ummmm, koma í ljós! Frábært. Já, og æðislegur gluggi. Hef svipað útsýni en nú er rigning, mjög krúttleg eins og allt annað hér á Skaganum.

Guðríður Haraldsdóttir, 28.8.2007 kl. 13:36

3 Smámynd: www.zordis.com

Og það varð ljós!  Yndislegt ljósið er umvefur okkur öll ....  Ég sit hér inni í hitanum með dregið fyrir sólu á leið niður í kjallarann að leita að listaljósinu mínu .... já sittlítið af hverju er gott gott.

www.zordis.com, 28.8.2007 kl. 15:35

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 Orð fá ekki lýst aðdáun minni á þér....

Hrönn Sigurðardóttir, 28.8.2007 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband