Leita í fréttum mbl.is

Hljóð bæn húsmóður fyrir mannréttindum og frelsi fólksins í Burma

Ohh hvað það er ömurlegt að vera bara húsmóðir úti í heimi og horfa upp á hvernig illskan rænir völdum yfir mannlegri reisn og réttlæti...að illvirkjarnir ráðist gegn friði og frelsi án þess að veröldin bregðist við af krafti. Og að þeir sem við höfum kosið til að fara fyrir þessum gildum fyrir hönd þjóðarinnar séu svona máttlausir í mannrétttindabaráttu þeirra sem eru troðnir undir skítugum skóm aflanna sem við viljum ekki sjá. Við ættum öll sem eitt að flykkjast út á götur og stræti til að standa saman í þögn og sýna þessu hugrakka fólki samstöðu og um leið að krefjast þess að við tökum skýra afstöðu gegn öllum mannréttindabrotum á þessari jörð.

Setjum a.m.k eitthvað saffranlitt í gluggann hjá okkur svo allir geti séð að hjarta okkar slær með fólkinu í Burma og förum með hljóða bæn að réttlætið og friðurinn sigri að lokum.

1200-1075~Unique-Posters


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 12:35

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Heyr heyr

Ragnhildur Jónsdóttir, 26.9.2007 kl. 12:53

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Var að lesa það í blöðunum hér að ógnarstjórnendurnir hafa tekið til þess bragðs að krúnuraka nokkra af sínum mönnum og klæða þá í saffranlita kufla og lauma þeim í raðir mótmælendanna til þess eins að gera uppsteyt innan frá og gefa þar með hernum ástæðu til árásar. Þeim er ekkert heilagt þessum andskotum. Vil bara hvetja alla sem þetta lesa að setja eitthvað saffranlitt í gluggann eða þar sem það sést og sýna þannig samhug og stuðning. Það hjálpar líka að senda ljós í aðstæður og blessun. Sérstaklega ef það er sent á þá sem vita ekki hvað þeir eru að gera!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.9.2007 kl. 12:57

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ljótt mál.

Falleg hugsun hjá þér.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.9.2007 kl. 13:02

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

geri það, og ég er hjartanlega sammála þér. það er samt svo frábært að sjá þegar fólkið sjálft grípur til sinna ráða og mótmælir. þetta minnir mig svolítið  á afríku og nelson mandela. það er betra þegar hlutirniir gerast á þennan hátt en með innrásum utan frá eins og í iraq og afganistan !

ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.9.2007 kl. 14:29

6 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Ég á bara ekki neitt sem er saffranlitað, en hugurinn ber mig hálfa leið. Nú er bara tímaspursmál hvenær fjöldamorðin hefjast. BÖÐLAR TIL HELVÍTIS MEÐ YKKUR.

Ingi Geir Hreinsson, 26.9.2007 kl. 15:33

7 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ég er með saffran rautt blóm í glugganum. Sendi ljós og fyrirbæn í aðstæðurnar. Ég er sammála, ég held að eina vitræna leiðin til friðar er að beita friði og friðsamlegum aðgerðum. Það er ekki hægt að berja fólk til friðarhugsunar ...

ljós og englar.......  

Ragnhildur Jónsdóttir, 26.9.2007 kl. 16:10

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já megi allir góðir vættir vera með þeim og vernda. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2007 kl. 16:43

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég heyrði það í útvarpinu klukkan ca. hálf fimm að þeir hefðu drepið einhverja munka. Mér finnst að við ættum að efna til mótmælastöðu eða samstöðu stöðu með fólkinu í Miranmar.

Ég er með rauðar rósir í glugganum.  

Svava frá Strandbergi , 26.9.2007 kl. 18:00

10 Smámynd: www.zordis.com

Á morgun kaupi ég Saffran og set í alla glugga!

Bænin til alheims verður send út sem ávallt til þeirra sem kunna að þurfa.

Ég ætla að biðja fyrir svefninn!

www.zordis.com, 26.9.2007 kl. 22:01

11 identicon

Það er gott til þess að vita ,að við látum okkur skifta það máli ,þegar troðið er  fólki með þessu lákúrulega vopnavaldi. Sem krakki var ég svo hugfanginn af þessu landi, að ég hef fylgst með öllu sem þar gerist, æ síðan.Takk fyrir þitt innlegg.Og ég bið Algóðan Guð að koma inn í þessar aðstæður fólkinu til HJÁLPAR.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 22:12

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ljótt sem maður sér í fréttunum. Það einhvernveginn snertir mig svo sterkt að fólk sem hefur helgað lífi sínu voninni og framtíðinni sé svona fótum troðið af mönnum sem varla teljast mennskir. Á einhverjum stað verðum við hin að bregðast við og vera þátttakendur í því sem er að gerast í veröldinni. Ekkert þarna úti er okkur óviðkomandi...við erum á endanum öll eitt. Ég er búin að setja saffranlitað ljós í elshúsgluggann minn..og er með þeim sem eru tilbúin að fórna lífi sínu fyrir betra mannlífi í huga og hjarta. Núna eru miklir umbreytingartímar...það sem við þuerum að vita og kunna er að senda ljós og belsssun í aðstæður og sértakelga til þeirra sem eru að fótumtroða mannréttindi og frelsi. Í stað þess að hata þá að senda þeim ljós svo þeir megi sjá. Það hjálpar. Þetta er kannski ein stærsta lexía okkar allra ...að senda gerendunum blessun og ljós svo þeir megi sjá í stað þess að auka á hatrið með því að vera þátttakendur í því með því að viðhalda hatrinu. Ég og þú verðum að geta gert það. Annars erum við bara eins og olía á eldinn sem við viljum í raun slökkva.

Við sem á jörðinni erum erum bræður og systur...og okkur ber að bregðast við.

Man þegar ég var á ítalíu þegar árás var yfirvofandi á Írak..þá voru litrík flögg í hverjum glugga í Flórens sem hvöttu til friðar. Það var svo magnað að sjá samstöðuna þar og að ALLIR settu mark sitt og von á sinn glugga. Mótorhjólagengi hjóluðu um alla borg með fánana...og það fór ekkert á milli mála hvað fólki fannst.

Verum öll með. Þessi hljóðláta bylting kúgaðra hefur fengið viðurnefnið saffran vegna litarins á klæðum munkanna..látum saffran flæða yfir landið og verða sýnilegt alls staðar. Kannski og vonandi segir það okkar leiðtogum hver hugur okkar er og hvernig við viljum sjást sem þjóð og sem manneskjur.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.9.2007 kl. 22:48

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 27.9.2007 kl. 08:06

14 Smámynd: josira

Fegurð í hugsun og gjörð, eflir frið í alheimi og á jörð...

josira, 27.9.2007 kl. 09:36

15 Smámynd: Ívar Pálsson

Falleg hugsun. Veltum svo fyrir okkur þessu ríki, Myanmar: Herstjórn  í raun síðan 1962, spilltasta ríki veraldar, næst mesti ópíumframleiðandi heims, stórt í amfetamíni og er rammfátækt. Ríkið vantar strúktúr, skæruliðahópar vaða uppi og erjur eru tíðar. Munkarnir mótmæltu Bresku nýlenduherrunum forðum. Það er erfitt að beina ljósinu að þessum myrkustu hornum jarðar. Amk. eru líkurnar á því að það takist að koma óspilltri stjórn í Myanmar hverfandi.

Ívar Pálsson, 27.9.2007 kl. 11:11

16 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þakka þér fyrir þessa góðu og þörfu hugvekju. Allt hugsandi fólk hlýtur að taka undir orð þín, en ég geri ekki ráð fyrir að þeir sem standa fyrir þessari illsku sé hugsandi mannverur. Líklega líkari vélum.

Ég tók þig á orðinu og setti saffranlitaða skál í gluggann hjá mér á skrifstofunni, en ég var svo heppinn að hafa slíka við hendina.  Hún minnir mig á málstaðinn og færslu þína. Vonandi smá vottur um samhug.

Ágúst H Bjarnason, 27.9.2007 kl. 13:11

17 Smámynd: Huld S. Ringsted

Falleg hugsun hjá þér

Huld S. Ringsted, 27.9.2007 kl. 19:39

18 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Fékk e mail frá systur minni heima...Á morgun föstudag eru allir hvattir til að klæðast rauðum skyrtum eða peysum sem tákn um stuðning við mótmæli munkanna í Myanmar....fyrrum Búrma. Vonandi verður heimurinn rauðklæddur á morgun Saffranlitaða ljósið í eldhúsglugganum logar og minnir mig á að senda ljós og blessun hvern dag, alla daga.  Takk fyrir skrifin ykkar. Það er alltaf svo gott að vita að það er fullt af fólki sem vill það sama.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.9.2007 kl. 21:44

19 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.9.2007 kl. 23:08

20 Smámynd: Fríða Eyland

Þú ert engill, auðvitað sýnum viðsamstöðu í verki allavega á mínu heimili

Fríða Eyland, 28.9.2007 kl. 00:00

21 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Fann rauðan bol djúpt inní skáp, svo rauðklædd er konan í dag. Vinnum að friði í þessum særða heimi.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.9.2007 kl. 11:41

22 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Auðvitað klæðumst við rauðu í dag. Ég bloggaði líka "Burma rautt" í tilefni dagsins.

Ragnhildur Jónsdóttir, 28.9.2007 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband