Leita í fréttum mbl.is

Frostrósir, þungur hnöttur og kerlingaspor.

Judy-and-Marge-Print-C10088141Ég var að spá í hvort það væri ekki tímabært að drífa sig í svona gjörning sem hefur það markmið að hafa aðeins minna af mér á þessari jörðu..Eru ekki einhver þyngdartakmörk fyrir svona hnetti svo þeir haldist örugglega á flugi eitthvað áfram?? Var að spá í að kannski myndi það hjálpa mér og jörðinni að fækka kílóunum um svona 5. Svo aftur spurning hvort svona strekkingur um mig miðja eins og Jóna Á notar á Árshátíðum geri gagnið??

Ég er farin að breiða fullmikið úr mér fyrir minn smekk og grey fötin mín geta varla andað þegar ég treðst í þau. Hvar fást aftur þægilegu velúrgallarnir sem vaxa með frjálsum konum? Kannski eru það samt ekkert endilega aukakíló sem eru að íþyngja þessari jörð eða kvennahjörð sem hér hoppar? Kannski bara eitthvað allt annað eins og t.d skortur á skilningi eða skápaplássi fyrir dýrmæti eins og hamingju og innri hugarró?

Annars er ég hætt að blogga...er í svona stuði að hætta hinu og þessu og helst flestu þessa dagana. En ég ætla samt ekki að hætta við suma hluti eins og t.d þann draum að láta mig fljóta í litríkum loftbelg yfir heimsins höf þegar ég verð gömul og lenda bara til að ná mér í meira púrtvín og paprikkuskrúfur. Og kannski eina og eina Capri.

Ballooning-Over-Paris-Print-C10091535

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mun örugglega mest halda mig fyrir ofan París og Flórens á ítalíu, Prag eða Barcelóna og kannski taka eins og eina og eina bunu yfir London svona rétt til að rifja upp árin mín þar.

Listinn yfir það sem ég ætla að hætta að gera núna er svo langur að það væri firra og vitleysa að reyna að koma honum fyrir í einni bloggfærslu. Listinn yfir það sem ég svo ætla að halda áfram að gera eða byrja á að gera er hins vegar enn í mótun eða ódreymdur.

Sjáum bara hvað setjur og hvernig hlutir raðast í kolli konu sem man aldrei í hvorn fótinn hún á að stiga. Þann hægri eða þann vinstri??  Já og meðan ég man..eigið þið ekki örugglega velgerða kuldagalla fyrir komandi kuldakast? Það verður lítið stuð hérna ef við ætlum öll að verða frostrósir þó þær séu alveg einstaklega fallegar. Fegurð er nefninlega ekki það sama og hlýja..munið það elskurnar. Það er alveg einstaklega mikilvægt að auka hjartahlýjuna í samræmi við frostið þarna fyrir utan...Mér segir svo hugur að hjartahlýjan okkar sprengi alla skala á næstunni og það er einmitt og akkúrat það sem frostpinnar eins og við þurfum.

Knús. 

 Hearts-Print-C10113043

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Árnadóttir

Mér líst ekkert á að þú hættir að blogga - því ég hef einstaklega gaman af að lesa pistlna þína.

Þetta með kílóin er eilífðarvangavelta og eilífðarbarátta sem maður virðist aldrei sleppa frá. Hér i DK er kona ein sem heldur því fram að með því að hafa ískulda í svefnherberginu geti maður haldið sér og eiginmanninum í fínu formi á fleiri en einu sviði og auk þess komið i veg fyrir að aukakílóin hrannist upp.

Sjáumst vonandi í febrúar   

 kveðja, Guðrún Árna

Guðrún Árnadóttir, 30.1.2008 kl. 12:07

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þeir sem þekkja mig vita alveg að ég get mjög auðveldlega hætt við að hætta alls konar hlutum..hehe En akkúrat núna hef ég ákveðið að hætta ýmsu..

Ein yndisleg kona sem ég þekki segir að maður eigi að heiðra bumbuna sína og leyfa henni að vaxa því í henni búi innri gyðjan okkar og því stærri og plássfrekari sem hún er því betra fyrir okkur. Svo nú sit ég hér og klíp í bumbuna mína mjúku.. og stend við heit mitt að blogga ekki

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.1.2008 kl. 12:13

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að sjá að þú ert hér ennþá elsku Katrín mín.  Ég held að íslendingar séu meira og minna komnir í dvala vegna veðursins, sýnist það á öllu hehehehe.  En ég á kuldagalla, hann er bara heima í kúlunni, kemur að góðum notum þegar ég kem heim.  Hafðu það gott, og mér lýst ekkert á þetta að hætta að blogga, það er svo notalegt að vita af þér hérna og lesa skemmtilegu pistlana þína um lífið og tilverunal.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.1.2008 kl. 12:57

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hættu við að hætta, aldrei að segja aldrei, bara vera og gera þegar andinn er þar.

Kærleikur og Ljós til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.1.2008 kl. 14:22

5 Smámynd: www.zordis.com

Flott svarið hennar Steinu ...  strjúka vömbina í sólarátt og koma með vinahót til okkar hinna sem strjúkum í takt!

Knús á þig listakona. 

www.zordis.com, 30.1.2008 kl. 14:38

6 Smámynd: Hugarfluga

Krúttbomban þín.  Þú ert sko ekkert hætt að blogga! Þú ætlar bara að slaka á og blogga þegar þér hentar!  5 kíló í plús eru bara *piff* en kúnstin er að láta þessi 5 kíló ekki verða að 10 og svo 15.  Þess vegna er sniðugt ráð að grípa til aðgerða strax. Reglulegir göngutúrar og villt kynlíf redda þessu á 3 vikum! Ekki spurning.

Hugarfluga, 30.1.2008 kl. 15:23

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hér er auðvelt að fara í loftbelgjaferðir en þú verður að sætta þig við kampavín í staðin fyrir púrtarann mín kæra.  Uss,  þú byrjar bara aftur að blogga með vordögum.

Ía Jóhannsdóttir, 30.1.2008 kl. 16:48

8 Smámynd: Sporðdrekinn

Eg segi eins og Zordis "Flott svarið hennar Steinu"

Sporðdrekinn, 30.1.2008 kl. 20:03

9 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 30.1.2008 kl. 21:40

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég tek þessari yfirlýsingu um að hætta að blogga mátulega alvarlega.  Síjúhonní

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.1.2008 kl. 23:11

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

buhuuuu  

....hmmm æ nú varð ég eigingjörn

vona að þú sért ekki hætt að blogga nema bara stutt í senn, vona að þú hættir og byrjir svona til skiptis, og bloggir samt stundum svona þegar þú nennir

Marta B Helgadóttir, 30.1.2008 kl. 23:42

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hafðu það bara sem best og gerði það sem þér finnst rétt, annars vil ég segja að ég hef gaman af bloggi þínu.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.1.2008 kl. 00:50

13 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Það verður sjónarsviptir að þér ef þú hættir að blogga. Geturðu ekki bara minnkað það svolítið tímabundið?

Steingerður Steinarsdóttir, 31.1.2008 kl. 10:16

14 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hafðu það gott kæra Katrín en ekki hætta að blogga.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.1.2008 kl. 10:24

15 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Eins og ég segi þá á mjög auðvelt með að hætta við að hætta alls konar hlutum....en í miðjum janúarblúsnum og snjóbyljum og yfirtöku íslenskra flensupadda á heilsu minni ætla ég að taka því rólega. Atsjú!!!!!

Og þar sem ég er tvíburakona með meiru veit ég ekkert hvort ég verði sammála sjálfri mér á morgun eða hinn..  Og munið nú að dúða ykkur vel í kuldanum..

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.1.2008 kl. 11:11

16 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það er milil hætta á að allir bloggarar landsins leggist í þunglyndi ef þú dirfist að hætta að blogga.  Það gæti orðið dýrt spaug fyrir þjóðarbúið. 

Þú mátt gjarnan hætta hinu og þessu, en ells ekki hætta að blogga

Ágúst H Bjarnason, 31.1.2008 kl. 16:24

17 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Iss það eru hvort eð er allir bloggarar í janúarblús og breytir engu um einn bloggara til eða frá..þú ættir nú að vita hvað allt hitt er sem ég er að hætta áður en þú leggur mat í þetta Ágúst minn....

Annars er ég með flensu og ekkert að marka orð sem ég segi frekar en fyrri daginn

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.1.2008 kl. 16:59

18 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Einn er hver einn, þó hann sé seinn eða með flensu. . .   Gáfumerki að geta skipt um skoðun.

Humm... ertu ekki bara á kafi í þessu enduraðlögunarferli sem ég hef lesið mér til á vísum stöðum að maður fari í gegnum ef maður flytur "heim".  (þess vegna flyt ég ekki ) Bara að spá, svo gáfuð eftir þonið í gær, alveg spök í dag, alandi og malandi manneskja.

Batakveðjur á Klakkann

Guðrún Þorleifs, 31.1.2008 kl. 21:08

19 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Velkomin í bumbuhópinn Katrín. Það er aldrei of mikið af fallegum konum. Ég á þennan líka fína kuldagalla,  en einhverrra hluta vegna hefur hann minnkað svo ég get ekki troðið mér í hann. Hugsa að hann verði líka svona litill ef ég lána þér hann, svo það er ekki til neins. Það er bannað að hætta að blogga.

Svava frá Strandbergi , 3.2.2008 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband