Leita í fréttum mbl.is

Verst að eiga ekki mynd frá deginum í dag....við vorum svo sætar og spenntar!!!

...þegar við hittumst í fyrsta skipti allar bloggvinkonurnar sem ætlum að opna bloggvinkvennasýninguna á laugardaginn. Það var flott stund og skemmtileg með alveg frábærum ljósmyndara Vikunnar. Þegar við áttum að vera tindrandi glaðar á myndinni sögðum við allar í kór..SKATTASKÝRSLA..og ljómuðum eins og sólir og svo þegar við áttum að vera munúðarlegar og sexí sögðum við allar saman í kór...hægt og rólega...RÚGBRAUÐ!!!

Við erum núna allar á haus að undirbúa og vonumst til að sjá sem flesta bloggvini okkar á þesssari ævintýrastundu sem varð til fyrir u.þ.b einu og hálfu ári í gegnum Moggabloggið.

Og hér erum við ..skapandi og töfrandi og eftirvæntingarfullar. Búnar að ákveða í hverju við eigum að vera og alles...sem er auðvitað mesta málið.

100_3319

Héldum sellufund í dag og undirbjuggum gjörninginn meðan það ringdi í höfðuðborginni...hver annarri ólíkari en samt tengdar undir sömu regnbogans regnhlíf. Listagyðjan heldur verndarhendi yfir okkur og verkunum okkar og megi þau gleðja ykkur sem mest. Þetta er okkar sköpun og samstilling...og hún varð til hér hjá ykkur og okkur á Moggablogginu.

Sjáumst!!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eg hlakka svo til að koma á sýninguna. Er einhver séns að þú getir verið með gult tré, mig vantar það alltaf í ramman, er með rauða og bláa í ramma og vantar það gula.  Kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 27.8.2008 kl. 22:30

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ef ég finn tíma get ég prentað gula tréð í réttum litum þar sem ég er loksins komin með rétta litprentarahylkið....sjáum til og sjáumst!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.8.2008 kl. 22:37

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Góða skemmtun kæru konur. Bloggvinkvennasýningin hljómar spennandi.

Vilborg Traustadóttir, 27.8.2008 kl. 23:13

4 Smámynd: www.zordis.com

Best ég sendi myndina á ykkur.

Er með slettur upp um allar hendur (hef 4 sko) og er í gleði.

Takk fyrir daginn!

www.zordis.com, 27.8.2008 kl. 23:38

5 Smámynd: Heidi Strand

Ég mæti og hlakka til. Klukkan hvað opnar sýningin?

Það er mjög fínt að sýna í Ráðhúsinu.

Heidi Strand, 28.8.2008 kl. 07:45

6 Smámynd: Bergur Thorberg

Er farinn að telja niður. Knús á ykkur allar.

Bergur Thorberg, 28.8.2008 kl. 08:25

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Gangi ykkur vel!

Ía Jóhannsdóttir, 28.8.2008 kl. 08:30

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Sýningin opnar klukkan 15.00 á laugardaginn..ég er einmitt að fara að rölta niður í ráðhús og velta fyrir mér plássinu..svo eins og gerist oft síðustu dagana fer ég að skipta um skoðanir og allt er í lausu lofti..og enginn veit hver útkoman verður. Allra síst ég! Ína fína magapína..best ég komi við í Gyllta kettinum og athugi með töfrandi kjól í leiðinni Fallegir kjólar geta verið algerir bjargvættir..ekki satt??

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.8.2008 kl. 08:49

9 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Bið að heilsa litlu draugastelpunni í Gyllta kettinum. Sjáumst svo á laugardaginn ...

Markús frá Djúpalæk, 28.8.2008 kl. 13:05

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já Markús minn..ég segi henni að þú sért alltaf að hugsa til hennar, stelpunnar í stiganum;)

Vitiði að ég er enn í stökustu vandræðum..mig bráðvantar einn ferðageislaspilara ..helst með góðum headfónum til að nota á sýningunni en þetta er eins og að biðja fólk um að lána sér svart hvítt sjónvarpsstæki. Bara er ekki til!!! Og ég tími helst ekki að kaupa einn þar sem ég veit að ég mun aldrei nota hann eftir þennan sögugjörning sem ég er að setja saman.  Er ekki einhver sem lumar á einum gömlum í geymslunni sem væri til í að lána mér eða selja fyrir lítið??  Ef svo er vinsamlegast sendið mér mail á kbaldursdottir@gmail.com

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.8.2008 kl. 13:56

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég missi af ykkur Katrín mín.  Því miður.  En ég óska ykkur alls hins besta, og þetta er náttúrulega alveg frábært.  Getur maður þá séð myndir af ykkur í næstu viku ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.8.2008 kl. 21:26

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Oh, hvað ég hlakka til að hitta ykkur og sjá afrakstur sköpunargáfna ykkar!!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.8.2008 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband