Leita í fréttum mbl.is

Ástarkveðja um áramót og smá byltingarblogg ásamt leit að eftirrétti ársins.

Ég er búin að slappa svo vel af um jólin og gera allt rólegt til tilbreytingar og er hreinlega ekkert reið lengur. Eins gott.... annars hefði mér líklega verið skotið á loft annað kvöld og  ég verið langstærsta og bilaðasta bomban yfir íslandi!! Og örugglega líka sú háværasta.  En eftir að hafa verið í faðmi fjölskyldu og kærleiksblóma um hátíðarnar þá er ég bara slök og tilbúin í að faðma að mér nýtt ár í algerri bjartsýni og góðum væntingum..eða þar til annað kemur í ljós.

Flaming-June-c1895-Print-C10019635

En núna er ég að spá í einhverjum göldróttum og hrikalega spennandi eftirrétti sem ég get tekið með til mömmu annað kvöld en þar ætlum við stórfjölskyldan að taka fagnandi saman á móti nýju ári. Fyrr um daginn þegar ég er búin að velja eina af þeim uppskriftum af frábærum eftirréttum sem ég veit að þið munuð dæla í athugasemdakerfið mitt....þá ætla ég að láta smá illa svona bara til að klára árið með stæl og mæta í gönguna sem gengin verður frá Stjórnarráðinu klukkan 13.30 á morgun gamlársdag og að Hótel Borg til að Bandithalda á blysi og blása út því sem mér finnst um ..æ þið vitið. 

Komiði öll líka og gerum smá galdur sem virkar þannig að kryddsíldarkverúlantarnir standi bara upp og labbi út um leið og þau kveðja þjóðina og biðjast afsökunar á vanhæfi sínu og því hvað þau voru lengi að fatta hvað við vorum að meina allan tímann meðan við mótmæltum.

Svo hef ég setið prúð í dag  á kaffihúsi og sett á blað ýmislegt sem mun setja mark sitt á mitt nýja ár. Eitt af því dásamlega sem ég ætla að gera er að skella mér á námskeið í skapandi skrifum svo ég geti skáldað upp nýjar og frábærlega fínar og fallegar reglur og gildi fyrir Nýja Íslandið okkar sem við ætlum að skapa saman þegar spillingaröflunum hefur verið komið frá. Er það ekki bara gott plan?

Aldrei að vita hvað leynsist í dulvitundinni sem kemur svo upp á yfirborð konu og í gegnum pennann hennar þegar hún er búin að leggja sig og dreyma lausnirnar sem við þurfum svo núna.

vk2007b-kushpillowbook

Og svo óska ég þess að ég verði aldrei aftur svona reið og magnvana yfir heimsku og hroka manna og kvenna sem kannski vita ekki betur. Að ég verði svo fullorðin og þroskuð á nýju ári að ég andi rólega meðan ég geri byltinguna með ykkur hinum og verði alveg hrikalega yfirveguð og með jarðbundna dómgreind þegar ég tjái mig í ræðu og riti um landsmálin.  Eða ekki.

Anyway...lumið þið ekki á einum góðum eftirrétti fyrir bloggvinkonu ykkar sem lofar vænni sneið um leið og ég óska ykkur alls hins besta á nýju ári og vona að allt það besta sem til er í henni veröld verði á vegi ykkar þrátt fyrir ...æ þið vitið.

p.s flott væri að eftirrétturinn líti þannig út að það hafi tekið mig meira en allan daginn að gera hann..en í raun á hann samt að vera hrikalega fljótlegur, einfaldur og hrikalega góður. Það tekur örugglega smá tíma allt þetta með blysin og það..og því þarf þetta að vera svona. Veit þið skiljið hvað ég er að fara.Whistling

Ástar og áramótakveðja til ykkar..Smjúts!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Dásamlegt plan hjá þér .....

Spurning að fara í bakarýið sem selut bestu gulrótartertur í heimi og blikka þá! Eða leggja í eina súkkulaðitertu a la Hrönn (dásamleg þ.e. tertan og Hrönnslan líka) ..

Sendi mínar bestu kærleiksríkustu áramótakveðjur til þín og fjölskyldunnar með von um að birtan sæki á fróni okkar íslendina.

www.zordis.com, 30.12.2008 kl. 21:03

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Eigðu góða göngu! Treysti því að þú mótmælir fyrir mig líka :)

Súkkulaðikakan er hriiiiiiikalega góð OG einföld en það er ég líka

Ást og friður

Hrönn Sigurðardóttir, 30.12.2008 kl. 21:25

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Njóttu gleðinnar með fjölskyldunni á morgun.

Skál fyrir nýju  ári! 

Ía Jóhannsdóttir, 30.12.2008 kl. 21:50

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Gleðilegt nýtt ár og njóttu vel samvestanna við fjölskylduna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.12.2008 kl. 21:57

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Gleðilegt ár stelpur...

...ég ætla að segja ykkur frá einum eftirrétti sem hún þarna pæjan sem sleikir alltaf puttana gerði einu sinni og er ferlega góður. Marengs brotin í skál..þeyttur rjómi hrærður við ásamt súkkulaðispænum og jarðarberjum og..Voila!!! Mjög gómsætt og getnaðarlegt á gamlárs.

Í hverju ætlið þið að vera..eru ekki allar örugglega búnar að fá sér nýársdress? Svona spurning má bara tilheyra árinu 2008 og aldrei heyrast meir..þar sem við erum að yfirgefa efnishyggjuna og verða svolítið vitrænni og andlegri en við höfum verið En samt..kjólar eru spennandi og skemmtilegir..sá einn glitrandi úr gulli í glugga á laugaveginum!  Ahhhh....

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.12.2008 kl. 22:17

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hér er minn uppáhalds eftirréttur.

Gleðilegt ár 

Ágúst H Bjarnason, 31.12.2008 kl. 00:10

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hei sastu á kaffihúsi?

Af hverju komsekki?

Ég saknaði þín.

Lýst vel á marensinn.  Svo er sniðugt að henda granatepilisteinum yfir hann, þeir líta út eins og jólaljós.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.12.2008 kl. 07:57

8 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Æi ég er alveg tóm! Ostakaka er ágætis lending... tekur enga stund og skrilljón bragð-útgáfur

En mér list voða vel á uppskriftina hans Ágústs þarna uppi! Sjáumst í dag!

Heiða B. Heiðars, 31.12.2008 kl. 10:11

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kæri bloggvinur, ég óska þér gleðilegs nýs árs og þakka fyrir skemmtileg kynni á árinu megi nýja árið færa þér hamingju og gleði. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 31.12.2008 kl. 17:05

10 identicon

Heil og sæl; Katrín, og þið önnur, hver hér hafið viðkomu !

Um leið; og ég býð þig velkomna, í spjallvinahóp minn, þakka ég þér drenglyndið og einurðina, gagnvart óþokkum þeim, sem eru að koma landi og fólki og fénaði, á vonarvöl.

Lifðu heil; og allt þitt fólk, Katrín Snæhólm !  

Með baráttukveðjum /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 17:26

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Eftir gærdaginn og mótmælin við AUsturvöll er það algerlega ljóst hverra erinda fjölmiðlarnir ganga og Sigmundur Ernir hefur eftir lygar og rangfærslur á atburðum misst alla mína tiltrú. Og ég sem hélt að hann væri traustsins verður. En svona er lífið...og við höldum áfram að mótmæla spillingunni sem alls staðar grasserar. Ég ætla ekki að blogga um gærdaginn strax..þarf aðeins að hugsa um hann en bendi á fantagóða grein hjá Jenný Önnu bloggvinkonu  um Kryddsíldina og slóðina sem hún setur inn í pistil sinn sem sýnir svart á hvítu hvernig þetta fór allt fram. Ekkert er eins og það sýnist í fjölmiðlunum gott fólk.

Munið svo að fagna nýju ári með von og bjartsýni í hjarta. Það er líklega það eina sem við eigum eða getum átt eftir gjörningana sl ár. Jú auðvitað . Ég gleymi því mikilvægasta. Samtöðuna sem vex bara núna með hverjum deginum.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.1.2009 kl. 14:52

12 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Gleðilegt ár elsku Katrín, hlakka til að sjá ykkur öll á sunnudaginn

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 2.1.2009 kl. 15:27

13 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gleðilegt ár, elsku Katrín! Mæli með uppskrift Ágústs, ég ætlaði að gefa þér tilbrigði við hana, en sé að þessi er ENN betri!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.1.2009 kl. 22:58

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gleðilegt ár elsku Katrín og takk fyrir frábæra viðkynningu á árinu.

Marta B Helgadóttir, 2.1.2009 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 310926

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband