Leita í fréttum mbl.is

Tíminn er NÚNA!!! Baráttan er hafin.

Má eiginlega ekki  vera að því að blogga..hef verið að lesa yfir fréttir og blogg eftir atburði næturinnar.

Harkan sem BB boðaði í gærmorgun er greinilega innleidd. Það er auðvitað barnaskapur að ætla að þeir sem hér hafi völdin og auðinn muni leyfa að valdabáti þeirra sé í alvöru ruggað án þess að þeir bregðist harkalega við. Víla ekkert fyrir sér að beita gasi, kylfum, lögregluher, þöggunum, kúgunum, óttaáróðri og bara hverju sem þarf. Völdin munu þeir aldrei láta baráttulaust og það segir sig sjálft að nú er farið að fara um þá þegar þeir sjá að okkur er fúlasta alvara með að við krefjumst breytinga og að spillingunni sem gegnsýrir samfélagið okkar verði útrýmt.  

Það færist harka í málin...ég dreg til ábyrgðar ráðamenn sem hafa skellt skollaeyrum við ákalli fólksins sem hefur staðið friðsamt á götum úti svo mánuðum skiptir. Það er margbúið að vara þau við að svona geti farið..en svo hella þau olíu á eld í hvert sinn sem þau opna munninn í fjölmiðlum eða á fjöldafundum með hroka sínum og vanvirðingu við fólkið í landinu. Og senda svo alvopnaða lögreglu á fólkið þegar það bregst við ömurleikanum sem við blasir með þau orð á vörum að þau séu hreint ekkert á förum enda séum við dauðvona og grafin án þeirra. Hvílík firring!!!!

Því miður leynast í röðum hins almenna mótmælanda fólk sem vill fæting og ofbeldi...eins er innan raða lögreglunnar. Þar leynast inn á milli fantar sem vilja það líka.  Við hin sem erum þúsundir skulum halda áfram baráttunni af krafti styrk og samstöðu og gefum ekki tommu eftir..án ofbeldis eins lengi og við getum.  Við skulum ekki leyfa neinum að rugla saman baráttu fólksins í landinu gegn grímulausu valdinu....við ofbeldisverk fárra. Lögreglan má líka alveg passa sig að vera ekki stöðugt að ögra. Vöndum okkur, tölum saman og verum virkilega vakandi í dag og næstu daga og höldum hópinn. Verjum okkar fólk og grípum inní þegar ofbeldi er að brjótast út. Það vill enginn að fólk stórslasist hér.

Þegar ég tala um "okkar fólk" á ég við að við verjum hvern þann sem veitst er að með ofbeldi..hvort sem það er almennur borgari eða lögreglumaður við störf sín og HINDRUM ofbeldi.

Friðsamir mótmælendur merkja sig nú með appelsínugulu!!!

Vinnum þetta saman..sjáumst á Austurvelli með troðfulla potta af friði og krafti..og sigri okkar fyrir réttlæti!!! Tíminn er NÚNA!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábært þið eruð hetjur!  Allt sem þeir gera ykkur gera þeir mér, hvert kylfuhögg piparúði eða táragas.  En vonandi fer allt friðsamlega fram.  það er ekki undir mótmælendum komið eins og lögreglan segir, heldur undir Lögreglunni, það virðist nefnlega vera að þeir byrji alltaf.  Það er rétt að halda því til haga.

En gott gengi Katrín mín og aðrar hetjur!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2009 kl. 09:53

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er að safna liði! Sjáumst vonandi seinni partinn. Ég hringi í þig.

Hrönn Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 10:09

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já Hrönn. Þegar ég gekk í gegnum bæinn í gærkveldi eftir velheppnuð og frábær mótmæli við Þjóðleikhúskjallarann var ég með von í brjósti en samt sat í mér óhugur. Stoppaði og talaði við strákana sem voru að spúla alþingi eftir eggjakst dagsins og málingarslettur..á Bílnum þeirra stendur ALLT AF. Ég spurði hvort þeir ættu ekki fyrirtæki sem héti ALLT ÚT og hvort það gæti ekki hreinsað út úr alþingi fyrir okkur vanhæfu ráðamennina) Þá vissi ég ekki hvað beið í nóttinni..en ég heyrði lætin heim tíl mín og hugsaði hvort é ætti að kíkja niðureftir en ákvað að gera það ekki því ég var svo þreytt eftirdaginn og kvöldið.

Fékk símtal áðan frá bretlandi þar sem ég var spurð hovrt ég væri í lagi eftir nóttina..birtist víst mynd af okkur að mótmæla í einhverju stóru blaði þar. NÚ verða vinir mínir í englandi steinhissa að sjá að ég hef breyst í byltingarsinna..en vita þó vonandi eins og ég að ég er og verð friðsamur bytlingarsinni.

Hvað mun þessi dagur bera í skauti sér???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.1.2009 kl. 10:27

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Tökum upp appelsínugula litinn til að aðgreina okkur frá þeim sem vilja skemma friðsöm mótmæli.  Takk fyrir að standa vaktina Katrín.

Sigrún Jónsdóttir, 22.1.2009 kl. 11:24

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Var að koma heim úr bænum..stöðugt bætist í MÓTMÆLENDAhópinn. Kom bara til að finna mér eitthvað appelsínugult til að merkja mig með og fleiri yfirhafnir.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.1.2009 kl. 12:14

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Kæru bloggvinir og samherjar..vinsamlegast skrifið allar athugasemdir með appelsínugulu framvegis hjá mér sem tákn um samstöðu gegn ofbeldi af öllu tagiLÍKA OFBELDI RÍKISSTJÓRNARINNAR!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.1.2009 kl. 12:26

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jebb, þeir munu nota allar þekktar og óþekktar leiðir til að troða okkur í skítinn. Þeir munu nota öll ljót orð og ljót orðatiltæki sem þeir þekkja til að lítillækka þjóðina. Kalla okkur lýðskrumara, skríl, lukkuriddara, tækifærissinna og hvað eina. Við vitum betur og látum þá ekki draga okkur niður á þeirra plan. Við gefumst ekki upp!

Arinbjörn Kúld, 22.1.2009 kl. 14:12

8 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Appelsínugult skal það vera hér. En hvort ég láti mig hafa það að kláðast þeim lit er svo annað mál!

Ævar Rafn Kjartansson, 22.1.2009 kl. 14:21

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sammála þér í öllu

Hólmdís Hjartardóttir, 22.1.2009 kl. 18:15

10 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Sammála..

Ég er minn fulltrúi... þarna og ber ábyrð á mér og mun ekki beita ofbeldi... það er allt og sumt sem ég þarf að gera.  

Brynjar Jóhannsson, 22.1.2009 kl. 18:42

11 Smámynd: halkatla

Gangi ykkur rosalega vel

halkatla, 22.1.2009 kl. 19:48

12 Smámynd: Vilborg

Er svo þakklát fyrir fólk eins og þig!!

Er með ykkur í anda :o)

KNÚS  

Vilborg, 23.1.2009 kl. 00:51

13 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Vitið þið að lögreglan fór úr varðstöðu sinni við alingi í gærkveldi og við þessi appelsínugulu tókum við..og það heppnaðsit fullkomlega?

Þetta var mögnuð stund..við stilltum okkur upp fyrir framan lögreglumennina og svo laumuðu þeir sér bara í burtu. Og það voru allir almennilegir, mótmælendur, lögreglumenn og aðrir borgarar. Svona á þetta að vera. Með samstöðu og samvinnu er allt hægt. 

Mér fannst þetta táknræn og merkileg stund. Svona skrifast nefninlega sagan...af mörgum litlum merkilegum skrefum. Sjáumst á Austurvelli í dag. Og þið getið séð mig á forsíðu fréttablaðsins í dag Gasalega fín og sæt hrópandi eins hátt og ég gat..Vanhæf ríkisstjórn!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.1.2009 kl. 09:20

14 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Langflottust

Arinbjörn Kúld, 23.1.2009 kl. 23:50

15 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þú ert ekkert smáfín framan á Fréttablaðinu í dag ofurmótmælandinn þinn Svo skilst mér að þú munir skreyta frummælendapall á morgun á Austurvelli!? Ef satt reynist langar mig til að óska þér góðs gengis. Ég vona að ég megi vera svolítið stolt af þér líka! Ég get líka boðist til að bera hluta stoltsins með þér svo það sligi þig ekki

Rakel Sigurgeirsdóttir, 24.1.2009 kl. 01:55

16 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Úpps! Datt allt í einu í hug að það ætti nú að vera hægt að komast að því hverjir væru með framsögu á morgun og uppgötvaði þannig að það er einhver reginnmisskilningur að þú sést að flytja ræðu á morgun en það fer að líða að því er það ekki

Rakel Sigurgeirsdóttir, 24.1.2009 kl. 02:00

17 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég er búin að skrifa ræðuna enda var planið að ég flytti hana í dag..en svo urðu smá áherslubreytingar...en minn tími mun koma!! Sjáumst öll á Austurvelli!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.1.2009 kl. 05:07

18 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gangi ykkur vel að vera appelsínugul. það er svo mikilvægt að mótmæa friðsamlega, til að skapa ekki ofbeldisorku í kringum sig. í þeim átökum sem hafa verið hérna í dk, hefur siggi (sonur minn) klæðst kanínubúning og gengið á milli þáttakenda og deilt rósum, bæði til lögreglu og mótmælanda, það er sterk leið sem hefur vaktið athygli, að sameina í staðin fyrir að sundra.

KærleiksLjós frá konu í Lejrekotinu 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 07:37

19 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þinn tími er kominn Katrín mín ef það hefur farið fram hjá einhverjum ættu þeir bara að líta framan á Fréttablaðið frá í gær Ég ætla að gera ráð fyrir að ég fái að sjá eða heyra ræðuna þín þegar þar að kemur og segi þess vegna: hlakka til

Rakel Sigurgeirsdóttir, 24.1.2009 kl. 13:51

20 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Frábært að hitta þig í dag ofurmótmælandi! Vona svo sannarlega að þú steinsofir á þínu mótmælendaeyra.

Hrönn Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 23:41

21 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.1.2009 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband