Leita í fréttum mbl.is

Borgarhreyfingin komin í 3.4% og er ekkert að hægja á sér og ég ekki heldur!

Það er búið að vera svo mikið að gera að ég hef ekki einu sinni getað bloggað eða hvílt mig almennilega og þess vegna er best að fara að halla sér og nota tímann meðan ég ligg á koddanum og skipuleggja vel næstu fjórar vikur með sjálfri mér og muna eftir að setja bloggið á listann svo það gerist ekki aftur að ég gleymi því.  Þetta eru bara svo spennandi tímar og breytingarnar liggja í loftinu. Ég finn lyktina af lýðræðinu og kjarki þjóðar sem er tilbúin að stíga skrefið og taka völdin í sínar eigin hendur.

Ég er með eina ferlega fína bloggfærslu í höfðinu en ég verð að spara hana þar sem hún gæti orðið eitthvað annað og meira en bloggfærsla. Kemur í ljós á mánudaginn.

Þangað til ætla ég að funda, safna meðmælendum fyrir Borgarahreyfinguna og fara í tvær fermingarveislur.

Já og svo ætla ég í framboð.

Hvernig líst ykkur á það að húsmóðir sem vaknaði upp með byltingu í blóðinu  og knýjandi þörf fyrir breytingar í hjartanu sl haust, kona sem barði saman pottum og pönnum og klæddist appelsínugulu þrátt fyrir allar fyrri yfirlýsingar um að hún væri sko ekki pólitísk bjóði sig nú fram til Alþingis? Sjáið þið ekki hvað ég myndi smellpassa þarna inn? 

Ég og hinir pólitíkusarnir alveg sveitt við að breyta kosningalögunum, setja stjórnlagaþing fólksins og auka lýðræðið um mörg hundruð prósent. Byggja grunninn að góðu framtíðinni sem ég trúi að bíði okkar ef við bregðumst ekki skyldum okkar og leggjum okkar af mörkum á hvern þann hátt sem við getum. Öll saman hvert og eitt einasta okkar með hæfileika, reynslu, getu og þekkingu til að leggja í púkkið.

Við förum fram með slagorðinu Þjóðin á þing og ég segi það og skrifa "Ég er þjóðin" eða a.m.k einn þrjúhundruðþúsundasti af henni og það ert þú sko líka:)

Og af því ég talaði um það hér fyrr í færslunni að ég væri ekki og hefði ekki verið pólitísk þá vil ég bæta því við að það stendur enda er ég algerlega þverpólitísk rétt eins og BorgarahreyfinginWink

xo.is

                                                                        

200512562-003


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég vona að þú og aðrir frambjóðendur Borgarahreyfingarinnar fáið frábæra kosningu inn á þingið, ekki veitir af.  Ég kem um helgina á Laugaveginn og skila meðmælalistunum.  Ekki fékk ég marga til þess að skrifa undir, fólk virðist hrætt við þetta nýja framboð. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.3.2009 kl. 01:47

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 Ánægð með þig!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.3.2009 kl. 08:47

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mér finnst það grundvöllurinn fyrir raunverulegu lýðræði að ný framboð geti komið fram og að allir eigi að leggja sitt af mörkum til að svo geti orðið. Þeir sem skrifa undir átta sig alveg á því að undirsktriftin er ekki skuldbinding á nokkurn hátt heldur er verið að greiða fyrir að nýtt fólk fái tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri.

Annars hef ég ekki orðið vör við annað en að fólk sé verulega spennt fyirir þessum möguleika sem Borgarahreyfingin er og við finnum fyrir miklum meðbyr og stuðningi eins og hefur bara sýnt sig í gegnum skoðanakannanir þar sem fylgið eykst hressilega á milli vika

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.3.2009 kl. 08:52

4 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Já Katrín, við erum sko þjóðin!

Þjóðin á þing!

Gott gengi........

Soffía Valdimarsdóttir, 28.3.2009 kl. 10:30

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Baráttukveðjur mín kæra og til hamingju þið með frábæra fylgisaukningu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.3.2009 kl. 12:03

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þú værir flott á þingi. Það komin tími til að venjulega fólkið taki sínar eigin ákvarðanir varðandi framtíð sína þar sem það á að borga fyrir þjófnað örfárra og axarsköft 63 einstaklinga á þingi.

Arinbjörn Kúld, 28.3.2009 kl. 12:39

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Bara ÆÐI!!! Katrínu á þing!

Guðríður Haraldsdóttir, 28.3.2009 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband