Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Dvel ég í draumahöll?

10050047

Það sveimar draumur yfir húsinu mínu og þarf að komast til jarðar.

Og það um miðjan dag.

 Hann hlýtur að flytja mikilvæg skilaboð.

Farin að leggja mig.


Verðlaunasagan!!!

Til hamingju óskráður soll með söguna þína hún fékk langflestu atkvæðin enda skemmtilega skrifuð og dularfull. Þú mátt núna senda mér mail kbaldursdottir@gmail.com eftir að þú hefur valið þér print af einu málaverki eða teikningu í galleríinu mínu og færð þá sent með hraði.

Föstudagurinn þrettándi

Föstudagurinn 13. apríl byrjaði eins og hver annar dagur. Það var rigning, svo að ég greip með mér regnhlíf áður en ég lagði af stað í vinnuna. Ég fer alltaf af stað á slaginu átta og gef mér góðan tíma til að ganga niður í bæ.

Ég var varla kominn út á gangstétt þegar svartur köttur kom hlaupandi yfir götuna og skaust inn í húsasund. Eflaust hefði einhver séð þetta sem slæman fyrirboða, sérstaklega á þessum degi, en ég er ekki hjátrúarfullur maður.

Þennan dag virtist rigningin koma úr öllum áttum, svo ég hraðaði mér áfram. Neðarlega á Laugaveginum hafði einhver skilið eftir stiga sem hallaðist upp á húsinu. Ég ákvað að ganga undir stigann, bara til þess að sýna að ég væri ekki hræddur við hindurvitni.

Mér varð litið til hliðar, þegar ég bjóst til að ganga undir stigann. Í kjallara hússins var kaffihús, sem ég hafði aldrei tekið eftir áður. Þó að klukkan væri ekki orðin hálf níu var búið að opna og freistandi ilmur af kaffi barst út um hálfopnar dyrnar. Ég ákvað að vera djarfur og fá mér einn kaffibolla, áður en bankinn opnaði.

Stúlkan við afgreiðsluborðið var með sítt, svart hár og fallega græn augu undir síðum toppi. Hún talaði með örlitlum hreim, sem gerði hana enn meira aðlaðandi. Ég pantaði cappucino og fékk mér sæti. Skömmu síðar kom stúlkan með kaffibollann. Hún hafði skreytt froðuna með mynd af páfugli. Ég þakkaði henni fyrir og hún brosti til mín. Viltu ekki frekar sitja hérna á bak við? sagði hún, og benti á þungt, dökkgrænt flauelstjald sem hékk við endann á salnum.

Venjulega hefði ég setið kyrr og klárað kaffið, en eitthvað við þessa stúlku gerði mig forvitinn, svo ég fór á eftir henni á bak við tjaldið. Þar tók við lítill glerskáli og þaðan var hægt að ganga út í trjágarð. Í garðinum var margt fólk saman komið og einhver sýning virtist vera í gangi. Þarna var töframaður með pípuhatt sem lék sér að því að kasta alls kyns hlutum upp í loftið, trúðar sem skemmtu áhorfendum og piltur sem lék á flautu.

Það hafði stytt upp og engin bleyta var sjáanleg í garðinum. Ég leit í kringum mig eftir stúlkunni, en sá hana hvergi. Þá tók ég eftir svarta kettinum sem spásseraði á milli fólksins. Var þetta sami kötturinn og ég hafði séð fyrr um morguninn? Nei, það gat ekki verið. En ég ákvað samt að elta köttinn og fljótlega sá ég stúlkuna aftur við enda garðsins. Hún benti mér að setjast hjá sér og við horfðum saman á skemmtunina.

Allt í einu varð mér litið á klukkuna. Hún var næstum orðin níu og ég var orðinn of seinn. Á tíu ára ferli hafði ég aldrei komið of seint. Ég stóð snögglega upp, svo að skvettist úr kaffibollanum. Stúlkan reyndi að fá mig til að vera lengur, en ég varð að fara. Ég tróðst í gegnum mannfjöldann og það virtist vera helmingi fleira fólk þarna en mér hafði sýnst í fyrstu. Loksins komst ég þó fram fyrir græna tjaldið, inn á kaffihúsið og út á stétt.

Það var aftur byrjað að rigna þegar ég kom út og ég hljóp við fót niður Bankastrætið. Ég kom sveittur og andstuttur í vinnuna og muldraði einhverjar afsakanir, um leið og ég kom mér fyrir á mínum stað. Mér varð samt lítið úr verki, aldrei þessu vant. Allan daginn sá ég fyrir mér grænu augun og vonbrigðin í svip stúlkunnar, þegar ég fór. Ég hafði ekki einu sinni spurt hana að nafni!

Eftir vinnu hraðaði ég mér upp Bankastrætið. Ég var ekki lengi að finna húsið, þó að stiginn væri horfinn. Þarna var kaffihúsið ennþá, en stúlkan var ekki lengur að afgreiða. Í hennar stað var kominn feitur maður með þunnt hár og fýlusvip. Ég spurði hann hvort stúlkan sem hefði verið að afgreiða um morguninn væri við, en hann þóttist ekki skilja mig. Það vinnur engin stelpa hér, svaraði maðurinn stuttaralega. Bara ég og konan.

En ég kom hingað um hálf níu og hún var á bak við afgreiðsluborðið, mótmælti ég. Við opnum ekki fyrr en klukkan tíu, sagði maðurinn og sneri sér að kaffivélinni. Ég æddi að enda kaffihússins og svipti græna tjaldinu til hliðar. Þar blasti við mér grár veggurinn. Hvar er garðskálinn? spurði ég manninn. Það hnussaði í honum. Garðskálinn? Hvað heldurðu að þetta sé? Hér er bara þessi salur og svo eldhúsið á bak við.

Ég hrökklaðist út á gangstéttina og gekk heim. Þar reyndi ég að dreifa huganum, en það eina sem ég gat hugsað um var stúlkan. Hver var hún? Hvaða fólk var þetta? Hvaðan komu þau? Ég leitaði að upplýsingum um erlendan sirkus eða töframenn sem gætu hafa verið í heimsókn, en enginn slíkur hópur var í bænum. Ég setti smáauglýsingu í dagblaðið, en enginn svaraði.

Stundum sé ég dökkhærðar stelpur með sítt hár og elti þær uppi, en það er aldrei hún. Mig dreymir hana á nóttunni og þegar ég vakna heyri ég óminn af flautuleik. Ég hef mörgum sinnum farið aftur á kaffihúsið og ég hef skoðað alla bakgarða við Laugaveginn, en ég hef aldrei fundinn garðinn aftur.

Soll (Óskráður, IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 23:28

Myndirnar sem sögurnar voru skrifaðar eftir eru í færslu hér neðar sem heitir Ég gef þér 5 myndir og þú skrifar sögu.

Innilega til hamingju og kærar þakkir fyrir þátttökuna þið öllHeart


Englar á hlaupabrautum?

Einu sinni var kona

húsmóðir

vinnukraftur

þreytt

móðir

sem vildi meira en vera bara þreytt

og alltaf á eftir því sem henni fannst skipta máli.

 Með gemsann límdann við eyrað, hver átti að vera hvar og ég of sein til að vera þar sem ég átti að vera. Flýtið ykkur var viðkvæðið. Við erum of sein. Öll fjölskyldan var of sein til að lifa þessu lífi. Ansans. Aldrei neinn tími og allir alltaf pirraðir og þreyttir og vildu ekki eiga samskipti enda var orkan á þrotum fyrir eitthvað almennilegt eftir hlaup dagsins.

Uss!!!!

life

Núna göngum við hægt um lífsins dyr...borðum minna, eigum minna og krefjumst minna.

Þrífum og þvoum líka minna sem er nútíma lúxus...ekki satt?Joyful

Látum okkur nægja hvort annað, látum okkur nægja grænmetissúpur og brauð, gamla skó og slitnar flíkur og skóg. Náttúru og bláklukkur sem eru ekki á hraðferð. Faðmlög og nærveru í rólegheitunum. Við erum sko ekki flottust. Toppurinn er skakkt klipptur og strípurnar agalega upplitaðar. Leigan frekar lág. En við erum hér og nú og njótum lífs. Elskum hvort annað á rólegu nótunum og höfum tíma. Liggjum og lesum eða höngum í garðinum og spekúlerum í hvort helginni sé betur varið í göngutúr með nývöknuðum bláklukkum sem syngja hljóðlega eða spennandi eldamennsku úr grænmeti sem þarf að notast.. fyrr en seinna!

200459499-001

Iss mér er sama þó ég eigi ekki dragtina,eða skóna með tánni...hárið á mér er um allt og það er svo í lagi þar til ég kem heim í borgina mína á landinu mínu. Þá sé ég að ég fell ekki í kramið svona úfin og alsæl. Og verð vansæl yfir hárinu og laginu á tánnum á skónnum mínum. Úrelt tíska.

Held ég haldi mig hér.

 Með bláklukkum og dádýrum sem eru bara og anda rólega og horfa hægt. 

 Af því að þar er svo gott að vera til á eigin forsendum og hætta að hlaupa og keppast við að vera betri en þú.

Stíga af hjólinu.

Er ekki fyndið að flestir eru á harðahlaupum við að halda sér á lifsgæðakappshjólinu og loksins þegar þeir eiga fría stund henda þeir sér á hjólið í líkamsæktinni flottu þar sem allir keppast við að hlaupa enn meir á tilbúnu hlaupabrautunum??? Svitna meir en sá á næstu braut.

 Allir út að hlaupa!!!!Ekki stoppa.

Andaðu og hugsaðu og finndu. Hvar ertu týnd/ur???

10122649

Engill í snjókomu???

Hvar er eiginlega sólin???

Andaðu.

Það er svo mikið fjör að vera til í rólegheitunum!!!

 

 


Kosning hafin um bestu söguna...endilega vertu með.

Jæja þá er fresturinn útrunninn til að semja sögu um myndirnar 5. Þið verðið bara að skrolla niður að færslunni  Ég gef þér 5 myndir og þú skrifar sögu hér á blogginu því ég kann ekki að setja link. Kosningin stendur  til kl 10.00 í fyrramálið og þá verður sigurvegarinn kynntur!! Ég þakka öllum sem tóku þátt kærlega fyrir og við getum vonandi endurtekið leikinn síðar. Þessar sögur voru hver annarri skemmtilegri. Vinningshafinn fær svo að velja sér eftirprentun af einu málverkanna í gallerínu mínu og fær það sent til sín. Vinsamlegast kjósið og setjið atkvæði ykkar í athugasemdir við færsluna þar sem sögurnar eru. Höfundar mega kjósa..bara ekki sjálfa sig!

Vegna nokkurra fyrirspurna kem ég því hér með á framfæri að eftirprentun af stærð A4 kostar 4.500 kr og stærð A3 kostar 6.500 kr. Pantanir eru teknar í gegnum e mailið mitt kbaldursdottir@gmail.com

Og fyrst þetta er svona tilkynningatafla gleður það mig innilega að tilkynna að við bloggvinkonur sem þekkjumst ekkert nema í gegnum bloggið höfum fengið inni í Ráðhúsi Reykjavíkur með samsýningu sumarið 2008 í ágúst. Þessi litla hugmynd sem kviknaði hér er að verða að raunveruleika...já svona getur margt gerst skemmtilegt. Veit þið eruð öll spennt að koma og sjá okkur og við jafnspenntar að sjá ykkur. Frábær leið til að kynnast betur. Við erum 4 sem höfum staðfest þátttöku en það er Guðný Svava sem heldur utan um þetta heima. Við hinar erum nefninlega staðsettar á spáni, grikklandi og englandi. Ipanama. zordis, Zoa, Elín Björk og ég.

p025               

Zordís

gerdur malverk

ZOA

scan0010hef_arfruin_7

Guðný Svava

sköpun

Katrín

c_documents_and_settings_all_users_documents_my_pictures_kodak_pictures_2007-04-25_100_6193

Elín Björk


Að vita meira og meira, meira í dag en í gær.

10046320

Nenni ekki að blogga neitt...var að klára allt blekið í prentaranum við að prenta út gasalega spennandi efni sem ég ætla að taka með mér í rúmið og lesa fram á nótt. Þá vakna ég mun vitrari í fyrramálið. Batnandi konu er best að lifa. Það er svo ótrúlega mikið sem ég á eftir að læra. Alveg hreina satt sem einhver sagði einhverntímann..örugglega spekingur. Eftir því sem maður lærir meira því betur kemst maður að því hvað maður veit  í raun lítið. Er samt spennt að skoða þetta mál betur...fjallar um þetta vídeó sem ég setti inn fyrr í dag. Um hvernig tilfinningarnar hafa áhrif á heilsuna og hvernig lækning getur orðið með heilun á þeim. Svo nú er ég búin að prenta út fullt af efni um málið til að skoða betur. Já ég er bara svona. Þarf alltaf að vita meira og meira..meir í dag en í gærInLove Fæddist með þessa óendanlegu forvitni og fróðleiksfýsn.

Sofið rótt og munið að setja allar neikvæðar hugsanir og tilfinningar út fyrir áður en þið farið að sofa elskurnar. Það bætir hressir og kætir eins og rautt ópal og malt. Gefur meira að segja frísklegra útlit líka!!!


ÞETTA VERÐUR ÞÚ AÐ SJÁ!!!!

http://www.emofree.com/splash/video_popup.asp

Þessi veröld okkar er svo undursamlega frábær. Það er allt mögulegt!!!!

Ég hef farið í svona tapping og það var algerlega ótrúlegt!

LIFIÐ HEIL!!!!!

200254232-002


Gef þér 5 myndir og þú býrð til sögu

sjónhverfingar

218639

10046791200293410-001

clownsand the bible

Notaðu nú hugmyndaflugið og búðu til sögu út frá þessum myndum.

Verðlaun í boði fyrir bestu söguna!!! Sá/sú sem kemur með bestu söguna fær að velja sér print úr galleríinu mínu. Printin eru stærð A4 eða A3.

Bloggarar kjósa svo bestu söguna á miðvikudaginn!!! Og látið nú hugmyndaflugið fljúga!!Wizard

 


255 færslur

Ég lofaði að gefa ykkur eitthvað sætt eftir ferð mína til London í gær. Eftir að hafa skoðað rauðu tveggja hæða strætóana, Tindátana fyrir utan höll drottningar og postulínsveggdiska með mynd af Díönu prinsessu þá fannst mér að ég ætti að gefa ykkur eitthvað sem skipti meira máli.  Eitthvað sem fengi ykkur til að hugsa og humma og velta fyrir ykkur. Ég ætla að deila með ykkur minningu frá London. Og engri venjulegri minningu. Hún er súrrealísk og óraunveruleg en dagsönn. Líf mitt er troðfullt af óraunverulegum upplifunum og atburðum sem eru samt eins sannir og ég sit hér og hamra á lapptoppinn minn. Af hverju veit ég ekki. Það er lífsverkefnið mitt að finna út úr þessu öllu.

Café London

Fyrir nokkrum árum þegar ég var liststúdent fórum við nemendur til London að sjá sýningu í Tate safninu í London. Fórum að sjá samsýningu Picasso og Matisse. Svarnir óvinir var sagt um þá í lifanda lífi og voru víst alltaf að metast um hvor væri betri málari og máttu varla hvorn annan sjá. Man eftir einu verki Picasso. Auður stóll í herbergi með yfirgefinn pensilinn liggjandi á stólnum, ærandi þögnin og söknuður eftir vini og samherja.  Málaði þá mynd eftir dauða Matisse. Held þeir hafi nefninlega elskað hvorn annan svona í alvörunni. Skilið og deilt listinni og á stundum þjáningarfullri leið hennar.

Til að ég myndi nú ekki gleyma þessari skemmtilegu ferð í listasafnið keypti ég tímarit sem selt var niðri í miðasölunni og fjallaði um þessa sýningu. Eftir miklar háfleygar pælingar og viturleg ummæli um öll þessi listaverk ákváðum við nokkrir vinir að fá okkur kaffitár á kaffihúsinu á 7. hæð safnsins og njóta um leið útsýnisins yfir Thames ánna. Vinir mínir úr skólanum voru skondnir og skemmtilegir. Við vorum flest mjög hippalega til fara enda að koma úr listaskólanum í sveitinni og djúpum pælingum Steiners alla daga . Áttum aldrei peninga fyrir neinu og það skipti máli hvað kaffi kostaði. Sátum einmitt við borð saman, ég og kona frá Búkarest sem skellihló alltaf af öllu, og tveir karlar. Annar sérvitur prentari úr sveitunum fyrir norðan og hinn gamall hippi sem hafði miklar áhyggjur á þessu okri á kaffinu í London. Meðan þau voru að skoða kaffilistann og bera saman verð á kaffi víða um evrópu fór ég að fletta tímaritinu sem ég hafði keypt mér. Þar rakst ég á grein sem vakti athygli mína. Hún eiginlega greip mig og hélt mér fastri. Fjallaði um Brasilískan eða belgískan ljósmyndara sem tekur myndir af hinum Landlausu. Fólkinu sem á hvergi heima. Á hvergi land sem það hefur rétt á að ganga á. Hvernig er hægt að vera jarðarbúi og mega ekki ganga og lifa á jörðinni??

Með þessari grein fylgdu magnaðar myndir. Ein var heilsíða af lítilli stúlku. Ekki meira en svona 9 ára gamalli. Standandi ein í rykugri auðn svo skítug og svo sorgmædd og týnd. Með dökkt flókið hár og illa klædd í einhverjar fatatægjur. Og augu. Augu sem heltóku mig og soguðu mig inn í sig. Full af áleitnum spurningum og landleysi. Allt í einu var ég hún. Ég stóð í auðninni og fann þreytuna og vonleysið heltaka mig. Reyndi með þurri tungunni að sleikja rykið af vörunum og fann fyrir litlum steinvölunum sem ég stóð berfætt á. Svo magnvana og aum, en samt á sama tíma svo dugleg að lifa af hvern dag í einskis manns landi. Finna mér pláss þar sem ég væri ekki rekin burtu rétt á meðan ég hvíldi mig fyrir óendanlega gönguna. Vitandi að fætur mínir áttu engan réttinn til að ganga á landinu. Það væri brot gegn lögum og reglum einhverra að leyfa steinvölunum að meiða fætur mína. Jarðarbúi sem mátti ekki vera á jörðinni. Og ég var hún og var búin að vera alla hennar ævi. Hafði enga vitund  um að "ég" væri í raun húsmóðir sem ákvað á miðjum aldri að fylgja minningu um að vera listakona og rithöfundur til annars lands og láta á sjálfa sig reyna. Sem mátti stíga niður fæti hvar sem henni þóknaðist og labba berfætt og eiga réttinn til landsins. Jarðarinnar.

Ég flaug, sogaðist. Eins og með krafti sem náði í gegnum tíma og rúm og hávaðinn var á við herþotu á ógnarhraða. Kom utan úr fjarskanum og í gegnum vegginn á kaffihúsinu þar sem safngestir hvíldu lúna fætur og fengu sér kaffisopa. Veggurinn splundraðist og ég lenti á borðum og stólum og fólki og kaffibollum áður en ég magalenti á miðju gólfinu. Lá þarna hreyfingarlaus og þorði ekki að anda. Þorði ekki að opna augun og sjá allt messið í kringum mig. Gat samt ekki alveg skilið hvernig og hvað gerðist. Tók mér óratíma að opna augun og mæta augnaráði hinna sem eflaust vildu skýringar á hvað ég héldi eiginlega að ég væri að gera. Opnaði augun varfærnislega með dúndrandi hjartslátt.

Ég sat í stólnum við kaffiborðið með vinum mínum og þeir voru enn að spá og spekúlera í verðinu á kaffinu. Mikael vinur minn var bara rétt að sleppa orðinu sem hann var að byrja að segja mörgum árum áður. Níu árum áður. Þau höfðu ekkert tekið eftir fjarveru minni og lífið gekk sinn vanagang. Klukkur tifuðu, fólk drakk kaffi og ég var uppfull af tilfinningu um að lífið er ótrúlega skrítið og óútskýranlegt á stundum.  En samt alveg hreina satt. Og eftir situr tilfinning og vitund um að við erum öll eitt.  Að það sé blekking að halda að aðrir komi okkur ekki við. Ég geymi þetta tímarit og skoða stundum myndina til að minna mig á. Set hana hér með svo þið megið velta fyrir ykkur, hugsa og humma á sunnudegi.

landlaus

Þessi færsla er endurbirt. Þar sem þetta er færsla númer 255 fannst mér við hæfi að birta eina af uppáhaldsfærslunum mínum núna.


Góðan dag

thumbs up

Life is good!

Í morgun er ég búin að.....

Fara á fætur klukkan hálf sjö og gera ákveðið morgunverkefni.

Vekja krakkana í góðan morgunverð og spjalla í rólegheitum áður en farið var í skólann.

Fórum svo í yndislega skógargöngu og skoðuðum bláklukkurnar og kanínurnar með kærum vini og Kalla hundinum hans.

Tókum á móti öðrum kærum vini sem kom í morgunkaffi og áttum fróðlegt og skemmtilegt spjall um merkilega hluti.

Svo ég býst ekki við neinu öðru en að dagurinn haldi áfram að vera frábær og vona að þú eigir líka frábæran dag.

blóm og bý

Best að athuga hvað er næst á "to do" listanum mínum og ..

Then just do it!!!!

 


Ein trilljón dugar alveg!

Zordis og Gudny Svava listakonur veltu upp þeirri hugmynd á blogginu að hafa samsýningu listakvenna sem hafa kynnst á blogginu..veit ekki hvort við viljum karlpungana með í svoleiðis uppákomu. Afsakið orðbragðið og bara hugsunina. Auðvitað eru karlp...strákarnir velkomnir með held ég. Æ ræðum það síðar.

Mér finnst þetta alveg frábær hugmynd og auglýsi hér með eftir trilljóner með heitt hjarta sem væri til í að láta kannski eina litla trilljón renna til okkar sem kostun á þessari frábæru hugmynd sem myndi sko auðga listalífið á íslandi..já bara í öllum heiminum.

Trilljónerar hafa nefninlega svo oft skilið og aðstoðað listamenn og konur. Mér finnst það náttla mjög gott mál.

hagnaðurinn

Ég vil alls ekki segja að við séum fátækar listakonur því við erum það alls ekki. Við erum nefninlega mjög auðugar í sjálfum okkur og hamingjusamar og heppnar að fá að skapa og lifa með því ....og öðrum aukastörfum til að eiga salt í grautinn. Og þar koma trilljónerarnir inn í myndina. Þeir kaupa saltið og grautinn, strigann og málninguna..penslana og ýmislegt svona smálegt, borga húsaleiguna og strætómiðana svo það sé til tími pg pláss til að skapa listaverk með innsæi gyðja og kvenna sem finnst þær hafa margt að gefa inn í þessa veröld. Ljós og kærleika, bjarstýni og von, orð og liti, hamingju og hugarflugur,sálardansleiki og tindrandi tóna..úpps ég er kannski aðeins að missa mig hér. En samt..þetta eru góð býtti..ekki satt?

eveningangels

Betra að ég hafi þessa beiðni á ensku líka ef einhver sérvitur útlenskur trilljónamæringur rekst hér inn á íslenska bloggsíðu.

Dear mister trilljoner. Could you please be so nice to the best icelandic women artists to send us only one trillion to help us to have a wonderful art exhibition in Iceland soon? It would make the world a better place I promise you that.

Thank you very many, darling trilljoner! My e mail is kbaldursdottir@gmail.com

P.s Are you married?

I know a lady who is single and could like you. She is that kind of woman that you wouldn´t have to buy a car for..you would have to buy her a bus. Yah..maths made in heaven you two! Her name is Gurri. Dont´worry if you cant say RRRR Just say Guðði. She will understand beacause she lives in Himnaríki. Heaven with a view.

Sko..nú bíðum við bara spenntar eftir viðbrögðum og trilljóninni og komum svo fjúkandi yfir hafið áður en þið getið snúið ykkur við og setjum upp magnaða listsýningu sem verður sko engu lík. Því get ég lofað. Allar tillögur og aðstoð, góðar hugmyndir og smáaurar frá venjulegum bloggurum vel þegnir .

Blue_nude

Nú sit ég og bíð fallega eftir að þetta allt gerist.

Þolinmóð, þrautseig og þokkafull.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 310923

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband