Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Alls ekki setja hér inn bestu hugmyndina ykkar um nafn á Tónlistarhúsið..

..því ég gæti átt það til að stela henni og senda inn í keppnina og vinna hana. Það væri nú ekki skemmtilegt fyrir ykkur hugmyndasnillingar að láta bestu bloggvinkonu ykkar stela hugmyndinni og hirða verðlaunin..ha???

Er búin að raða í kringum mig alls konar sniðugum orðabókum, tilvitnanabókum og óskrifuðum blöðum ásamt því að búa til orðagaldrapott og það bullar og sýður í honum hugmyndasúpan ...og aldrei að vita hvenær það sýður uppúr!!! Sko annað hvort er maður með eða ekki. Ekkert hálfkák á þessu heimili.

Þar til verðlaunanafnið er komið verður að vera bloggpása meðan konu dreymir dýrðarnafn sem mun daðra fallega við  menningarlega heimsbyggðina .

Water-Serpents-II-c1907-Print-C10073262

 

 

 

 

 

 

En ef þið lumið á snilldarnafni sem ykkur langar alls ekkert að nota og vitið að það er vinningshugmynd, þá getiði alveg sett hana hér í athugasemdirnar.

Og þið hin..ekki voga ykkur að taka neitt úr mínu athugasemdakerfi sem er ekki ykkar.Devil

Þá gæti mín orðið reið...hviss!!! 


Ég elska lúxusbúff..núna þegar ég veit hvað það er!!

Heyrðu mamma, næst þegar þú ferð í búðina viltu þá kaupa Lúxus búff handa mér spurði sonurinn mig um daginn.

Lúxus búff...ha hvað er það?? Ég hef nú aldrei heyrt þetta áður...er þetta eitthvað nýtt.

Nei það eru allir í skólanum alltaf að borða svona Lúxus búff, það er ógeðslega gott, bara geðveikt gott.

Nói minn ,ég bara kveiki ekki..búff??  Ertu kannski að meina buff??

Já ...buff..Lúxusbuff!!

Er þetta matur..svona hakkabuff sem þið fáið í mötuneytinu eða...??

Nei..þetta er svona brúnt þunnt súkkulaði utan um hvíta karamellu eða svona hvítt stíft krem..ótrúlega gott nammi. Í grænu bréfi.

Loksins kviknaði á perunni hjá mömmunni..."Aha..Þú meinar Lindu buff er það ekki"!!!!

"Je whatever..allavega viltu kaupa svoleiðis næst þegar þú ferð í búðina"?

Síðan þá erum við búin að borða nokkur Lúxusbúff hér á heimilinu. Mamman að rifja upp sín unglingsár og sonurinn að ganga inn í sín. Kissing


Í konukolli....

Hmmm....

Móðir Jörð

Punktar.

Er einhver hér að lesa og stúdera bókina Hugmyndir?

Ég tími varla að skrifa neitt á auðu blaðsíðurnar í minni..er svo hrædd um að um leið og ég er búin að skrifa eina frábæra hugmynd á blaðið komi önnur og ég hafi ekki pláss fyrir hana og allar hinar. Svo blaðsíðurnar hvítu standa enn auðar en hugmyndir hrúgast á sama tíma upp í kolli mínum og festast hvergi á blað. Það er ekki nógu gott. Bæti úr því þegar ég er búin að hanna bók sem tekur tillit til þess að hún þurfi að vaxa og stækka með eiganda sínum.

Fór í bíó í kvöld með kærri vinkonu og við sáum In to the wild..og er enn að melta allt það stórkostlega úr þeirri mynd sem byggð er á sannsögulegum atburðum. Kannski veit ég betur í fyrramálið hvað mér finnst og hvað það er sem er að trufla mig úr myndinni. Kannski er það spurningin...Hvað skilur á milli manna  sem fara algerlega alla leið og hinna sem bara hugsa um það en finna ekki farveginn...hvað stendur í veginum og hvers vegna??

Og svo er ég líka að velta fyrir mér hvernig ég get skapað nýtt orð fyrir mínar nýju hugmyndir..þær passa bara ekki inn í gömlu orðin þar sem þau hafa tekið sér bólfestu og form sem eru orðin viðtekin og myndu framkalla allt annað en það sem ég er að meina.  Já það er margt að brjótast um í kolli konu sem þarf að bakast í nokkrar mínútur eða aldir í viðbót svo bakan verði alvöru.

 Hvernig sú þjóðarkaka smakkast mun svo koma í ljós.

drakodav071000150

 

 Það er kominn tími til að tengja!!!!!

Hvað lesið þið úr orðinu ÞJÓÐFÉLAG??? 

 

 

 

 

Um hvað er félag þjóðar og hvað lykla þurfum við að finna að þjóðarsálinni svo hér geti orðið til samfélag sem er troðfullt af skærri og skínandi samfélagslegri sköpun???  Hvert er lykilorðið að þínu mati til að hér verði til samfélag sem blómstrar???

 Kjarninn??

 

Farbstudie-Quadrate-c1913-Print-I10019830


Eitt troðfullt kvöld af allskonar....

Eftir að hafa farið á tónleikana í Austurbæ og svo horft á Kiljuna þegar ég kom heim og svo Kastljósið og Jens Guð bloggvin minn þar á eftir...er ég bara troðfull og get ekki farið að sofa fyrr en ég hef létt á hjarta mínu. Ekki það að ég ætli hér að opinbera mín leyndarmál frammi fyrir þjóðinni..en ég ætla að opinbera allt það sem fram fer í mínum fínlega konukolli. Það sefur engin einhverjum bjútíslíp með allt þetta innibyrgt.

creatista070800122

Sko....tónleikarnir voru æði og yndi. Ég fór ásamt Theodóru dottur minni og við áttum alveg meiriháttar kvöldstund með mörgum frábærum tónlistarmönnum og konum. Hvað get ég sagt...það er einhver sérstakur tónn í íslensku tónlistarlífi sem er þannig að mann langar að standa upp og láta til sín taka. Rosalega eigum við flotta tónlistarmenn og sanna.  Einlægnin og viljinn í því að vera...þora að vera öðruvísi og skapandi skein í gegn um hvert atriði. Og ég var svo stolt af öllu þessu fólki sem kom þarna saman til að láta í ljósi ósk um samkennd og samhyggð og að við komum vel fram við alla..konur og kalla af hvaða þjóðerni sem þeir eru.  Á bekknum fyrir aftan okkur voru nokkrir ungir menn með lak sem á stóð ..Thank you for your support. sem þeir lyftu hátt fyrir hvert atriði sem þarna var flutt. Og ég fann næstum þakklætisbylgjuna þeirra fara í gegnum mig frá þeim..og óskaði og vonaði í hjarta mínu að fólkið sem hingað kemur í leit að betra lífi og tækifærum sem eru ekki til staðar í þeirra heimalandi fái ósk sína uppfyllta. Þeirra ósk er aldrei minni en okkar eigin. Og það skulum við virða og muna..setjum okkur í fótspor þeirra sem eiga sér jafnmikilvægan draum og okkur finnst við eiga. Söngvari Hjálma sagði.."Guð bjó ekki til landamæri..það gerðu mennirnir"...og við þurfum að læra að leggja niður okkar huglægu landamæri og vinna saman að betri og bjartari tíð og skilja að við erum öll bræður og systur.

El-Vendedor-de-Alcatraces-Print-C10083437

Í Kiljunni var svo viðtal við Sænskan rithöfund Frederik sem var mjög interesant. Hann var að gefa út bók sem heitir Hugmyndir og hann talaði um sköpunarkraft og hugmyndir sem auðlind framtiðar og að hvergi þar sem hann hefði farið um heiminn  væru jafnmargir sem teldu sig vera skapandi eins og á íslandi. Og ég verð að segja eftir að hafa verið erlendis í 7 ár og að koma aftur heim er fyrir mig alger upplifun. Það er enginn smá kraftur í þessari þjóð og tækifærin og möguleikarnir hérna eru óþrjótandi. Það eru einhvernveginn allir að gera eitthvað og skapa og semja..hugmyndirnar vantar sko ekki og vonandi berum við gæfu til að skapa samfélag sem stendur uppúr. Samfélag sem setur ný viðmið og önnur gildi..við þurfum ekkert endilega að horfa með óttafullum augum á það sem miður hefur farið annars staðar...við sem skapandi og hugmyndarík þjóð með hjarta sem slær í takt við öflug náttúruöfl þar sem allt getur gerst getur líka búið til nýjar leiðir og farsælli. Það er alltaf pláss til að gera betur og hvers vegna í ósköpunum ættum við ekki að horfa fram á veg með sterkri ætlun um að finna leiðir sem virka???  Og að heyra tóninn í skapandi tólistarmönnum þar sem textarnir eru fullir af von og gleði og kærleik...gerðu það að verkum að bréfsnifsið  sem var undir rúðuþurrkunum hjá mér eftir tónleikana var rifið og hent ólesnu. Ég hef ekki pláss fyrir grútskítugt hjartalag fordómanna í mínum bíl og stend heilshugar með því að við hendum af okkur fordómunum og gerum eitthvað meiriháttar einstakt og til fyrirmyndar. Hvernig nákvæmlega veit ég ekki ferkar en þú en við finnum það út á leiðinni ef við erum heil í því að finna lausnir sem vinna með því að við getum öll átt hér mannsæmandi líf.

Og ég tek bara undir með Silvíu Nótt og segi "Til hamingju Ísland" og allir íslendingar ..hverrar þjóðar sem þið svo eruð.  

Nú get eg farið og sofið rótt á mitt eyra sem er troðfullt af tónum og fallegum óskum og orðum og læt mig dreyma eins og John Lennon og ímynda mér sitt hvað um veröldina og okkur öll. Því ef við höfum ekki skýra ímynd af því hvert við viljum fara og hver útkoman geti orðið sem best...þá komumst við ekki þangað. 

Imagine.....Heart

frelsisstyrttan

 

 

 


Veggur, vegur og von

nature01103

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það stendur steinn yfir steini og allt er eins og það á að vera.

Lífið hefur nú raðað sér upp og hver steinn er á sínum stað.

Saman mynda þeir stöðugan og sterkan vegg og ég er tilbúin að klifra yfir og sjá hvað er þarna hinu megin. Svei mér þá ef ég tek hann ekki bara í einni glæsisveiflu og vippa mér yfir eins og ungmeyja í léttum blúndukjól.

Forvitnin gefur nefninlega fítonskraft og af henni hef ég nóg

 

South-Beach-Print-C10089367 Sko.....hvítur og mjúkur sandur og allt opið. 

"Gatan mjó og greið, farsæl eða breið....."

Best ég fari úr skónum og labbi af stað. Það er alltaf gaman að sjá hvað er þarna hinu megin við sjóndeildarhringinn.

Þessi færsla er um það að bíða eftirlvæntingarfull eftir svari og ímynda sér hvert það verði og hvert það leiði mig.

Ég er samt innst inni nokkuð vissum að það verður litrík og fjörug útkoman. Maðurinn minn sagði þegar ég var að stinga túlípönum í vasa hér í fyrradag  "þegar fyrsti þeirra blómstar þá kemur svarið" . Og akkúrat núna er fyrsti túlípaninn að opnast og ég sé að hann er bleikur.

Wild-Flowers-Print-C10084068


Er ekki merkilegt hvað börnin upplifa??

Í kvöld þegar ég var að syngja fyrir dóttur mína sem verður ellefu ára á morgun 13 mínútur yfir níu annað kvöld..gömlu íslensku lögin okkar, þá sagði hún mér svo margt sniðugt. Og ég fór að velta fyrir mér hvernig börn upplifa hlutina. Í mínum huga eiga erindin sínar myndir og ímyndir en í hennar huga birtast allt aðrar myndir í gegnum sönginn og erindin en hjá mér. Við vorum að rifja upp alls konar lög og texta og bera saman við það sem hún var að syngja með krökkunum í skólanum sínum  í englandi og svo hér á íslandi.

"Mamma" sagði hún ...Í englandi fannst krökkunum stundum asnalegt að syngja með en þegar við syngjum saman hér þá er svo gaman að allir krakkarnir í sjötta bekk, og fimmta bekk, líka fjórða, þriðja, öðrum og fyrsta bekk syngja allir saman og það er bara svo fallegt að heyra það.

Við vorum að syngja .."Sofðu unga ástin mín" sem hún hefur haldið uppá í mörg ár og vill svo oft heyra áður en hún fer að sofa.

Reflet-dore-Print-C10065176

Svo sagði hún..."þegar þú syngur þetta sé ég fyrir mér...að það er lítil stelpa í herbergi liggjandi í gömlu trérúmi og allir veggirnir eru úr viði og hún liggur með lítinn kodda undir höfðinu og mjúkt teppi yfir sér og þú, mamman situr í stól og syngur og út úr munninum hennar kemur gull sem flæðir út um gluggann. Fyrir utan gluggann situr afi Baldur á svartri fötu með rauða skóflu og amma Sirrý á rauðri fötu með gula skóflu og þau eru að byggja sandkastala fyrir mig. Og það er bara svo gott og skemmtilegt..og ég má leika eins og ég vil í kastalanum. Og ég elska alla og allir elska mig. Held hún hafi líka verið uppnumin af því að halda alvöru fjölskylduafmæli í fyrsta skipti í 7 ár....Fjölskyldan skiptir nefninlega miklu máli.

 

Svo þegar við héldum áfram að syngja.."afi minn og amma mín út á Bakka búa.. og Fljúga hvítu fiðrildin fyrir utan gluggann..þá sagði hún.."Já það er líka úr þessum lögum sem ég man þetta...ég er búin að blanda saman öllum fallegum svefnlögunum okkar og þá sé ég alltaf þessa mynd.  

Ég elska samverustundir með börnunum mínum...þau eru svo vitur og falleg og eru alltaf að kenna mér eitthvað mikilvægt.  Algjörir englar krakkarnir okkar allra...við skulum alltaf muna eftir að hlusta vel á þau. Þau eru á stundum svo miklu vitrari og tengdari lífinu en við.

The-Creation-of-Adam-c1510-detail-Print-C10073290 

 

Í gegnum þeirra hreinu sálir kemur Guðdómurinn til jarðar og minnir okkur stóra fólkið á hvað er hvað og hvað skiptir mestu máli.

 Hversu oft gefum við okkur tíma til að skyggnast inn i þeirra hugarheim þegar við erum að gefa þeim eitthvað? Og skynja hvernig þau taka á móti?

Gefa okkur tíma til að skilja hvað þau eru i raun að upplifa og gefa þeim pláss til að deila því?

Maður er svo oft fastur í sínu eigin að maður gleymir að hlusta vel og fallega.  Á hvað aðrir hafa að segja og til málanna að leggja.

Maðurinn er ekki eyland. 

art_collage


Í tösku minni geymi ég bullið...og gullið

oÍ minni tösku kemst svo margt fyrir að ég gæti farið út í heim og til baka án þess að taka neitt með mér nema töskuna mína.

Ég man ekkert nákvæmlega hvað er í henni, en eitt veit ég. Þar er allt sem konu gæti vantað fyrir öll heimsins tilefni. Og hún er þung og höldurnar eru að slitna af, en það er allt í lagi því að alltaf þegar það gerist set ég töskuna í nýja tösku sem er stærri. Og svo koll af kolli. Veit ekki hvað ég á margar núna en ég á allt sem mig vantar þar oní.  Og Guð má svo vita hvað leynist á botni elstu og minnstu töskunnar.....það er ekkert venjulegt hvað ratar í þessar töskur..ha??

Góða helgi. 


Háskalega gómsætt kjúklingasalat, eftirvænting og allt að gerast!!

Ég lofaði hér um daginn að setja inn uppskriftina af kjúklingasalatinu sem hún systir mín segir að sé svo gott að fólk gráti af gleði þegar það borðar hjá henni. Ég prófaði uppskriftina um daginn og við grétum öll svo þetta er satt.

"Þetta kjúklingasalat er bara geðveikt" eins og unglingurinn á heimilinu sagði snöktandi á milli þess sem hann tróð upp í sig meira salati.

Hér kemur uppskriftin.

Kjúklingabringur

pipar, salt, maple sýróp og sesamfræa 

Steikið kjúklingabringurnar  á pönnu uppúr olíu og kryddið með pipar og salti. Þegar þær eru nær fullsteiktar hellið Maple sýrópi yfir þær og bætið sesamfræjum útí. Látið krauma/malla í smástund.

Salatbeð.

Klettasalat, tómatar, avacadó og muldar nachos flögur..og hvaðeina sem ykkur þykir gott í svona salatbeð.

Dressing

Olía

Saxið hvítlauk og ferskan engifer útí ásamt ferskri steinselju

myljið hálfan súputening með, sesamfræ og smá salt og hrærið þessu öllu vel saman.

Munið svo að fullkomin máltíð er bara fullkomin eftir því hvernig hún er framborin því við nærumst líka í gegnum augun og nefið rétt eins og munninn.

Setjið salatið fallega á disk..skerið kjúklingabringurnar í þunnar sneiðar og raðið ofan á salatbeðið og hellið svo dressingunni yfir allt og borðið. Takið eftir..borðið  fallega og ekki gramsa í síg þó það sé næsta ómögulegt þegar bragðlaukarnir taka við sér í himneskum unaði.

Svo er bara það annað að frétta að það er vitlaust að gera hjá mér á öllum sviðum og vígstöðvum og ég varla talandi fyrir hæsi. Ég held ég sé núna með mína sjöttu flensu síðan ég kom til landsins. Sé fyrir mér að ónæmiskerfið mitt hafi orðið fyrir íslenskri sýklaáras ...ráðist á hina ensku viðkvæmu rós sem ég var orðin....en innra með mér hlæ ég bara.

200169285-001

Iss þið vitið ekkert hvað bíður ykkar þegar ég kemst loksins á lappir..og verð sú Valkyrja sem ég á að mér að vera. Þar til mér er batnað ætla ég að njóta kynþokkans sem óhjákvæmilega verður til  þegar kona talar lágt eins og hún sé troðfull af gæðakoníaki og leyndarmálum...og þess að yfir henni er risastórt gat í himninum sem dælir yfir fjöll og dali  frábærum tækifærum. Nú er um að gera að vera vakandi og grípa vel!!

"Það var nú líka alveg kominn tími til" segi ég nú bara þó ég vilji alls ekki vera vanþakklát fyrir þá lexíu að læra að verða þolinmóð og geðprúð kona eins og ég er orðin núna eftir undangengna tíma.

Verið opin elskurnar og borðið fallega.

Þá er lífið gott. 

Dance-of-Cranes-Print-C10087637

 


Til þín á Valentínusardaginn..með dúndrandi ást og tikkandi hjarta.

silvanoaudis070300038Rómantískir tónar og ágengir ástarsöngvar hvaðanæva úr heiminum verða fluttir þér af hinum færustu tónlistarmönnum og eingöngu til að minna þig á það hversu heitt ég elska þig. Mér dettur í hug rafmagnaður texti sem hljomar einhvernveginn svona..Ég elska þig svo mikið að ég gæti næstum dáið...bara snillingur sem semur svona..ha? Reyndar líður mér ljómandi vel og er alveg sprellfjörug og full af lífsgleði en læt þetta samt standa svona til að hafa dolldið drama með..enda ástin alltaf troðfull af Drama. Sjáðu bara Rómeó og Júlíu. Það var nú ekki lognmollan i þeirra sambandi.

4

 

Með þessum tónum dugar ekkert minna en sykursæt , já næstum væmin elskendakaka sem bráðnar í munni eins og ástarorð á heitum degi á Ítalíu. Ég mata þig og þú matar mig. Og við horfumst í augu á meðan og hittum kannski ekki alltaf á munn hvors annars, en elskendur með rjóma um allt andlit er líka flott..hef séð svoleiðis í bíómyndum. 

Ein þekktasta ástartjáningin er svo auðvitað rauða rósin.

 

image.phpimage.php

Án hennar er ekkert tindr, engin hjartsláttur eða  máttlaus hné. Rósirnar segja það sem  við getum ekki sagt þegar tilfinningin verður svo yfirþyrmandi og  máttug að það ná ekki nokkur orð yfir hana. Þá sendir maður bara bunka af rósum. Eldrauðum.  Sýnir þetta ekki að ég er tilfinningaríkasta og  rómantískasta kona á norðurhveli jarðar? Sumir segja að ég sé yfirdrifin en ég man aldrei hvað það orð þýðir.

Þetta er allavega mín Valentínusarkveðja til míns heittelskaða ...I love you, I love you I love you ......og af því að það er svo mikið af öllu hér..kökum, blómum og tónum mega bara allir sem hér lesa njóta líka og fá sér eins mikla ást og hamingju og þeir geta í sig látið.

Gleðilegan Valentínusardag.Heart  image.php

72801498 hjartakökur


Ha ha ha ha ha......

s_fashion1Í morgun þegar ég var í svefnrofunum og fjölskyldan var að taka sig til að mæta í vinnu og skóla heyrði ég eftirfarandi þegar pabbinn var að vesenast eitthvað inni í borðstofu við að strauja skyrtuna sína áður en hann fór í vinnu og klæða sig.

Sonurinn..Pabbi í hverju ertu eiginlega??

Pabbinn..Nú vinnuskyrtunni minni.

Sonurinn.. Nei,þetta getur ekki verið þín skyrta. 

Pabbinn..Jú víst, þetta er nýja skyrtan sem ég keypti mér um daginn. Hún er bara meira stælis en hinar skyrturnar mínar.

Sonurinn Ertu viss..mér finnst hún eitthvað skrítin á þér..straujaðir þú hana eitthvað vitlaust??

Pabbinn...Nei hvaða vitleysa, hún er fín á mér og á að vera svona. Byrjaði að hneppa að sér

Dóttirin.. Pabbi þetta er ekkert þín skyrta

Pabbinn..Jú víst...eins og ég sagði..þetta er skyrtan sem ég keypti í voða flottri tískubúð í Kringlunni um daginn!! Skoðar sig í speglinum og finnst hann bara voða fínn. Þegar þarna var komið sögu hafði ég augun opin og horfði fram eftir ganginum á það sem fram fór.

Sonurinn..Nei þetta er hvíta spariskyrtan sem mamma fékk lánaða hjá systur sinni um daginn. Hrikalega hneykslaður á pabbanum að sjá þetta ekki

Pabbinn..Nohj..hvaða vitleysa..þetta er mín skyrta..hélt áfram að hneppa og sollis 

Dóttirin..Pabbi það eru mittissaumar á henni og hún er aðsniðin

Pabbinn..Nei hvað er að ykkur  Haldiði að ég myndi fara í konuskyrtu í vinnuna..eruð þið ekki almennilega vöknuð???.Setur á sig bindi og alles Skyrtan samt eitthvað þröng utan um bumbuna svo hann fer að tékka og finnur sína skyrtu í þvottabalanum.....!!!!

Þetta var semsagt morguninn sem maðurinn minn gerði allt hvað hann gat til að fara í vinnuna í hvítu flottu dömuskyrtu systur minnar....

Mikið rosalega hefði ég viljað sjá upplitið á vinnufélögunum hans ef krakkaormarnir hefðu ekki stoppað kallinn í að fara svona í vinnuna. Ég er búin að gefa þeim skýr fyrirmæli að leiðrétta ekki svona skemmti-uppákomur í framtíðinni og leyfa pabba sínum bara að ráða sínum eigin fatastíl. Hann fylgist nebbla svooo vel með tískunni.

Þegar hann fór kallaði ég..."Hey Óli minn færðu ekki að fara í vinnuna sem aðalpæjan..ha?? Og svo lá ég bara og brosti út í myrkrið.

Lengi.

 


Næsta síða »

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband