Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Óli lokbrá, yfirlið karlmennskunnar og föstudagurinn 13.

jbjjh

Er búin að vera mjög upptekin við að blogga ekki. Er mest að hugsa um fjölskylduna og fólkið mitt þessa dagana. Og vinnurnar mínar. Í þessari röð. Theodóra súperstelpa datt á hjólinu sínu og fékk risagat á hnéð og við heimsóttum slysó til að láta laga skinntætlur og blóðstrauma sem láku um allt. Pabbinn beið frammi þar sem hann verður alltaf svo undarlega hvítur í framan og magnlaus þegar svona stendur á..bróðirinn var hetjulegur og rak nefið ofan í sárið meðan systirin stóð sig eins og kvenhetjum sæmir á  ögurstundum. Nokkrum mínútum síðar slóst hann í félagsskap föðurins frammi á gangi og hné svo niður skjannahvítur og rænulaus og vaknaði á sjúkrabörum með lappir uppí loft og lækna allt um kring...hehe. Ég mamman stóð vaktina þar til að öll óhreinindi höfðu verið hreinsuð upp úr blóðugum og djúpum ginningargöpum með tannbursta og öðrum tólum og sáraumbúðir komnar á sinn stað. Svo fórum við öll og fengum okkur ís til hressingar eftir annasaman dag.

Svo er búið að umbylta íbúðinni því langþráður vinur frá englandi sem flutti til ameríku er að koma á föstudag til að vera með Nóa vini sínum í 3 vikur og þeir þurfa sitt plás strákarnir. Það er alveg dásamlegt að endurgera hvert herbergi og skúra úr skúmaskotum og nú er allt hreint og fínt nema fatahrúgan sem kom í ljós undir rúmum og kommóðum og hefur nú troðfyllt heilt baðherbergi. í vikunni verður því haldið í ferð til systur minnar sem á iðnaðarþvottavél og þurrkara þar sem óhreinindin verða skoluð burt á einu síðdegi og fjölskyldan getur gengið um í hvítþvegnum flíkum sínum með vorilmi og pressubrotum og litið út eins og fannhvítir sautjándajúní englar.

caraman060500266

Einhver spurði hvað ég ætlaði svo að gera á föstudaginn. Ég veit ekkert um það nema að ár bætist við jarðarveru mína hér og ég veit hreint ekkert hvort það sé efni í einhver stórhátíðahöld. Fæ mér kannski fána og hlusta á Þursana í bænum einhverjum dögum síðar. Og hugsa meðan ég japla á bleikum bómullarís um hvað þetta sé allt saman. Og hvort við megum eiga von á því einn góðan veðurdag að njóta þeirrar gæfu að búa í samfélagi sem sé engu líkt vegna góðmennsku og gæfu allra þeirra sem landið byggja. Það væri alveg ágætis afmælisgjöf fyrir hálfníræða konu eins og mig.

Að hér rikti samkennd, samhugur og vit til að koma nauðsynlegum hlutum í verk og forgangsraða eftir hjartanu og nota svo hausinn til að fylgja þeim verkreglum eftir.

En nú verð ég að leggjast til hvílu enda klukkan langt gengin yfir minn venjulega vitjunartíma Óla Lokbrá sem færir mér dýrðlega drauma á silfurfati ef lygni ég bara aftur augunum á réttum tíma. Og mogginn bíður á stéttinni fyrir utan eftir að vera borinn í hús fyrir sjö í fyrramálið. Ég þekki minn vitjunartíma og þann hrukkubana sem svefninn er.

En ég er allavega búin með bloggskylduna í bili og bið allar góðar vættir að vaka yfir mér og mínum, þér og þínum og okkur öllum í kór á þessum ögurstundum þar sem allt getur gerst. Líka allt hið góða. Ekki gleyma þvíHeart

untitledkisur


Vaki allar góðar vættir yfir fólkinu okkar...

Trú von og kærleikurGott að það skyldi ekki verða manntjón í þessum ósköpum.......en megi allar góðar vættir vaka yfir þeim sem misstu innbú sitt og heimili sín. Það hlýtur að vera óendanlega erfitt að sjá á eftir öllu sínu. Kæru bloggvinir á Suðurlandi...bestu óskir og kærleikskveðja! Hjarta mitt er með ykkur öllum í þessu áfalli ykkar.

Jörð vertu góð!


Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband