Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Perú kallar....íslenska gaddfreðna jörð.

 

peru_786202.jpgSvona geta sumir dagar verið skrítnari en aðrir. Fékk þá flugu í höfðuðið að skreppa til Perú í dularfulla ævintýraferð. Hún kostar þrjúþúsundáttahundruð og eitthvað dollara sem finnast ekki enn í mínum grunna vasa og ekki hef ég hugmynd um hvernig þeir dollarar verða búnir til.

Ferðin verður farin í lok apríl og fram í miðjan maí þannig að það eru alveg tímar fyrir smá töfrabrögð svona í harðnandi kreppu. Eða ekki.

Kannski að á fjallstindum Perú leynist fornir viskubrunnar sem geta komið okkur hér á norðurhjaranum til góða á einhvern hátt eða að konu langi bara í litríka handofna tösku til að bera í bækurnar sínar og húfu í stil.

Það hafa svo sem verið skrifuð um það ævintýri að viskubrunnar hafi verið fluttir milli landa og komið þjóðarbrotum skemmtilega á óvart með fornri nýung. Forn nýung er svona sannleikur sem alltaf er og ekki breytist. Kannski lögmál.

Jæja best að hita sér kaffi og vakna almennilega og takast á við veruleikann.

Ætla samt að senda út beiðni til skapandi ævintýraafla fyrir þessum dollurum öllum ..svona just in case ef Perú hættir ekki að kalla á mig.

Eigið góðan dag og munið að það má..nei það á að leyfa sér að dreyma á svona tímum eins og við lifum núna. Það gerir þetta allt bærilegra.

 

 


« Fyrri síða

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband