Tré blátt
Olía Ég upplifi mig sem tré með djúpar rætur og stóra laufkrónu. Ég vex út frá heimilinu mínu, þó ég fari í vinnuna eru ræturnar heima en ég reyni að breiða úr greinum mínum eins langt og ég kemst. Börnin mín sitja í greinunum og syngja, leika sér, hanga, klifra og detta og ég bregst við því öllu.Þegar hitinn verður óbærilegur skríða þau undir greinarnar mínar og kæla sig í skugganum. Þau leita líka skjóls hjá mér þegar óveður geysa og mér finnst ég gera gagn og vera gott tré.
Ljósmyndari: Katrín Snæhólm | Staður: Verð kr 500 | Bætt í albúm: 30.5.2007
Athugasemdir
Engar athugasemdir hafa enn verið skráðar um þessa færslu.