Tré rautt

Olía Í grísku goðsögnunum voru til sterkar valdamiklar gyðjur með ómældan sköpunarkraft. Þær höguðu hlutum eftir sínu höfði og létu enga, hvorki guði né konunga segja sér fyrir verkum. Það þoldu þeir ekki og breyttu þessum gyðjum í tré. Og þær máttu standa standa á sama stað öldum saman og gátu sig hvergi hreyft þar til guðunum þóknaðist að leysa þær úr álögunum. Erum við konur gyðjur í álögum? Erum við tré? Er ekki tímabært að við léttum þessum álögum af okkur og verðum þátttakendur í veröld sem hefur þurft að vera án okkar og visku okkar allt of lengi? Guð hjálpi kóngunum þegar hún rífur sig upp með rótum, hristir laufkrónuna og skundar af stað í öllu sínu veldi. Komin til að krefjast réttar síns og lífs.

Ljósmyndari: Katrín Snæhólm | Staður: verð kr 500 | Bætt í albúm: 30.5.2007

Athugasemdir

1 Smámynd: Hdora

Mikill kraftur , enn samt ótrúleg mýkt í þessari mynd !! Litirnir eru svo fallegir kveðja hdora

Hdora, 7.2.2008 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband