Leita í fréttum mbl.is

Einu sinni var...

Það er orðið afskaplega laaaangt síðan ég bloggaði síðast en eins og með svo margt í lífinu kemur sumt til baka og heimtar að fá að vera til aftur..vill ekki láta gleyma sér. Þannig er einmitt með þetta blogg mitt sem hefur verið að kalla mig til baka lengi lengi en ég þráast við eins og geðillur uxi.

En svo gefur eitthvað eftir...reyndar bara mjúklega og býr til pláss fyrir öll ósögðu orðin sem vilja birta sig og segja í sínu eigin samhengi sögurnar sem vildu ekki gleymast. Um upplifunina af því að vera í og af þessum heimi. Heimta að fá að vera til og vera með.  Og þær eru margar sögurnar sem hafa safnast saman í vitundinni og vilja vera sagðar og skrifaðar. Láta deila sér út í veröldina og vera með í heiminum meðal manna og kvenna sem kannski vilja lesa. Felast á bak við bókina sem verður kannski aldrei skrifuð. En svona konublogg  miðaldra kerlingar sem liggur margt á hjarta er kannski örlítil lækjarspræna sem vill fá að fljóta með í lífsins niði. Svo kemur bara í ljós hvað stendur skrifað þarna hinu megin. Þetta er allavega einhver byrjun á einhverju.

sb10065469d-001

sb10065469d-001


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Reyndar held êg að flestir gömlu yndislegu bloggvinir mínir séu horfnir héðan....og þá kárnar nú GAMANIÐ. En sjáum hvað setur !

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.9.2013 kl. 22:57

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndislegt að sjá þig hér aftur Katrín mín, ég er ennþá hér sjáðu....

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.9.2013 kl. 01:29

3 identicon

Dásamlegt kæra Cesil...þá er ég sátt. Þú ert "gott umhverfi" að vera partur af !!

Katrin (IP-tala skráð) 4.9.2013 kl. 07:17

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.9.2013 kl. 10:10

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Gott að sjá þig aftur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.9.2013 kl. 12:19

6 Smámynd: Jens Guð

  Sumir hafa fært sig af þessum bloggvettvangi.  Þar af dugir Fésbók mörgum.  En það eru margir ennþá hér.  Og einhverjir nýliðar hafa bæst við.

Jens Guð, 4.9.2013 kl. 22:07

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

já já - þetta líkar mér :)

Hrönn Sigurðardóttir, 7.9.2013 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband