Leita í fréttum mbl.is

Eitt í dag og annað á morgun....

Stal stjörnuspá fisksins fyrir gærdaginn..já ég er í alvöru steliþjófur eins og ykkur ætti núna að vera orðið ljóst....af síðunni hjá pollyönnu og geri hana hér með að stjörnuspá tvíburans fyrir daginn í dag. Af hverju og má það? Já maður má allt og af því að það er ekkert hægt að fara í að hreinsa allt draslið úr bílskúrnum í  svona geðveiku roki og rigningu og fiskastörnuspá gærdagins hentar mér bara fínt í dag.

FiskarFiskar: Þótt ætlast sé til þess að þú látir líta út fyrir að hafa alltof mikið að gera, þá græðirðu ekkert á þessum heimskulega þykjustuleik. Hann gerir engum greiða. Vertu latur með stæl.

Ætla að hafa reykta ýsu bakaða í smjöri og soðnar kartöflur í kvöldmatinn...ef ég nenni.

Og fara í súpermarkaðinn og kaupa ferska ávexti. Fann nefninlega blandarann minn í bílskúrnum áður en ég hætti við að taka til þar. Og gera mér orkudjús og fá mér smá orkublús.hreinir ávextir

Speki dagsins er svo úr einni viskubókinni minni sem heitir Management bollocks.

Why be human when you could be a manager?

Inspiering others.

As a manager it´s your job to inspire others.

If there is nothing inspiering about you just use fear instead.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég var nú svo myndarleg í gær að ég var með soðin lax með bræddu smjöri , karöflur og nýtt broccoli og blómkál. Enda voru kettirnir slefandi yfir mér. En þeir fengu ekki bita. Ekki vegna þess að ég tímdi því ekki heldur að því að Tító má ekki borða fisk vegna nýrnaveikinnar. Þess vegna fékk Gosi ekkert heldur en þær fengu volga kjúklingastrimla greyin og gerðu sig ánægða með það á endanum. 

Svava frá Strandbergi , 27.2.2007 kl. 12:40

2 identicon

ég vil líka vera löt í dag með stæl ... megum við ljónin fá að stela þessari spá líka?

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 15:19

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

það vantar sveppina með reykta fiskinum

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.2.2007 kl. 15:44

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Soðin lax mmmmmmmmmmm það væri gaman að fá sér lax.  Mér finnst hann bestur ef maður setur hann í álpappír með sméri og kryddi og annað hvort á grillið eða í ofnin.  Þetta var prýðishugmynd.  

Ég er annars búin að vera dugleg og ætla núna einmitt í þessum töluðu orðum að verða löt með stæl. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2007 kl. 16:03

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég ákvað bara að vera frekar löt í dag..þar sem veðrið er hundleiðinlegt og lægðir leggjast illa í mig. Reyndar búin að panta sendibílinn fyrir helgina, afgreiða alls konar flutninga fyrir símalínur og gas og rafmagn og slíkt...safna kössum og núna ætla ég að skjótast og ná blómkál þar sem ég á sveppina svo máltíðin sem ég elda á eftir verið himnesk. Þegar maður er latur á maður að vera það með stæl en ekki sektarkennd. Það er allt í lagi að slappa stundum af. Og já Kléó notaðu bara fiskastjörnuspánna eins lengi og þú þarft!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.2.2007 kl. 16:14

6 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Í sambandi við vísdómsorð, þá er ég með þetta í fætinum á öllum tölvupósti sem ég sendi:
Yesterday is history, tomorrow is a mystery, but today is a gift, that’s why its called the present.
Að sjálfsögðu stal ég þessu og þeir leynast víða steliþjófarnir.

Ingi Geir Hreinsson, 27.2.2007 kl. 16:15

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Flott vísdómsorð Ingi!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.2.2007 kl. 16:18

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Er ekki fyndið að stundum þegar við höldum að líðan okkar og ástand sé persónulegt er í raun um miklar orkubreytingar að ræða sem hafa áhrif á okkur öll á einhvern hátt? ALLIR latir..þreyttir. eða voða glaðir? Ekkert persónulegt bara alheimslegt.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.2.2007 kl. 18:37

9 Smámynd: Gerða Kristjáns

Ohhh mig langar í reykta ýsu

Gerða Kristjáns, 27.2.2007 kl. 19:44

10 Smámynd: Hugarfluga

Reykt ýsa .... ég 6 ára með tíkarspena, með viskustykki girt ofan í hálsmálið, dinglandi löppunum við eldhúsborðið hjá ömmu. Amma við eldavélina í bleika heimasloppnum og með frottésvuntuna. Mig langar í reykta ýsu og ömmu mína.

Hugarfluga, 27.2.2007 kl. 19:52

11 Smámynd: www.zordis.com

Þessi ávaxtakarfa er uppfull af orku og sjóðandi ferskleika.  Mig langar að fara undir bununa og verða ein af orkustöðvum alheimsins .... Ohhh það er svo dásamlegt að leyfa sér að vera latur því þá ????  

Skemmtilegast er að vera í skrítnu skapi og þá kemur letipúkinn stundum með .... viltu vera memm? 

www.zordis.com, 27.2.2007 kl. 20:50

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ó já! Tökum ávaxtadansinn og kreistum appelsínur og mangó....og litum okkur í framan með jarðarberjum!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.2.2007 kl. 21:11

13 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Nokkur spekiorð.

Ef engin rigning væri myndi sólin ekki skína svo skært.
Ef engin nótt væri myndi dagurinn missa ljóma sinn
og til þess er sorgin að við metum gleðina réttilega.

                                   

Svava frá Strandbergi , 27.2.2007 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 310925

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband