Leita í fréttum mbl.is

Að tolla í tískunni og hoppirólunni.

the coupple

Jæja þá erum við hjónin búin að taka okkur til og erum nú tilbúin að fara til London og sjá ömmu og afastelpuna okkar. Það er voða gaman svona öðru hverju að klæða sig upp og fara úr Hagkaupssloppnum og taka úr sér rúllurnar þegar bæjarferð stendur til. Get alveg verið hreinskilin með það að þegar maður býr svona örlítið afskekkt og útúr að þá er maður ekkert endilega að fylgjast sérstaklega vel með tískunni. Höfum reyndar bara ekkert spáð í hana mjög mjög lengi. Svo var ég bara svo heppin að finna svona tiskublað á tannlæknastofunni við bensínsdæluhúsið og við ákváðum bara að vera grand og fá okkur ný föt. Held hann heiti eitthvað Billy Smart hönnuðurinn. Okkur finnst frábært að hönnuðir noti svona fallega liti núorðið.

Það tók reyndar svolítinn tíma að klæða okkur svo við sögðum krökkunum að vera bara úti og leika sér á meðan. Þau alveg elska að fara í skóginn hérna við hliðina. Koma alltaf heim uppfull af lygasögum um að þau hafi nú séð þetta og lent í svona eða hinsegin ævintýrum. Pabbi þeirra segir að þau hafi þetta bull frá mér...Algjör!!!!

Small%20Wonder

Jæja...núna er beðið eftir mér og við verðum að drífa okkur út á hraðbrautina. Hún Alice Þórhildur ömmustelpa er farin að velta sér á magann og svo aftur á bakið og svo er hún búin að læra að öskra!! Er þetta barn ekki bara algerlega einstakt??? Við fáum líka að sjá hana í nýju hoppirólunni sinni en í henni skríkir hún sko og hlær.

Eigið góðan laugardag elskurnar og munið að orð dagsins er Tíska!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Til hamingju með daginn ..... Ég ætla að njóta þess heima og finna slökun!

www.zordis.com, 28.4.2007 kl. 14:03

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Guð svo fallegar myndir.  Knúsíknús til ömmustelpu frá einni ömmu sem er "head over heals" í barnabarnafyrirkomulaginu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.4.2007 kl. 18:17

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Enn volgnar mér um augun og finn þennan ljúfa seiðing við hjartað, þegar ég les færslu frá þér kæra Snætrýna.  Það er ekki amalegt að eiga svona ömmu, fulla af æfintýrum og kærleik.

Guð blessi þig vina.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.4.2007 kl. 19:25

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Katrín mín, þú ert bara best!!!

Rosalega frábært að eiga svona bloggvinkonu eins og þig

Hef verið að pæla í þessu, hvernig fólk upplifir mann út frá blogginu. ( einmitt alltaf að pæla....) Held að ég sé rosa góð í að gefa fólki falska mynd af mér ( sem þú sérð í gegn um) Auðvitað mundi ég aldrei hjóla á ömmuhjóli, ég er töffari og auðvitað veit ég hvað börnin mín kunna...  held að þú sért sú eina sem hafir alltaf vitað það Svo er reynar ein af mínum bloggvinum sem þekkir mig frá öðru bloggi og fellur ekki annars er ég töffari.

Knús til þín, mín ótúlega kæra og brosvekjandi bloggvinkona.

Var að setja inn gamla færslu sem er ég.

Guðrún Þorleifs, 28.4.2007 kl. 19:38

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

En hún dugleg litla barnabarnið þitt,

Kristín Katla Árnadóttir, 28.4.2007 kl. 19:46

6 Smámynd: Hugarfluga

Mundu líka að taka af þér hárnetið og skipta út inniskónum fyrir hæla! Góða skemmtun í ömmuleiknum!  

Hugarfluga, 28.4.2007 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband