Leita í fréttum mbl.is

Fiskar og fransbrauð

í dag fórum við öll í yndislegan göngutúr og gáfum fiskunum brauð. Ha fiskunum? Meinarðu ekki öndunum?

Nei við fórum og gáfum fiskunum brauð. Franskbrauð.

Þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Eftir að hafa gengið eftir skógarstíg upp á hæðina þar sem golfvölurinn er í St Johns þorpinu litla þar sem Karen og Steve búa, stoppuðum við á brú sem liggur yfir lestarteinana. Biðum þar eftir hraðlestinni og fundum hvernig hvert einasta líffæri nötraði í líkamanum þegar hún brunaði undir okkur og brúnna. Höfðum ekki hugmynd um að á svipuðum tíma varð jarðskjálfti hér uppá 4 komma eitthvað á richter!

Síðan héldum við göngunni áfram þar til við komum að stórri og fallegri tjörn sem er þarna við golfvöllinn. Flott tré og allt í blóma. Og fiskar sem borða brauð og eru svo gráðugir í það að þeir reka trýnið upp úr vatninu og slást um brauðbitana.200271962-001

Þeir eru svona a.m.k 30 cm langir og nokkuð stórir og galopna munninn og synda næstum á land til að fá sér franskbrauð. Supu hveljur og slurpuðu og lætin voru svo mikil og gusugangurinn. Slagurinn um brauðið viðgengst greinilega ekki bara hjá manninum og öndunum.

Þetta fannst mér sko sniðugt og skemmtilegt. Hef bara aldrei séð það fyrir mér að gefa fiskum brauð. Eins gott að Jésú vini mínum datt það ekki í hug þegar hann mettaði 5000 manns með tveimur fiskum og fimm brauðum. Hvað ef hann hefði bara gefið fiskunum brauðið?

200476077-001

Bara yndislegur dagur og Frú Alice Þórhildur ömmubarn var auðvitað miðpunkturinn þó hún sé hvorki farin að borða brauð né fisk. Drekkur bara móðurmjólkina og dafnar vel.

1

Svo er krikketið í fyrramálið. Það tók mig langan tíma að læra að halda mér vakandi yfir þeim leik og skilja hvernig hann er leikinn. Núna er ég orðin svo flink og sit settleg í grænum veiðistól alla sunnudagsmorgna og kinka kolli með virðulegum viðurkenningarsvip og klappa hefðardömulega á réttum stöðum fyrir batti og bóli. Mér er sagt að ef við værum svo heppin að krikketleikirnir væru í eftirmiðdaginn tilheyrði að borða gúrkusamlokur og drekka kælt hvítvín með. Við fáum bara kaffi því við erum fyrirhádegiskrikketerar.  Kaffið er ógeð en hæfir vel morgninum.  Verð að muna eftir nýja skræpótta sumarhattinum mínum með stóru börðunum. Svo smart, og ég tala nú ekki um ef maður er með sólgleraugu líka. Eins og auðkýfinguafrú.

 Alltaf gaman að sjá strákinn sinn spila og þeir eru auðvitað svo sætir þessir kútar í öllu hvítu.  Örugglega ekki verið mamman sem hannaði skjannahvítan búning fyrir stráka til að spila í leik sem gengur að mestu út á það að henda sér í grasið og renna sér fast þar til allt er vel grænt og brúnt. Engin smá vinna að þvo og gera gallan hvítan aftur!

Jæja...ef mig dreymir Jésú í nótt ætla ég að spyrja hann útí þetta með fiskana og brauðin. Vonandi er eitthvað frábært að frétta frá himnum og ég læt ykkur vita ef svo er.

200503114-001

Night night...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég náttúrlega stoppaði við þetta með vonda kaffið! Hefur þú ekki einu sinni Starbucks í nágrenninu? Sá staður hefur oft bjargað kaffilífi mínu, t.d. í Bandaríkjunum. Knúsaðu sætu fjölskylduna þína frá mér.

Guðríður Haraldsdóttir, 28.4.2007 kl. 22:45

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þegar við erum með "game away"...erum við vanalega einhversstaðar lengst úti á túnum og mömmurnar bjóða uppá lapþunnt neskaffi með undanrennu útí og alveg ægilega bragðvont. Jamm knúsa familíen frá þér Gurrí mín.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.4.2007 kl. 22:51

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

knús til þín

Hrönn Sigurðardóttir, 28.4.2007 kl. 22:55

4 Smámynd: Gerða Kristjáns

Helgarkvitt

Gerða Kristjáns, 28.4.2007 kl. 23:51

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég hef nú aldrei vitað annað eins og þessa fiska

Og hvað er málið með þessa búninga, SKJANNAHVÍTIR issss ekki myndi ég nenna að þvo þetta.

Kristín Katla Árnadóttir, 29.4.2007 kl. 09:00

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér synist fiskarnir vera Koj eins og ég er með í tjörninni minni.  Þeir eru skemmtilegir.  Skil þig vel með hvítu búninganahehehe... Annars hefur þetta verið dýrðar labbitúr Katrín mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2007 kl. 10:08

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er rétt Katrín það hefur ekki verið mamma sem hannaði búningana.  Takk fyrir frábæran pistil.  Smútsj.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2007 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband