Leita í fréttum mbl.is

Kortaverslun Katrínar

Kæru bloggvinir.

Mig langar að bjóða ykkur á opnun nýju kortaverslunarinnar minnar.

Það er ekki langt að fara. Smellið bara á Tækifæris og gjafakort hér fyrir neðan.

http://www.katrinsnaeholm.blog.is/album/Taekifaerisoggjafakort/

Hér eru nokkur sýnishorn.

Ástarkort

ástin2

   Megi ástin ykkar dafna sem hin fegurstu blóm, óskir ykkar og væntingar rætast í öllum litum regnbogans,

vinátta ykkar eiga sér rætur sem stóra eikin á enginu,

skilningur og umburðarlyndi setjast að í hjörtum ykkar

ásamt virðingu og trausti til hvors annars.

Megið þið lesa ástina sem lýsir úr augum ykkar sem ljóð um samkennd á erfiðum stundum

og englar flytja ykkur hugrekki og styrk þegar þið þurfið á að halda. 

Gangið saman gæfunnar veg kæru hjón.

   Heart 

Til hamingju með nýja heimilið

Takið eftir litla sæta húsinu innan í konunni

new home2

Á þessu heimili skal ríkja ómæld gleði, hamingja og auðlegð.

Megi sólskin skína hér sérhvern dag og tilveran verða litrík og skemmtileg fyrir þá sem hér búa.

Kærleikur í hverri krús, hlátur í hverju horni, og litlir blómálfar flögra um í hverju blómi

og syngja fjörlega morgunsöngva fyrir alla sem hingað koma.

Heart

Þú ert einstök

Þetta er tilvalið kort til að færa systur sinni. vinkonu eða ástinni sinni.

 

Þú ert einstökEins og fallegt blóm sem vex upp úr grýttum jarðvegi og teygir sig í átt til sólar.

Eins og stjarna sem vísar vegvilltum leiðina heim.  

Eins og ilmurinn sem fyllir vit hins hungraða. 

Þannig ert þú!

Heart

Fáið ykkur Katarina kampavín í tilefni dagsins

og það er epladjús frammi fyrir þá sem eru á bíl.

ChampagneJacquart-katarinaHD31BX1VH7DFL__SS500_

Svo koma frægar ballerínur og skemmta ykkur með yndisfögrum dans.

 

Velkomin á opnun Kortaverslunar Katrínar

og eigið frábæra stund kæru vinir!!

Þætti væntum að fá komment á kortin og textana í albúminu hér við hliðina!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Þú ert BARA snillingur, kona! Ji .. mig langar í öll kortin með öllum textunum! Hvað ertu að rukka fyrir svona? Eða er mér að yfrisjást verðskráin? Vá, nú langar mig sjálfa að fara að mála!

Hugarfluga, 30.5.2007 kl. 16:49

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Sko...verðskráin er alveg að verða tilbúin..mér er sagt að ég byrji stundum á vitlausum enda...en þetta er rétt fyrir mig og virkar vel fyrir mig að setja á mig smá pressu.  Til að panta kort sendir maður bara e mail til mín með heiti kortsins og tekur fram hvaða texta maður vill fá þ.e númerið fyrir framan textann. Þegar pöntun er lögð inn sendi ég staðfestingu á móttöku pöntunar og reikningsnúmerið mitt og upphæð með sendingarkostnaði og sendi pakkann af stað þegar greitt hefur verið. Einhvernveginn svoleiðis held ég að þetta eigi að vera hjá mér. Er þetta ekki bara mjög fín leið?

Þið eruð þátttakendur í byrjun spennandi stórveldis athugið það. Hvering byrjaði ekki Anita Roddick?

Ha?

Í eldhúsinu heima hjá sér byrjaði hún að búa til krem og sjampó og núna er verið að opna Body Shop verslanir á 3ja mínútna fresti um alla veröld. Þangað stefni ég með mína kortaverslun og útgáfustarfsemi. Nei ....Kortaverslanir Katrínar verða opnaðar á 2ja mínútna fresti. Það þýðir ekkert annað fyrir konu en að hugsaSTÓRT!

 Ég sit núna sveitt í símanum að terrorisa blómaverslanir á íslandi til að finna út sanngjarnt verð á svona fínum kortum. Hvað haldið þið??? Hvað kosta kort svona c.a?

Þarf að eins að bregða mér frá..fáið ykkur bara meira kampavín á meðan.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.5.2007 kl. 17:35

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Kortin kosta 400 krónur en 500 krónur með texta. Mér sýnist þetta vera mjög sanngjarnt verð og alveg í takt við kortaverð almennt.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.5.2007 kl. 18:40

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þetta er mjög sanngjarnt verð fyrir svona flottheit! Vá, þetta er góð hugmynd hjá þér, elsku krútt! Body Shop hvað! Bíðum bara. 

Guðríður Haraldsdóttir, 30.5.2007 kl. 19:09

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

frábær hugmynd, ! til hamingju með þetta.

Ljós til þín og hugmynda

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.5.2007 kl. 19:13

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er nú aldeilis frábært, og ég mun svo sannarlega nýta mér þessa nýju heimsþjónustu þegar tækifæri gefst. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.5.2007 kl. 22:43

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju elskan, verð á meilinu þegar mig vantar kort. Jafnvel fyrr.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.5.2007 kl. 23:33

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Til hamingju með þetta framtak þitt, ég mun nýta mér það þegar tilefni gefst til.

'Skál í  kampavíni Katarína!
- Katarína snillan þín.' 

Svava frá Strandbergi , 30.5.2007 kl. 23:48

9 Smámynd: www.zordis.com

FRÁBAERT HJÁ ZÉR!  Skynja zig í zessu   kort med fögrum texta er algjör snilld.  Mín eru textalaus út af dotlu!  Svo á ég eitt óskaplega fallegt e. Frú Katrínu   ég var t.d. á fullu ad selja mín í nótt og vakna svo og les zessa snilldarfaerslu hjá zér!  Kraftakvedjur og zína skál í kampavín Katrínar .........

www.zordis.com, 31.5.2007 kl. 07:12

10 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þetta eru yndislegar myndir og yndisleg kort, Katrín. Þú ert verulega inspíreruð, eins og ég held að ég hafi sagt þér áður....(as if you didn´t know..) Þú ættir að selja þetta líka í blómabúðir hér heima, þetta myndi rokseljast.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 31.5.2007 kl. 21:42

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Takk takk stelpur...það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu og hvernig þetta gengur. Er einmitt að fara að setja in fleiri kort sem ég var að gera..svo er ég með eina rosalega góða hugmynd sem mig vantar eiginlega kortaútgáfu heima til að sjá um. En ég einblíni bara í sólina og sé allt bjart...

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.5.2007 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 310903

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband