Leita í fréttum mbl.is

Dásemdarkvikmynd og draumur um mannauð

Var að horfa á kvikmyndina Fur með Nicole Kidman og æ honum þarna hinum....og hún var bara æðisleg mæli eindregið með henni. Svolítið dularfull, draumkennd og mjög fallega tekin. ENGAR hraðar klippingar og tikkar bara í flest box hjá mér. Nicole er líka bara svo góð leikkona.

Svo sat ég í garðinum í smá stund því það kom sólarglæta og krakkarnir í hverfinu voru úti að leika.

Úr næsta garði heyrðist.."I am the Greatest" og önnur barnsrödd svaraði  "Oh no you are not. Not for much longer". Under, over, pepsi cola here we go!!! Þetta er greinilega einhver svona leikur. þau syngja þetta og sveifla höndum og standa á höndum og hoppa svo eins langt og þau geta.

Mér varð hugsað til þess að akkúrat svona líður börnum þegar þau eru ung..finnst þau frábær í sjálfum sér og finnst þau geta allt. Svo fara að laumast inn efasemdaraddir í kollinn á þeim, oft koma þær frá okkur stóra fólkinu með skilaboðin "ó nei það ertu ekki, ekki mikið lengur". Og svo er bara drukkið pepsi og hoppað út í lífið með hausinn fullan af alls konar skrítnum hugmyndum um ófullkomleika og getuleysi. Sköpunargáfan kæfð og barnið  og lífsgleðin týnd. 

Soldið sorglegar hugsanir í sólinni. Mikið vildi ég að við gætum kennt börnunum að halda áfram með þessa hugsun að þau séu frábær og fullkomin í sjálfum sér og smíðað menntakerfi sem byggir á skilningi á einstaklingnum og mannauðinum sem býr í fólki og því hversu allir eru einstakir hver á sinn hátt.

Sú menntastefna gæti til dæmis heitið draumur dansandi engils.Halo

englasöngur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Draumur dansandi engils er fallegt nafn á fallegri hugsun Katrín mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2007 kl. 20:31

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Börn í dag verða "of snemma fullorðin" 

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 16.7.2007 kl. 21:05

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já við gerumst sek um að inræta börnum takmarkanir og eyða trú þeirra á takmarkalausan mátt.  Hér er talað af djúpri visku hjá þér Snætrýna mín. 

Myndina hef ég ekki séð. Soldið loðinn titill.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.7.2007 kl. 21:15

4 Smámynd: www.zordis.com

Ekkert eins yndælt eins og að tylla sér þegar styttir upp og hugleiða.  Takmarkanir eru því miður það sem við komum í hausinn á litlum dansandi og draumlyndum englum okkar!

Frelsi til að vera það sem við höfum frá fæðingu til grafar!  Flott takmark!

www.zordis.com, 16.7.2007 kl. 21:37

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Oh hvað ég sammála þér með elsku börnin.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.7.2007 kl. 22:21

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Draumur dansandi engils..........

Yndislegt

Hrönn Sigurðardóttir, 17.7.2007 kl. 12:28

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Líst vel á þetta. Úrtölur eru það allra versta, bæði fyrir börn og fullorðna.

Guðríður Haraldsdóttir, 17.7.2007 kl. 21:23

8 Smámynd: Hugarfluga

Englar eru mitt uppáhalds uppáhald. Safna englum og finnst þínir dásamlegir. Ætla að kíkja á þessa mynd ... Fur.  Smjúts.

Hugarfluga, 17.7.2007 kl. 21:47

9 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Sammála frú Guðríði. Úrtölur er það allra versta í þessum heimi og alltof mikið gert af því að telja fólk af tilraunum. Hugsið ykkur bara ef Einstein hefði hætt við ljósaperuna bara vegna þess að einhver sagði honum að þetta væri vonlaust. Karlræfiillinn var víst búinn að gera ófáar tilraunir áður en það loks tókst.

Steingerður Steinarsdóttir, 18.7.2007 kl. 22:53

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Einstein samdi nú afstæðiskenninguna.  E=Mc2 manstu.  Þú ætlaðir vafalaust að segja Edison, en ég mátti tilað leiðrétta af því ég er svo ógizzlega gáfaður.

Fyrirgefðu framhleypnina.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.7.2007 kl. 06:27

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe Einstein-Edison, what´s the f.... difference?  Hér er ljúft partý í kommentakerfinu þínu sem ég var nærri búin að missa af.  Afhverju ertu ekki að blogga meira kona?  Saknó

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.7.2007 kl. 11:33

12 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Nú veit ég hvaða mynd ég get leitað að næst þegar ég ver á vídeóleigu borgarinnar. Svona ef ég man það þá

Sammála þér um að það er slæmt hve trúin á sig er lurkuð úr barnsálinni á leið sinni til fullorðinsáranna.

Guðrún Þorleifs, 19.7.2007 kl. 13:32

13 Smámynd: Hugarfluga

Takk fyrir kommentið á síðunni minni, Katrín mín. Ég held að við sem vinnum úti frá 9-18 höfum ekki mikið val um að lifa hægt og njóta eins og okkur lystir. Auðvitað reynir maður að nýta þann tíma sem gefst og það gengur bara mjög vel ... mig langar bara í meiri tíma með mínum nánustu. That's it. 

Hugarfluga, 19.7.2007 kl. 20:20

14 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

Takk fyrir uppástungu á mynd ;)

Lúðvík Bjarnason, 19.7.2007 kl. 21:45

15 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Það má aldrei segja, 'þetta er ekki nógu gott hjá þér', við barn, heldur hrósa því þegar það gerir sitt besta.

Svava frá Strandbergi , 19.7.2007 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband