Leita í fréttum mbl.is

Ég er alveg mátulega hamingjusöm í dag.

Æ hvað það er notalegt að sitja í rúminu sínu á sunnudagsmorgni og bíða bara eftir að klukkan verði nógu margt til að hringja til íslands. Að hafa svona góðan tíma og nóg af honum. Á meðan getur maður bloggað og bullað, verið vitur og vitlaus, spakur eða spjátrungslegur og hamrað því öllu inn svo aðrir megi lesa listina.

Mér er innanbrjóst eins og hjartað á mér sé að leysast upp í litfagurt ský. Að ég sé ekki raunveruleiki í efni heldur bara anda. Kannski er þetta hamingjan sem sækir mann svona heim. óræð og litfögur, látlaus en samt svo ljóslifandi.

sólin

 Eitthvað svo létt á mér. Líka líkamlega.

Fannst eins og aukakílóunum væri að fjölga og merkti það á þrengri buxnastreng og maganum mínum sem fann sér hvergi pláss í þessum þröngu flíkum. Leysti þau mál á svipstundu. Keypti mér buxur sem eru númerinu stærri og hef síðan þá ekki haft hugmynd um að ég passi ekki í fötin mín og veit að með þessari aðgerð létti ég af mér áhyggjum upp á heil 10 kíló. Líkaminn passar í fötin og ég passa í líkamann. Og sálin mín passar í hjartað mitt sem svo passar fullkomlega í líkamann. Það bara passar einhvernvegin allt í dag.

Allt eitthvað svo...mátulegt! 

Vikan framundan er troðfull af fagursköpuðum verkefnum.  Verkefnum sem voru pöntuð fyrir svo löngu síðan að það er ekki hægt að mæla þann tíma. En tíminn er samt réttur og umsnúningurinn um það bil að verða að veruleika..... eða óraunveruleika.

Fer eftir því hvernig á það er litið.

Þetta er svona sunnudagshugleiðing fyrir þá sem ekki sækja kirkju reglulega en langar að velta fyrir sér einhverju öðru en vinna sofa éta prógramminu. 

 Anda og upplifa og hætta að flýta sér svo mikið að spara tímann að hann hverfur algerlega úr lífi þeirra.

Kona Blákona rauð

Hvort viltu vera rauða konan eða bláa konan og af hverju?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kýs rauðu konuna. Hlýrri litir, veitir ekki af þeim þessa dagana.
Auk þess er rauður uppáhaldsliturinn minn.

Maja Solla (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 11:57

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vel bláu konuna hún er ekki eins grimm á svipin og sú rauða.  Sú rauða er líka stressuð, meiri friður yfir hinni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.7.2007 kl. 12:34

3 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Þá bláu því hún hefur fundið jafnvægið sitt og andlega tengingu. Sú rauða er freistandi, full af eldmóði, viljastyrk og ástríðum... en sú bláa "passar í fötin sín", he he ...  Annars góður pistill á sunnudagsmorgni :)

Hólmgeir Karlsson, 29.7.2007 kl. 13:20

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég segi þá bláu en sú rauðhærða dularfull en þær eru báða fallegar.

Kristín Katla Árnadóttir, 29.7.2007 kl. 16:04

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ég get ekki valið "hvort" En vel andlitið á bláu og umgjörðina á rauðu

Hafðu það svo gott í nýju "víddinni" þinni. Gott að eiga buxur í ýmsum víddum

Sólskinskveðja til þín 

Guðrún Þorleifs, 29.7.2007 kl. 16:09

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Gott hjá þér að fá þér stærri buxur. Ekkert vit í öðru. Þú veist væntanlega hvora ég vel.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.7.2007 kl. 17:39

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ég vil vera báðar, sátt við sjálfa mig og dulúðug á meðan.....

knús

Hrönn Sigurðardóttir, 29.7.2007 kl. 19:34

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Það að kaupa sér föt sem eru nokkrum númerum of stór og máta þau reglulega og upplifa hvað er langt í að þau verði mátuleg - er eitt af geðmeðferðarfyrirbyggingarúrræðum nútímakonunnar.  Ég nota þetta reglulega. Ég held að einar buxurnar mínar séu númer 44...

Ég vel svipinn á bláu konunni en umgerðina á hinni. Svona fólk eins og ég held alltaf að hægt sé að fá best of both worlds. Sumir læra aldrei...

Takk fyrir þessar sunnudagsmorgunshugleiðingar. Alveg ertu frábær.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.7.2007 kl. 21:27

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Vil vera sú bláa - oftast - en vil geta skipt um lit.

Sú bláa er mildari, sáttari, hamingjusamari.  

Sú rauða er hinsvegar beitt og áhugaverð og það langar mig stundum til að vera bara svona þegar ég er í því stuðinu. 

Góð lausn hjá þér með buxurnar. Víð og stór pils eru reyndar mitt uppáhald á svona "buxurnarofþröngar"dögum.

Marta B Helgadóttir, 29.7.2007 kl. 21:37

10 Smámynd: Rebbý

skemmtileg lesning, glæsilegar myndir líka - hvað er hægt að biðja um betra?   ég er þessi rauða

Rebbý, 29.7.2007 kl. 22:28

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Bláa konan.  Blátt er og hefur alltaf verið minn uppáhaldslitur. 

Ég fór einu sinni til teiknimiðils.  Myndin sem ég fékk hjá henni var mjög falleg.  Höfrungur að stökkva upp úr sjó og dökkblár himinn í bakgrunninum með fullu tungli.

Blá mynd, allt nema höfrungurinn og tunglið.

Anna Einarsdóttir, 30.7.2007 kl. 21:01

12 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég vel bláu konuna, hún er svo hrein í andanum og hjartanu og er svo göfug sál. Sú rauða minnir mig á persónuna Carmen hún er svo ástríðurfull og jarðbundin og svífst einskis til þess að ná fram vilja sínum.

Svava frá Strandbergi , 31.7.2007 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 310916

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband