Leita í fréttum mbl.is

Góða drekaflugan

Þar sem ég sat úti í garðinum mínum áðan og var að lesa The Witch of Portabello eftir Paulo Coelho sem er enn eitt snilldarverkið hans flaug stór drekafluga næstum beint inn í hárið  á mér . Sem betur fer festist hún ekki í hárstríinu á mér..bæði hennar vegna og mín vegna...heldur straukst bara við lokkana rétt áður en hún settist á þakbrúnina. Ég hljóp auðvitað inn og náði í myndavélina þar sem það er sjaldgæft að sjá slíkar flugur í garðinum enda halda þær sig mestmegins við tjarnir og votlendi þessar drottningar.

Til mikillar lukku var hún alveg heillengi á þakrennunni hjá mér og ég náði að festa hana á mynd.

1

Þessi drekafluga minnti mig á yndislega sögu sem gerðist fyrir nokkru síðan þegar vinkona mín ein kom í heimsókn til mín. Hún var að koma úr erfiðum uppskurði og kom í hvíldar og veikindafrí hingað til okkar. Ég tók hana að tjörn við skólann minn sem alveg hreint undurfalleg og full af vatnaliljum. Þar sem við sátum þar undir tré og nutum náttúrunnar sáum við stóra drekaflugu sem var á  sveimi yfir tjörninni. Hún flaug beint fyrir framan vinkonu mína og flögraði þar með sínum silfruðu vængjum beint fyrir framan hana..eins og hún væri að horfa á hana eða reyna að segja henni eitthvað merkilegt.

Vinkona mín var nú fremur smeyk við svona stóra flugu og var ekkert vel við að hún væri að reyna að stara svona í augun á henni. Þetta var í október og laufin á trjánum farin að falla og þau sem voru á jörðinni farin að skrælna. En eins og allir vita...allavega sumir...þá eru dýrin oft að reyna að segja okkur eitthvað og það merkir stundum eitthvað sérstakt þegar dýr kemur í námunda við okkur á sérstakan hátt.

Drekaflugan flaug svo allt í einu niður við fætur vinkonu minnar og settist á jörðina beint fyrir framan fætur hennar og fór að bisa eitthvað við laufin sem þar voru. Okkur til mikillar undrunar vafði hún halanum á sér utan um eitt  skrælnaða laufblaðið og hélt svo við það með afturfótunum um leið og hún flögraði með það upp í tréð og setti svo laufið varlega á trjágreinina innan um öll lifandi og grænu laufin.

Þetta fannst mér merkilegt!!!

Ég er alveg handviss um að hún var að koma með skilaboð til vinkonu minnar um að hún yrði alveg heil eftir þennan uppskurð og myndi blómstra aftur á ný.  Og hún gerir það svo sannarlega í dag.

Er meira að segja ein bloggvinkona mín. Hún gefur sig bara fram ef hún vill.

 

Mér fannst þetta eitthvað svo fallegt og vona að drekaflugan sem var í garðinum mínum hafi verið að koma með svona skilaboð til mín...að allt sé gott.

2

Það er eitthvað svo mikið af dýrum í kringum mig núna..maurar, flugur og risaköngulær eru bara stöðugt að kíkja inn í líf mitt núna eins og sjá má á bloggfærslum mínum undanfarið.

Ég er engin sérstakur skordýraaðdáandi..ég viðurkenni það alveg.

En ég heillast af þeirra heimi og þeim undrum sem maður verður oft vitni að þar.

Verum góð við dýrin.

Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst svona skrif alveg frábær.  Og er alveg innilega sammála þér.  Það þarf ekki alltaf að vera stór og sterkur til að tekið sé mark á manni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2007 kl. 19:09

2 Smámynd: www.zordis.com

Öll dýrin eiga að vera vinir og hlúa hvert að öðru.  Yndisleg saga um hversdagslíf sem er þrungið gleði og spennu.

Ég er með eina drekaflugu inn á baði sem býður mér góðan daginn á morgnanna. 

www.zordis.com, 29.8.2007 kl. 19:23

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hlý og falleg saga.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.8.2007 kl. 19:39

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndisleg saga og svei mér þá ef kvikindið á myndinni er ekki smá dúllulegt.

Maysan mín sem kom frá London í gærkvöldi var að segja mér og sýna í morgun frá einni viðurstyggilega stórri risa júnó, sem hafði sest að í bílskýlunu þeirra.  Þar lýsti hún sömu kvikindum og hafa hlaupið um allt hjá þér og eru of stórar fyrir venjuleg heimilisglös.  Ojojoj

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2007 kl. 19:52

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Gef mig fram, gef mig fram! Var hálfhrædd, veit ekkert um drekaflugur, hvort þær stinga eða slíkt! Þetta var skemmtilegt ævintýri.

Guðríður Haraldsdóttir, 29.8.2007 kl. 20:19

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er yndisleg saga Katrín mín .

Kristín Katla Árnadóttir, 29.8.2007 kl. 20:32

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það á ekki af mér að ganga með þessi skordýr sem umlykja mig og mína þessa dagana. Núna rétt í þessu komu TVÆ STÓRAR Long Legs...eða hrossaflugur inn um gluggann.  Það tímabil byrjað líka!!Þær eru svo vitlausar og leiðinlegar. Fljúga á tölvuskjáinn, sjónvarpsskjáinn og allt þar sem er eitthvert ljós . Helst sækja þær í að brenna upp með snarki. Eins og sumt fólk sem vill ekki kannast við ljósið í sjálfum sér af því að það heldur að það brenni upp eins og vanvita horssaflugur!   Verði ljós.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.8.2007 kl. 21:14

8 Smámynd: Promotor Fidei

Ef ekki fyrir konur sem halda að flugur séu að reyna að koma áríðandi skilaboðum til okkar, myndu bækur Paulo Coelho ekkert seljast

Promotor Fidei, 29.8.2007 kl. 21:16

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 Falleg saga

Hrönn Sigurðardóttir, 29.8.2007 kl. 21:19

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já segðu....Þetta er reyndar alls ekki bara bundið við flugur minn kæri heldur miklu meira. Við bara upplifum og sjáum veröldina á misjafnan hátt...kannski sem betur fer. Það eru enn mörg sjónarhorn og upplifanir ókönnuð. Segir ekkert um að sumt gerist ekki af því að allir geti ekki séð það eða skynjað. Hver má lesa veröldina á sinn hátt. Ekkert sem bannar það. Þó ég sjái ekki það sem þú sérð gerir þitt sjónarhorn ekkert minna virði....eins ætti mitt sjónarhorn og skilningur ekki að vera metið minna en þitt þó það sé ekk eins. Þegar við öll skiljum það...verða breytingar í þessari veröld. Trúðu mér. Njóttu þín í botn án þess að gera lítið úr öðrum sem gera það líka....bara aðeins öðruvísi en þú.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.8.2007 kl. 21:27

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

p.s var ég nokkuð búin að blogga um dúfurnar sem birtust 17 saman fyrir utan gluggann minn einn daginn???? Það var sko merkilegt!!!! Get sko sagt sögu af því!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.8.2007 kl. 21:34

12 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Dúfnasöguna takk! Held að hún hafi aldrei komið á blogginu þínu.

Guðríður Haraldsdóttir, 29.8.2007 kl. 21:44

13 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ok hér kemur dúfusagan...hvað er þetta með mig og dýrin þessa dagana??? Furðulegt!!!!

Allt í einu fengu allar dúfurnar í skóginum þá hugdettu að koma flögrandi og setjast allar sem ein á grasblettinn hérna fyrir utan gluggann.
Ég sit bara hérna í tölvunni og á auðvitað að vera að vinna..en það er rigning og ég er löt og með sætt róandi kerti á skrifborðinu og....glápi reglulega út um gluggann inn í skóg.
Allavega tók ég eftir að þær voru sem sagt að koma fleiri og fleiri og setjast hérna fyrir utan gluggann. Velti fyrir mér hvað væri eiginlega í gangi þar sem það eru svona 100 aðrar grasflatir í nágrenninu...vöppuðu hér um og góndu inn um gluggann eins og þær væru nú komnar á frumsýningu í bíó, glugginn væri tjaldið og ég bíómyndin.

Ég fór og poppaði og henti poppinu út á tún og meðan þær kroppuðu í sig poppkornið stóð ég í glugganum og reyndi að fara með einhverja rullur til að skemmta þeim.
Mundi bara eina rullu sem ég lék einu sinni í barnaskóla en þá var ég Anda Branda. Ekkert erfiður texti..meira svona kvak eitthvað en mér fannst það alveg við hæfi þar sem þetta var nú dúfubíó.

Þegar poppið var búið og ég orðin þreytt á að kvaka í glugganum flugu þær allar sem ein aftur út í skóg. Og nú eru engar dúfur í hverfinu.

Hafið þið lent í að vera bíómyndir?

 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.8.2007 kl. 22:05

14 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég þarf að fá mér kött Sara...skemmtileg tilviljun!

 Í tilefni skrifa sumra í færslunni hér fyrir ofan um hverju finnst þér erfiðast að trúa??þar sem kemur fram hversu ruglað fólk er sem trúir á "talandi drekaflugur" verð ég að fá að taka það fram að aðalatriðið í þessari sögu af drekaflugunni er auðvitað hvað við urðum vitni að ..að fara með skrælnaða laufblaðið upp á gein og Tylla því með hinum grænu. Það var táknrænt á sinn hátt og sérstök sjón og ég leyfði mér að lesa þau tákn í gjörninginn sem mér fannst passa við svona táknrænan gjörning. Það er eins með þetta eins og allt annað..ekki taka neiu of bókstaflega..hafa smá pláss og sveigjanleika í lífi og hugsun.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.8.2007 kl. 08:47

15 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Það hefur verið sagt við þig áður, en ég ætla að segja það enn einu sinni: skrif þín ertu mannbætandi og dæmi um mannrækt af bestu gerð. Takk og aftur takk. Upgrade your email with 1000's of cool animations
 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.9.2007 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband