Leita í fréttum mbl.is

Lent

Mikið rosalega er veðrið hressandi og birtan falleg. Ég er lent á landinu mínu góða og bíð á stofugólfinu hjá mömmu eftir næsta áfangastað og skipinu sem siglir með dótið mitt heim. Ætla fá mér eina með öllu í hádegismat og horfa á Esjuna út um eldhúsgluggann. Mikið hlakka ég til að koma mér fyrir og vera heima hjá sjálfri mér á alla kanta. Setja lítið jólaljós í eldhúsgluggann og horfa á það og friðarljósssúluna til skiptis. Bæði jafn falleg og fín. Já ég er friðsæl og fagnandi og afskaplega fögur með alíslenskt hairdú. Dóttir mín segir..."Mom you look like a real icelander now" enda er ég komin með hár sem lítur út eins og alvöru hár og liggur niður í stað þess að sveima í kringum hausinn á mér eins og óákveðið ský. Er meira að segja ljóshærðari og litfríðari en áður. Nú myndu sveitalubbarnir í héraðinu heima reka upp stór augu gætu þeir séð hina nýju mig. Það er mikill munur á mér sem enskri blómaros eða sem íslenskri valkyrju. Bara tvær ólíkar konur verð ég að segja. 

Já það er voða gott að vera komin alla leið heim. Ég bíð spennt eftir að sjá hverju lífið skolar að ströndu að þessu sinni.


784

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kidda

Hjartanlega velkomin heim


kidda, 27.10.2007 kl. 12:14

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega velkomin heim á Frón. Ég er viss um að allt mun ganga vel hjá þér. Enn og aftur velkomin heim í heiðardalinn

Ásdís Sigurðardóttir, 27.10.2007 kl. 12:16

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Velkomin til þíns heima, valkyrja

Bloggvinakveðja frá Als 

Guðrún Þorleifs, 27.10.2007 kl. 12:17

4 Smámynd: www.zordis.com

Gott að heyra að allt hafi gengið vel, á stofugólfinu heima hjá mömmu og væntingarnar ... nýtt upphaf er dásamlegt spor sem hefur allt að geyma!

www.zordis.com, 27.10.2007 kl. 12:37

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég bæti mér í hóp þeirra sem velkomna þig heim til okkar:-)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.10.2007 kl. 12:38

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vó hvað ég er búin að bíða spennt eftir þessari færslu.  Velkomin, velkomin, velkomin og hvað mig hlakkar rosalega til að knúsa og kyssi (eins og Jenný segir) OMG til hamingju elskan

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.10.2007 kl. 13:43

7 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Gott að vera búin að fá þig heim - nú er bara að taka hitting á blog.vinina......

Velkomin heim, hjartans!

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 27.10.2007 kl. 13:50

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Takk elskurnar...það skrítna er samt að mér finnst óþægilegt að blogga á íslandi...var miklu betra og öruggara einhvernveginn að blogga úr fjarlægð yfir hafið. Eins og maður sé sýnilegri þegar maður gengur á sama landi og þið...hehe. Þetta rjálast örugglega af kerlu og já ég sé fyrir mér að sitja sem fastast á kaffihúsum meðan ég bíð jólanna og drekka kaffi með bráðskemmtilegum bloggurum!! En fyrst þarf ég að ritgerðast svolítið og vonandi flytja í vikunni á mina Sólvelli og láta sólina skína á mitt nýja heimili.

Jamms.... 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.10.2007 kl. 13:57

9 identicon

Velkomin heim.

Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 15:01

10 Smámynd: Hugarfluga

Velkomin heim, Snædrottning! Gott að fá þig heim

Hugarfluga, 27.10.2007 kl. 15:06

11 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Velkomin heim bloggvinkona mín. Ég vona að Ísland taki áfram svona vel á móti ykkur eins og dagurinn í dag. Og engin ástæða til að ætla annað

Hafið það gott og gangi ykkur vel að koma ykkur fyrir

Ragnhildur Jónsdóttir, 27.10.2007 kl. 15:14

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Velkomin heim

Hrönn Sigurðardóttir, 27.10.2007 kl. 15:50

13 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gangi þér vel kæra valkyrja.

AlheimsLjós til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.10.2007 kl. 15:56

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Velkomin heim flotta kona.

Marta B Helgadóttir, 27.10.2007 kl. 16:51

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Velkomin heim elsku Katrín mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2007 kl. 16:58

16 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ó, hvað ég er glöð að vera búin að fá ykkur heim. Vona að við hittumst sem fyrst. Knús á liðið þitt!

Guðríður Haraldsdóttir, 27.10.2007 kl. 17:38

17 Smámynd: Huld S. Ringsted

Velkomi heim

Huld S. Ringsted, 27.10.2007 kl. 18:34

18 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Velkomin heim. 

Anna Einarsdóttir, 27.10.2007 kl. 22:44

19 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Velkominn heim!!! Lentirðu á afmælisdegi mínum? Vá! Hlýtur að boða gott   Takk fyrir kveðjuna og hlakka til að sjá þig þegar þú mætir með TÓMSNILLINGANA!

Margrét St Hafsteinsdóttir, 27.10.2007 kl. 23:23

20 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Spennó! :)

gerður rósa gunnarsdóttir, 28.10.2007 kl. 06:33

21 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Velkomin heim

Kaffið í Klettahlíðinni bíður ykkar

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 28.10.2007 kl. 10:23

22 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Velkomin heim

Gaman væri að hittast við tækifæri.

Bestu kveðjur Ingigerður 

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 28.10.2007 kl. 16:34

23 Smámynd: Ívar Pálsson

Velkomin á Klakann!

Ívar Pálsson, 28.10.2007 kl. 20:57

24 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Nú þarf að lesa nýjasta nýtt á minni síðu og senda mér bókatitla í vikunni

Marta B Helgadóttir, 28.10.2007 kl. 22:45

25 Smámynd: josira

Kæra Katrín, velkomin heim...

josira, 28.10.2007 kl. 23:31

26 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Takk fyrir allar þessar hlýlegur heimkomukveðjur kæru bloggvinir....en mér finnst ég samt ekki vera komin heim fyrr en ég er flutt inn með allt mitt hafurtask og bækurnar mínar komnar uppí hillu.  Skipið siglir í höfn á morgun með búslóðina og ég ætti að vera búin að koma mér fyrir um helgina. Mikið ofboðslega rosalega frábærlega verður það nú geðveikt GOTT!! Kertaljós og kúr í eigin rúmi. Ohhhh.....

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.10.2007 kl. 23:36

27 Smámynd: josira

og takk fyrir fallegu fjallamyndina......upplifði mig í henni... hér á árum áður á minni hvítu yndislegu hryssu:

Kraumandi kraft, ótrúleg geta
frelsi í faxi verður að meta
Í fjallaferðum nýtur hún sín
elskulega merin mín

Þegar sest er í hnakkinn,
þá reisist makkinn
Forustuhross, mikið í reið
henni liggur gatan greið

Minningarnar sem koma fram hér
saman streyma um hjarta mér.
Tengdar urðum órjúfa böndum
í faðmi frelsis, á fjöllum og söndum

josira, 28.10.2007 kl. 23:45

28 Smámynd: Fríða Eyland

Velkomin, hvar get ég nálgast kortin

Fríða Eyland, 4.11.2007 kl. 21:53

29 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Mikið og innilega velkomin á Klakann, kæra Katrín!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.11.2007 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband