Leita í fréttum mbl.is

Ég er orðin alíslensk á mettíma..

Ekki það að ég hafi ekki verið íslensk í blóði og beinum alla tíð en ég var komin með annan takt og minn eiginn rythma. í dag efast ég um að blóðið renni hægt og fagurlega um æðar mér...hugsanir sem ég vel sjálf af gaumgæfni staldri við í mínum kolli og að stresslevelið sé undir hættumörkum. Allir trjáandaar og skógargyðjur sem sveimuðu sætt í kringum mig á mínum morgungöngum í skóginum græna þarna í útlandinu hafa fyrir löngu forðað sér og í staðinn sitja svart hvítir púkar á öxlum mér og rífast um í hvora dótabúðina  við eigum að fara til að kaupa tvær afmælisgjafir.

Ég sé sjálfa mig eins og ég var..hér kemur dreymandi saknaðaraugnaráð.... eins og barn sem horfir á blöðruna sína svífa æ lengra upp í geim á 17. júní....fjarlægjast meir og meir þar til hún hverfur og verður bara eins og týndur draumur. Gömul minning. Eitthvað sem hefði getað orðið en dó. Halo

 

Verð að muna eftir að setja bjórdælu og candyflossvélina á jólagjafalistann minn.

Farin í bæinn...held ég fari á gullbilnum í dag. Miklu betra að svína á öðrum í umferðinni á þannig litum bíl. Og glætan að ég gefi  stefnuljós..það kemur engum andskotans neitt við hvert ég er að fara.

Andleg rólegheit hvað???  Engar gamalar lummur hér..ég er alvöru kona með báða hælaskó á freðinni jörðinni. Það eina sem veldur mér hugarangri er að ítölsku marmara lamparnir verða víst ekki komnir fyrir jólin. Set á mig meiri varalit. Farin í bæinn með mína velmegunargrímu yfir augunum. Þau eru nefninlega spegill sálarinnar..hvað sem það nú aftur er.

GreenfeldMasksGreenfeldMasksGreenfeldMasks
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

 Velkomin heim en endilega notaðu nú stefnuljósin, bara til þess að við hin getum rýmt til fyrir dívunni í tæka tíð.

Ingi Geir Hreinsson, 24.11.2007 kl. 11:48

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

"Allir trjáandaar og skógargyðjur sem sveimuðu sætt í kringum mig á mínum morgungöngum í skóginum græna þarna í útlandinu hafa fyrir löngu forðað sér..." 

Farðu vel með þig frábæra kona.

Reynum að hamla gegn stressinu eins og hægt er, svo langt sem maður kemst upp með að sogast ekki að öllu leyti inn í þá hringiðu. Gönguferðir, sund, gott kaffi, ljúf tónlist, kertaljós, góðar bækur eru mínar helstu lækningaaðferðir í þessum tilgangi. 

Marta B Helgadóttir, 24.11.2007 kl. 11:52

3 Smámynd: www.zordis.com

Konan aðlagast sínu ytra umhverfi .... njóttu friðarins sem þú berð með þér og njóttu fegurðarinnar í umhverfinu!

Ég ætla að slaka á með gerð jólakortanna í ár!

www.zordis.com, 24.11.2007 kl. 12:20

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Aldeilis fljót að grípa hinn alíslenska anda, vona samt að þegar þú ert búin að koma þér vel fyrir að rólegheitin taki sig upp á ný.  Njótt verslunarlausa dagsins 

Ásdís Sigurðardóttir, 24.11.2007 kl. 13:01

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

ahahah hvað þetta var skuggalega góð lýsing af nútíma íslenskri konu!

Vil samt benda þér á "leynistaðinn" minn til að hitta trjáanda og skógargyðjur: Hellisgerði í Hafnarfirði. Ég er alveg tilbúin að lána þér hann smá.....

Ragnhildur Jónsdóttir, 24.11.2007 kl. 16:22

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alveg er ég viss um að trjáandarnir og skógargyðjurnar þínar hafa fylgt þér heim.  Njóttu þín í jólavertíðinni mín kæra, og hafði það gott

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2007 kl. 16:29

7 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Sódóma . . .

Trúi þér ekki

Hlakka nefnilega til að koma heim og sjá þig svífa um Hljómskálagarðinn

Guðrún Þorleifs, 24.11.2007 kl. 19:50

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég á leynistað þar sem skógargyðjan og álfarnir bíða mín. Þar legg ég hina konuna á hilluna og tipla varlega um ókunna stigu

Hrönn Sigurðardóttir, 24.11.2007 kl. 21:37

9 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það hljóta að vera mikil viðbrigði fyrir þig að koma heim í allt stressið og tillitsleysið í umferðinni. Sonur minn býr í úthverfi London og er bakgarður hans Richmond Park þar sem gott er að ganga um í fylgd skógargyðja, skógargoða og dádýra. Það eru mikil forréttindi finnst mér að búa á slíkum stað, - að vera samtímis í stórborg og sveit.

Römm er sú taug, er rekka dregur, föðurtúna til. Mikið má sú taug vera römm, segi ég nú bara.     Velkomin heim Katrín !

Ágúst H Bjarnason, 25.11.2007 kl. 10:56

10 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Endilega drífðu þig í bæinn og vertu á flottustu háu hælunum þínum. Getur ekki verið þekkt fyrir annað. Algerlega sammála þér með stefnuljós, hinum fábjánunum kemur ekkert við hvert skal haldið, alveg rétt. Og þú verður auðvitað að fara í Toys ´R Us og Just 4 Kids og Leikbæ. Og Ikea, því þú veist að þar byrja jólin. Svo ferðu á einhvern gasalega huggulegan bar, eins og t.d. 101 Reykjavík og færð þér jólaglögg. Þar verðurðu í réttum félagsskap og alveg möguleiki að þú komir í "hver var hvar".  Elsku Katrín, það er kominn tími til að þú gerir þér grein fyrir hvað lífið gengur út á.

(Sic transit gloria mundi). Dæs og stuna. Amen.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.11.2007 kl. 11:15

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Bókaspjallið er komið í gang núna.

Marta B Helgadóttir, 25.11.2007 kl. 12:01

12 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sic transit gloria mundi segir Guðný. Má ég bæta við Per ardua ad astra. Þannig er einmitt lífið, þeir fiska sem róa og enginn verður óbarinn biskup. Vefsíðan þín hefur lengi heillað mig með fallegum myndum og vel smíðuðum texta. Framtíðin er þín !

Ágúst H Bjarnason, 25.11.2007 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 310922

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband