Leita í fréttum mbl.is

Með hnullung í hausnum

Þegar ég halla höfðinu er eins og ég sé með steinhnullung sem dettur út í hliðar hauskúpunnar og kremur í mér heilann. Ef ég beygi mig fram er eins og risabjörg fari fram af brún og skelli í enninu á mér rétt fyrir ofan augun. Þar fyrir utan hef ég það nokkuð gott. Fékk myndirnar mínar úr römmun í gær hjá honum Markúsi sem er sannur íslendingur og "reddar" hlutunum þó hann sé að drukkna í vinnu. Svo hentist ég að sækja printið fyrir hana Guðný Svövu af tvíburakonunni sem hún valdi sér sem verðlaun fyrir flotta ljóðið hennar sem vann í síðustu sögukeppninni hér.

tvíburakonan

 Þar sem ég fór að sækja printið rakst ég að mjög góðlegan mann sem spurði hvort ég væri systir systur minnnar sem ég játti auðvitað. Hann sagði að þau ynnu stundum saman..og svo sagðist hann lesa bloggið mitt og kynnti sig. Mér varð eitthvað svo mikið um þennan myndarmann að ég hreinlega yfirgaf staðinn í einhvers konar huliðsskýi og skildi veskið mitt eftir með öllum milljónunum eftir á borðinu hjá þeim. Öðlingurinn hringdi svo til mín þar sem ég var með fullan bíl af málverkum, dóttur, vinkonu og barnabarni fyrir utan innrömmunarversktæðið og bauðst bara til að skutla því heim til mín þar sem hann væri að fara á einn stað úti í bæ. Svo vel vildi til að staðurinn var akkúrat vinnustaður mannsins míns svo hann skutlaði veskinu mínu bara til hans. Svona spinna nú örlaganornirnar  vefi sína á snilldarlegan hátt,  það fer ekkert framhjá þeim þegar þær eru í vinnunni get ég sagt ykkur...og eins og það væri ekki nóg hitti ég Lísu bloggvinkonu hjá tryggingafélaginu þar sem ég skaust inn til að fá endurskinsmerki fyrir börnin. Ekki hægt að þau labbi í skólann á morgnana í dökkum fötum og kolsvarta myrkri.  Og bara svo þið vitið það..því ég var búin að leita út um allt af endurskinsmerkjum....  þá fást þau ókeypis hjá tryggingafélögunum.

Núna ætla ég að gleypa verkjalyf..sem ég geri næstum aldrei nokkurn tímann en kona verður að halda áfram með sitt þrátt fyrir hnullunga í höfði. Ég elti bara á mér hausinn sem er þyngsti hluti líkamans núna og reyni að halda andlegu og líkamlegu jafnvægi meðan þessi flensa fer í gegnum ónæmiskerfið mitt. Hef sólhattsdropana í mínu liði og sturta þeim reglulega í minn kropp og veit að þeir gera sitt besta til að vinna orustuna svo ég geti staðið fallega án þess að vera með hausinn í gólfinu,  horslóð á eftir mér og rauð sokkin augu á myndlistarsýningunni minni á laugardaginn.

Mikið eru nú málverkin fín og falleg komin í svona ramma..bara eins og þau hafi verið sköllótt og alsber áður en þau fengu þessa fínu búninga til að vera á hátíðinni. Allt annað að sjá þau núna.

 

horpuleikari

 Það er ekkert unaðslegra en hörpuleikur við höfuðverk...Nú ætla ég að hlusta á jólalega geisladiskinn með Palla og Moniku þar sem hún leikur svo fallega á Hörpuna.

Diskóið hans Palla verður hins vegar að bíða betri tíma.

 

Munið svo að nota endurskinsmerkin í svartasta skammdeginu elskurnar mínar.

Sjáumst!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Batakveðjur honnípæ

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 11:49

2 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Þetta sem þú lýsir í byrjun lítur út fyrir að vera hausverkur... En ég er nú einginn læknir....

Stefán Þór Steindórsson, 29.11.2007 kl. 13:12

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi batnar þér sem allra fyrst Katrín mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.11.2007 kl. 13:41

4 Smámynd: Alfreð Símonarson

Láttu þér batna, batinn er bestur þegar manni líður vel.

Alfreð Símonarson, 29.11.2007 kl. 13:44

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Góðan bata Katrín mín.

Steingerður Steinarsdóttir, 29.11.2007 kl. 15:03

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Svei mér þá ef mér ekki bara að batna...en gleymskan er enn sú sama. Skaust í hádeginu að fá mér súpu með eldheitum femínistakonum..súpan var góð og þær líka en önnur þeirra varð að borga fyrir mig súpuna þar sem ég gleymdi kortinu mínu heima. Mér er líklega ekkert alveg batnað og heilinn og minnisstöðvarnar vel kramdar undir hnullungunum.

Búið ykkur vel undir óveðrið sem er að bresta á. Ég hlakka svo til að kúra með kerti og teppi meðan Kári hamast á Suðvesturhorninu. Ég ætla að horfa á sjónvarpið í kvöld þar sem ég fékk loksins sjónvarpstenginguna mína langþráðu í gær Sit bara hér með minn sólhatt og man ekkert af hverju.

Smjúts. 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 15:18

7 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Hafðu það gott með Palla og Kára og Hörpu bíddu.... þekki ég þetta fólk ?

Sjáumst á laugardag

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 29.11.2007 kl. 19:53

8 Smámynd: josira

Kári og Katrín.

 

 

Þegar með látum, Kári kemur

 

í kolamyrkri og húsið lemur.

 

Lúin hún Katrín, kósý vill liggja

 

líkamann hvíla og kakó þiggja.

 

  

Þrýsting í höfði, losnar við

 

vöðvaþreytu og verk í lið.

 

Listræna ljúfan, sem sólhatt á

 

sætan sófa og nú sjónvarp að sjá.

 

  

Alsæl og agndofa finnur um stund

 

er skjássins skermir, léttir lund

 

og ljúflega loga svo kertin skært

 

stund undir teppi, hún sofnar vært.

 

  

Svífur svo í hörpunnar hljómi

 

hugarvitund í blómstrandi blómi

.

Bylgjuómarnir birtuna vefa,

 vekja von og lækningu gefa.  Josira.

josira, 29.11.2007 kl. 20:05

9 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Góðan bata!   Ég hlakka til að sjá málverkasýninguna þína.

Ágúst H Bjarnason, 29.11.2007 kl. 20:51

10 Smámynd: www.zordis.com

Láttu þér batna og gangi þér vel.  Langar að koma og knúsa þig og sjá sál þina!

Un beso para ti reina mía! 

www.zordis.com, 29.11.2007 kl. 23:33

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Vá en yndislegt ljóð Josira..kærar þakkir. Bloggvinir mínir eru svo miklir snillingar. Mikið er ég heppin. Flensa frænka er þaulsætin og hefur talað Alice Þórhildi ömmubarn og Karen mömmu hennar í bólið og Nói fer til læknisins í dag til að fá úr því skorið hvaða rauðu deplum hún hefur plantað í háls og á tungu og ég er svona lala með litla rödd og þörf fyrir mikið kúr núna. Við Nói ætlum að horfa á myndina The peaceful warrior á eftir sem aðrir heimilismeðlimir segja algerlega frábæra. Það er gott að fá góða næringu fyrir andann..það lagar nefninlega svo oft líkamann.

Svo verð ég spikk og span á morgun..eina sem ég hef í raun áhyggjur af er í hverju ég ætti að vera. Knús.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.11.2007 kl. 11:01

12 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góðan bata kæra

Guðrún Þorleifs, 30.11.2007 kl. 11:33

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Láttu þér batna Katrín mín. mikið er þetta fallegt málverk.

Kristín Katla Árnadóttir, 30.11.2007 kl. 16:37

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vont að heyra um þessa hnullunga, vona að þeir hverfi fljótlega.  Mikið er ég farin að hlakka til að koma á sýninguna þína.  Kær kveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.12.2007 kl. 00:24

15 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæra katrín. spenandi með verkin þín, og sýningu. ég opna líka sýningu í dag. best að setja inn auglýsingu á blogginu mínu.

kær kveðja og AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.12.2007 kl. 08:24

16 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góðan bata dugelag stelpukona og til hamingju með sýninguna.

Marta B Helgadóttir, 1.12.2007 kl. 11:04

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gangi þér vel í dag Katrín mín.  Ég hugsa til þín og verð þarna i huganum.  En ég sit veðurteppt á Ísafirði.  Ekkert flug eða bílferð var í gær.  En ég ætla að koma á sýninguna þína þótt síðar verði.  Með góðri kveðju. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.12.2007 kl. 12:36

18 Smámynd: www.zordis.com

Gangi þér vel í dag, allan dag!

www.zordis.com, 1.12.2007 kl. 14:03

19 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég fór að skoða sýningu þína í dag, en því miður gat ég ekki verið við opnunina í gær þar sem yngri dóttirin átti afmæli. Það hefði vissulega verið mun skemmtilegra að eiga þess kost að hitta listakonuna á sýningunni!

Ég varð mjög hrifinn af verkum þínum. Þau njóta sín auðvitað miklu miklu betur í raunveruleikanum en sem myndir á vefnum. Ég vil ekki gera upp á milli myndanna, en naut etv. best myndanna sem voru í ganginum, þ.e. Fiðrildastelpan, Tvíburakonan og svo stóra myndin Ljós í myrkri. Mér fannst fallegir litir og birta í myndunum sem kenndar eru við tré og svo myndirnar af sólkerfinu. Reyndar fannst mér allar myndirnar fallegar.  - Sumar hefði ég viljð skoða betur, en kunni ekki við að klöngrast yfir gestina sem sátu framan við þær

Líklega á ég eftir að fara aftur á sýninguna til að njóta myndanna enn betur. 

Ágúst H Bjarnason, 2.12.2007 kl. 17:23

20 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Það hefði verið spennandi að sjá sýninguna þína. Ég hefi svo gaman af allri list og þá sérstaklega myndlist. Gangi þér vel og til hamingju með sýninguna.  Kveðja frá Eyjum.

Þorkell Sigurjónsson, 2.12.2007 kl. 18:15

21 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Elsku besta Katrín. Þakka kærlega fyrir mig á opnun sýningar þinnar. Þetta var alger upplifun: 1) hitta þig og þína yndislegu fjölskyldu; 2) skoða myndirnar, sem eru ennþá fallegri og dýpri þegar maður er augliti til auglitis við þær; 3) hitta Mörtu bloggvinkonu og systur hennar, Unni,  Guðnýju Svövu og Jónu. Yndislegt; 4) njóta gæðakakós með rjóma í gömlu húsi með uppáhaldsgluggunum mínum.  Ég komst í þvílíka jólastemmningu og þá gefandi hugaraafstöðu, þegar maður hrifst einlæglega af einhverju. Ég ætla að draga lífsförunaut minn með mér með kaup í huga. Takk aftur og gangi þér vel! Ég er viss um að þú ert búin að heila úr þér hausverkinn!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.12.2007 kl. 23:03

22 Smámynd: www.zordis.com

Þýðir ekkert að agnúast yfir því að hafa ekki komist!  Cést la vie!

En ... koddu nú til baka, með engan hausverk og sprikklandi káta með úttroðna buddu af hamingju ....

www.zordis.com, 2.12.2007 kl. 23:22

23 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Æ þið eruð bara bestu bloggvinir í heimi..segi það og skrifa OG meina það!!!

Ég ætla að setja inn blogg um opnunina ásamt myndum við fyrsta tækifæri..en fyrst verð ég að klára eitt áríðandi verkefni og koma því frá. 

En mér er sko snarbatnað eftir alla góðu straumana sem ég fékk í gær

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.12.2007 kl. 23:35

24 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Vonandi batnar þér sem fyrst. Það var ægilega gaman að hitta þig og fallegu fjölskylduna þína. Myndirnar þínar eru yndislegar. Það var líka skemmtilegt að hitta Mörtu, Guðnýju Önnu og Jónu. Svo skrýtið  að sjá þær ljóslifandi fyrir framan sig. En skrýtnast var þó að hitta þig og sjá að þú lítur  alveg eins út  og myndin sem þu notar á blogginu þínu.

Takk æðislega fyrir mig. 

Svava frá Strandbergi , 2.12.2007 kl. 23:35

25 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Ég er sjálfur búinn að vera þannig að ég er bara að berjast við að halda fæðunni innanborðs. En ég ætla að líta á sýninguna eins fljótt og ég get.

Góðir straumar úr Breiðholtinu.

Ingi Geir Hreinsson, 3.12.2007 kl. 19:45

26 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Ég er mjög hrifinn af tilvitnuninni hér efst. Ef ég má (höfundur ókunnur): Yesterday is history, tomorrow is a mystery, today is a gift, that's why it's called the present.

Ingi Geir Hreinsson, 3.12.2007 kl. 19:48

27 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk kærlega fyrir okkur systur á opnun sýningarinnar. Þetta var bæði skemmtileg og hátíðleg stemning.

Þær eru svo miklu flottari myndirnar að sjá þær svona  "lifandi" heldur en að sjá ljósmyndir af þeim.

Marta B Helgadóttir, 3.12.2007 kl. 20:57

28 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hlakka til að lesa bloggið þitt um sýninguna.

Kær kveðja frá einni í fjarlægð

Guðrún Þorleifs, 4.12.2007 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband