Leita í fréttum mbl.is

Fjúkandi rjúkandi rokhviður í lífsins ólgujólasjó

Ég var rétt aö fjúka heim úr Hafnarfirðinum þar sem er kolvitlaust veður eftir aö hafa kíkt í heimsókn til mágs míns með blóm í tilefni afmælis hans í sl viku. Ætlaði auðvitað fyrir löngu að vera farin með blómin en það hefur verið svo mikið að gera. Veit ekki hvað hefur gerst síðan ég kom heim. Ég er bara á spani og ani alla daga út og suður.

Stikla bara á stóru hér og tylli niður tám á þeim stöðum sem mér finnst bloggverðir.

Á föstudagssíðdeginu þegar ég keyrði í gegnum hringtorgið í vesturbænum í kulda og frosti næstum því kúrandi og volandi við stýrið sá ég skemmtilega sjón sem hlýjaði mér um hjartarætur. Á miðju hringtorginu í fönn sat maður á postulínsklósetti með brækurnar niður um sig og las í bók. "Það er ekki einleikið hvað jólabókavertíðin nær víða þessa dagana" hugsaði ég með sjálfri mér og kímdi. Ég sjálf nýbúin að lesa bók Arnaldar Indriðasonar Harðskafi liggjandi í flensu undir sæng og það hefði aldrei hvarflað að mér að setjast út á hringtorgið og pissa þar meðan ég las. Alltof kalt fyrir utan það að vera kannski of spéhrædd til að gera slíkt. Ég veit reyndar ekki hvað maðurinn var að lesa þarna...en það hlýtur að hafa verið mjög spennandi!!!!! Mæli hins vegar mjög með Harðskafanum og myndinni sem ég fór með krökkunum að sjá um helgina...Duggholufólkið.  Þrjár gelgjur sem sátu á næsta bekk fyrir aftan okkur flúðu salinn argandi og gargandi vegna spennunnar. Algerlega frábær mynd og mæli ég eindregið með henni fyrir alla fjölskylduna. Bloggvinir mínir koma víða við..Ásthildur Cesil kemur þar við sögu og svo Beta bloggari sem klippir myndina. Bara fimmstjörnubíó þarna á ferðinni.Smile

Ekki finnst þó öllum málverkasýningin mín vera fimmstjörnu virði og fékk ég póst um það í gestabókina á blogginu sem ég vil endilega að þið lesið. Get því miður ekki kópíað og peistað það hingað inn. Það er alltaf lærdómsríkt að sjá hvernig aðrir upplifa það sem maður er að gera.

Að halda sýningu er eins og að setja sjálfan sig á vegginn allsberan og bíða dómsins. Og maður fær hann beint í æð. Bæði jákæðan og neikvæðan. Og við það verður maður að lifa eða deyja. Þannig er bara lífið og listin að lifa. Maður gerir aldrei öllum til geðs...þess vegna er mest um vert að vera sjálfum sér trúr  hvað sem tautar og raular.  Við erum jú eina manneskjan sem við þurfum að lifa með í gegnum súrt og sætt alla tíð og það er engin undankomuleið út úr því.

Annars er það helst að frétta að jólaskapið er í góðu formi og jólaljósið komið í eldhúsgluggann ásamt 6 glitrandi jólaeplum og heilsan í fínu lagi eftir smá aðlögun að íslensku veðurfari með hósta hnerrra og hálsbólgum.

Og hið íslenska rok sem nú hvín fyrir utan gluggann minn finnst mér einstaklega sjarmerandi og hressandi og ég finn bara hvernig það feykir burtu því sem þarf að fara. Best ég kíki út á hringtorgið og athugi með manninn sem les þar á klóinu...trúii ekki öðru en að hann sé kominn í skjól og búinn að hysja upp um sig brækurnar og bækurnar.

Óskabókin mín í ár er Sköpunarsögur með viðtölum við rithöfunda. Þá verður minn jóladagur fullkominn..á náttbuxum með appelsín og malt og Nóakonfekt að lesa í snjókomu.

Bara perfect!!!Heart

Knús og Jólamús.

trees

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndisleg jólafærsla.  Knús á þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.12.2007 kl. 01:07

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndisleg færsla, það er gaman að sjá en eg upplifi skrifin .þín öðruvísis núna en þegar þú bjóst í útlandnu, er .það tímabundið er'eða er komin meiri raunveruleiki í lífið !

það er svo með myndlistina eins og þú segir að það er bara hægt að vinna út frá sjálfum sér og sínu hjarta, annað er ekki sannleikur eigins hjarta, og hlýtur að fara illa.

til hamngju með lífið á íslandi.

AlheimsLjós

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.12.2007 kl. 06:14

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæl Katrín. Það er greinilegt að þessi Toro Manafov sem skrifar í gestabók þína hefur ekki mikið vit á list. Sjálfur er ég búinn að skoða sýningu þína tvisvar, og eiginlega ekki fengið nóg. Frábær sýning.

Takk fyrir skemmtilega færslu.

Ágúst H Bjarnason, 11.12.2007 kl. 07:34

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Risastórt knús í Vesturbæinn frá hinu rokrassgatinu á Skaganum. Læt heyra frá mér bráðum, það er eiginlega tvöföld vinna núna og meira álag vegna hátíðanna. Býst við að fá frí á aðfangadagskvöld. Hehhehe. Hlakka til að fara og skoða sýninguna þína.

Guðríður Haraldsdóttir, 11.12.2007 kl. 12:25

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Jah, þessi TM þarna í gestabókinni, piff! Ég upplifi sýninguna þína sem vinnu frá hjartanu og ég vildfi gjarnan að fleiri myndlistamenn ynnu þannig. Ég veit ekki hvort hann/hún (T.M.) ætlaðist til að sjá landslag eða módelsjóv en ég upplifi allavega skýrt módel-landslag hjartans og andans í myndunum þínum. Fínleg litasamsetningin og næmnin fyrir táknum litanna og eiginleikum þeirra og hvernig ljósið kemur í gegnum mörg lög af fínlegum lit, það var það sem ég heillaðist af. (þess vegna vantaði mig betra ljós á tvær myndanna, sem eru á milli glugganna) Og í alvöru, það eru tvær myndir þarna (sólin og bláa plánetan, man ekki nafnið) sem ég hefði keypt strax ef ...... en ég ætla bara að fara á sýninguna aftur og heimsækja myndirnar. Vonandi hitti ég á þig næst Katrín. Til hamingju með þessa yndislegu sýningu!

Ragnhildur Jónsdóttir, 11.12.2007 kl. 12:32

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Toro Manafov

These paintings are awful - Get real! This isn't art, I've seen better work from school kids. You should be hiding this work, not "exhibiting" it... Go on holiday to Europe, read books about and illustrting artistic expression, get some culture. The paintings here are remedial, devoid of any talent or technique. If you learned about art you would appreciate this for yourself... You have alot to learn, right now you're not even a decent "hobby artist" (yet you advertise your work as professional!) Good luck! T.M.

Toro Manafov (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 6. des. 2007

Ertu að meina þetta Katrín mín.  Ekki prentstafanna virði.  Eitthvað  virðst þú hafa hreyft við þessum Toro, ef hún/hann heitir þá því nafni.

Ég hlakka mikið til að skoða myndirnar þínar.  Ég vona að þær hangi enn á sínum stað þann 29.  Því þá ætla ég mér að koma í heimsókn og skoða. 

Svona skrif eins og hér að ofan flokkast undir eitthvað sem líkist ÖFUND

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.12.2007 kl. 13:09

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Var búin að kópera eins og Ásthildur og ætlaði að setja hérna inn, þetta er sérstök upplifun hjá viðkomandi. En allavegana heillast ég af verkum þínum og það dugar mér.  Kær kveðja 

Ásdís Sigurðardóttir, 11.12.2007 kl. 21:15

8 Smámynd: www.zordis.com

Þekki svona viðbrögð en segi að þau eru mikilvæg!  Ekki af því að þau eru neikvæð heldur er það "reaktjónið" sem þú nærð!  Alltaf gaman að fá hól og hæ en það er hollt og hvetjandi að snerta allar taugar listunnandans.  Er reyndar á því máli að það er munur á gagnrýni og dónaskap!

Sumir eru sætari en aðrir en það er reflectið og hið innra geislandi eðli sem er mest um vert!  Æm lost for you!

www.zordis.com, 11.12.2007 kl. 21:56

9 identicon

Ég hef stundum sagt að öfundin er uppspretta margs af því versta í heiminum. Ætla ekkert að fílósófera meira um öfundina hér en mér finnst nokkuð ljóst að það sé hún sem stýrir penna þessa TM eins og Ásthildur bendir á. Ég vona að klemmurnar og knúsin og sólargeislarnir og ljósin frá bloggvinum þínum og öðrum í kringum þig eyði þeim óveðursskýjum sem þessi TM sendi þér í sinni vandlátu öfund.

Rakel Sigurgeirsdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 23:52

10 identicon

Ég er spenntur að komast á sýninguna þína.Læt vita af mér. þangað til.    Settu ruslasíu í Gestabókina!    Gangi þér vel.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 04:02

11 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Vonandi heillast einhver svo að myndunum þínum að viðkomandi langi til að eignast hlutdeild í þeim. ~ ~ vilborg

Vilborg Eggertsdóttir, 12.12.2007 kl. 06:07

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þakka ykkur fyrir commentin og faleg skrif alltaf hreint. Svona til að láta alla vita þá er ég ekkert miður mín eða döpur yfir að fá alls konar gagnrýni. Það er þó eitt sem maður gegnur að sem vísu í lífinu að ef maður gerir eitthvað þá verða aldrei allir sammála um útkomuna. Aldrei!!! Fyrir mér er list að skapa eitthva sem segir sögu og talar sínu eigin tungumáli sem hreyfir við áhorfandanum...Ég mála innan frá og út og oftast verða viðfangsefnin til af sjálfu sér og eftir tilfinningu. Tæknilega fullkomin listaverk geta verið stórfengleg en sum þeirra geta á sama tíma ekki haft neina hreyfigetu eða neina sögu að segja. Það er misjafnt hvað fólk upplifir í því sem það sér og af hverju það hrífst. Og svo það sé nú enginn misskilningur í gangi þá er ég skúlptúristi sem elska að mála og mun eflaust halda því áfram þar til ég verð gömul eldri og elst

Eigið svo góðan og fallegan dag í anda jólagleðinnar kæru bloggvinir. Ég  fer ekkert ofan af því að mínir bloggvinir eru litfegurstu bloggararnir sem uppi eru..

Smjúts 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.12.2007 kl. 09:45

13 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, það er ekki spyrja að smekklausa fólkinu það er alltaf svo visst í sinni sök. Við smekkmanneskjurnar höfum hins vegar vit á að gleðjast yfir góðu verki og málverkin þín eru svo sannarlega falleg og góð verk.

Steingerður Steinarsdóttir, 12.12.2007 kl. 13:57

14 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Knús á þig.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.12.2007 kl. 16:22

15 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Toro Manafow er ekki maður að mínu skapi, að skrifa svona um fallegu verkin þín Katrín. Hann er aldeilis sjálfumglaður og nasty. Knús til þín.

Svava frá Strandbergi , 13.12.2007 kl. 18:13

16 Smámynd: www.zordis.com

jólarúnturinn ... var að koma með fullan poka af jólakúlum  heim og þigg rjúkandi capuchino ef þú ert með á könnunni ......

www.zordis.com, 13.12.2007 kl. 20:12

17 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég breytist í sannkallaða grumpy old lady í svona veðurofsa, þykist ekki vera það öðrum stundum auðvitað. Hárin á mér rísa og þau leggjast ekki aftur. Nánustu ættingjar sem mæta mér í þessu ástandi þekkja mig ekki og það er vel.

Marta B Helgadóttir, 13.12.2007 kl. 23:21

18 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þessi smekklausi mapur sem skrifar svona um verkin þín, hann er að lýsa sjálfum sér en ekki verkunum þínum. Hann er bara að tala út frá eigin óhamingju sem hann er blindaður af.

Marta B Helgadóttir, 13.12.2007 kl. 23:23

19 Smámynd: Vilborg

Við mamma og peyjarnir mínir 2 fórum á sýninguna þína í dag.  Sátum með heitt kakó og cappuccino og skoðuðum og ræddum myndirnar þínar.  Takk fyrir yndislega sýningu og að ná okkur úr ysi og þysi jólaumferðarinnar!

Vilborg, 14.12.2007 kl. 21:15

20 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Innlitskvitt og jólaknús :)

Hólmgeir Karlsson, 15.12.2007 kl. 14:28

21 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Innlitskvitt og góðar óskir til þín þarna á Íslandinu.
Greinilega aðrir straumar sem þar ráða ríkjum

Hafðu það sem best.

Kær bloggvinakveðja frá Dk 

Guðrún Þorleifs, 15.12.2007 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband