Leita í fréttum mbl.is

Er´etta kannski jólablogg???

Júmms þetta er jólablogg!!!

Kjötfars og hvítkál með kartöflum og bræddu smjörlíki og mömmu í jólaskapi.

Það er mín jólastemming...á leið í bæinn að redda smá gjöf fyrir morgundaginn.  Skyld´ða vera jólahjól??? Nei ekk alveg. Ég er búin að vera á svo miklu spani og ani...en í dag tók ég mér frí og heimsótti mínar bestustu vinkonur. Morgunkaffi og hádegiskaffi. Við höfum þekkst síðan við vorum 5 og 7 ára gamlar. Heilum fjörtíu árum síðar finnum við enn tengingu sem tengist beint í gegnum barnshjartaðHeart Við vitum hvaðan við komum og hvert leiðin hefur legið....og við þekkjum foreldra hvor annarrrar og spyrjumst fyrir um hvernig þau hafi það.  Það jafnast ekkert á við fortíð í skilningi og þekkingu...við munum og við vitum. Þurfum ekkert að þykjast.

Svo var kærkominn kaffibolli hjá systu minni kærustu þar sem við deildum minningum og krúttikornum úr lífinu. Svoleiðis hefur þessi dagur verið og núna er stefnan tekin á að sækja Sunnevuna fallegustu á Keflavík um miðnætti og þá er fjölskyldan fullkomnuð fyrir hátíðarnar.

Ég og Óli, Karen og litla Alice Þórhildur, Nói, Theodóra og Sunneva. Við öll hér um jólin ásamt ykkur bloggvinum. Mikið finnst mér mikið til ykkar koma.InLove

Fæst höfum við hittst en samt gefið svo mikið. Þannig á lífið að vera. Fallegt og gjöfult.

 Þau ykkar sem ég hef þá hitt eruð fegurri og betri en í eigin bloggpersónu. Jólin eru um fólk sem hefur hjartað á sínum stað..fólk sem þorir og vill vera það sjálft og kann að gefa af sér. Ég held svona þegar yfir er litið að mína besta gjöf um árið hafi verið að gerast bloggari og kynnast ykkur öðlingar og koma aftur heim í mitt kæra kot...Íslandið!!!

FMF199~Solitude-Posters

Það er gott að hafa nýja sjón á það sem gerir vel.  Elska ykkur öll og er nú farin að kaupa fleiri jólagjafir.....og klára að kyngja kjötfarsinu áður en haldið er til Keflavíkur að sækja síðasta fjölskyldubrotið ....Sunnevu sem er að koma frá Englandi...svo við getum fagnað jólunum saman. Um það eru nefninlega jólin..við og við og við!!!

Krúttmolakveðjur og jólaknús

Katarína

rauð kerti


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Við og við og við ... nákvæmlega það og vera í jólaskapinu, vera skemmtilegur og þakka fyrir dásamlega tilveru!  Vona að þið njótið ykkar á íslandinu góða!

Jólakósýkveðjur .....

www.zordis.com, 21.12.2007 kl. 20:50

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott að þú ert sátt og sæl á Fróni á ný. Kannski hittumst við í góðra vina hóp á næsta ári, vona það.  Kær jólakveðja.   3D Santa 

Ásdís Sigurðardóttir, 21.12.2007 kl. 22:01

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hjartans jólakveðjur til þín og þinna, elsku Katrín. Það hefur verið sérdeilis ánægjulegt og gefandi að kynnast þér og viðhorfum þínum. Opnun sýningar þinnar er eitt af því sem stendur uppúr síðustu mánuði. Hafið það yndislegt á íslensku jólunum ykkar, öllsömul.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.12.2007 kl. 22:15

4 Smámynd: Vilborg

Jólakveðjur til þín, Óla, Karenar, Alice Þórhildar, Nóa, Theodóru og Sunnevu!  Hafið það gott í faðmi fjölskyldunnar um jólin.

Gleðileg jól

Vilborg, 22.12.2007 kl. 00:18

5 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Sendi þér mínar bestu óskir um gleðileg jól. Takk fyrir öll kærleiksríku bloggin þín á árinu :)

Hólmgeir Karlsson, 22.12.2007 kl. 00:27

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þvílíkt rosalega ógurlegt jólaknús sendi ég þér darling að þú hefur aldrei fengið annað eins ... en hitti þig kannski á Þorláksmessu, ef vel hittist á, ætla að ná heilsu og kröftum á morgun og ekki hreyfa mig úr bæ þangað til!

Guðríður Haraldsdóttir, 22.12.2007 kl. 00:43

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.12.2007 kl. 02:39

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Katrín. Ég sendi þér og fjölskyldunni bestu óskir um gleðileg jól.  Kærar þakkir fyrir einstaklega ánægjulega pistla.

Ágúst H Bjarnason, 22.12.2007 kl. 09:32

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega gleðileg jól og en gaman að öll fjölskyldan er sameinuð á þessari hátíð ljóssins.  Gangi þér allt í haginn Katrín mín, og við munum örugglega hittast á nýju ári. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.12.2007 kl. 10:28

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gleðileg jól

Yndislegt að fá alla fjölskylduna samankomna, það er það besta við jólin, samveran með fólkinu sínu sem kemur víða að.

Marta B Helgadóttir, 22.12.2007 kl. 11:56

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

 Lokaorð mín til þín á þessu ári kæri bloggvinur eru frá Nelson Mandela sem setur sig yfir eigin þarfir og hugsar sig sem heildina. Boðskapur inn í hið nýja ár sem á erindi til okkar allra.

Steina

Okkar dýpsti ótti er ekki að við séum vanmáttug.
Okkar dýpsti ótti er að við erum óendanlega máttug.

Það er ljósið innra með okkur ekki myrkrið sem við hræðumst mest.Við spyrjum sjálf okkur hvað á ég með að vera frábær, yndisfögur, hæfileikarík og mikilfengleg manneskja.

Enn í raun hvað átt þú með að vera það ekki?

Þú ert barn Guðs.

Það þjónar ekki heiminum að gera lítið úr sjálfum sér.
Það er ekkert uppljómað við það að gera lítið úr sjálfum sér til þess að annað fólk verði ekki óöruggt í kringum þig.

Við fæddumst til að staðfesta dýrð guðs innra með okkur, það er ekki bara í sumum okkar, heldur í hverju einasta mannsbarni.Og þegar við leyfum ljósinu okkar að skína, gefum við öðrum, ómeðvitað, leyfi til að gera slíkt hið sama.Um leið og við erum frjáls undan eigin ótta mun nærvera okkar ósjálfrátt frelsa aðra.
 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.12.2007 kl. 12:34

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gleðileg Jól elsku Katrín mín og fjölskylda.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.12.2007 kl. 12:49

13 Smámynd: halkatla

ég óska þér gleðilegra jóla ;)

halkatla, 22.12.2007 kl. 13:08

14 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Óska þér og þinni fjölskyldu Gleðilegra jóla

Valgerður Halldórsdóttir, 22.12.2007 kl. 13:38

15 Smámynd: Huld S. Ringsted

Óska þér og fjölskyldu þinni Gleðilegra jóla

Gif santa claus Images

Huld S. Ringsted, 22.12.2007 kl. 13:49

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gleðileg Jól elsku Snætrýna mín og megi gæfan hampa þér og hossa á nýju ári.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.12.2007 kl. 15:21

17 Smámynd: Bjarki Tryggvason

Gleðileg jól og takk fyrir vinskapinn 

Bjarki Tryggvason, 22.12.2007 kl. 18:10

18 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gleðileg jól og hafðu það sem allra best og þið öll  3D Elf With CandyCane 





Margrét St Hafsteinsdóttir, 22.12.2007 kl. 21:14

19 Smámynd: Þröstur Unnar

Bestu óskir um gleðileg jól og takk fyrir bloggvinskapinn á liðnu ári.

Þröstur Unnar, 22.12.2007 kl. 21:33

20 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Gleðileg jól Katrín og fjölskylda og gæfuríkt ár.

Takk fyrir gefandi og góð samskipti á blogginu. 

Anna Einarsdóttir, 22.12.2007 kl. 22:54

21 Smámynd: bara Maja...

Óska þér og þínum gleðilegra jóla og friðsældar á komandi ári, þakka skemmtilegar bloggsamverustundir á árinu, jólakveðja frá baulandi Búkollu.

bara Maja..., 22.12.2007 kl. 23:17

22 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Gleðileg jól og takk fyrir síðasta ár. Hlakka til að lesa meira á því næsta.

Steingerður Steinarsdóttir, 23.12.2007 kl. 09:51

23 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Elsku Katrín mín. Innilegar óskir um gleðileg jól til þín og þinna. Ekkert er dásamlegra en að deila tímanum um hátíðarnar með fólki sem maður elskar. Risastórt jólaknús til þín.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.12.2007 kl. 11:19

24 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gleðileg jól. Vona að þú og þínir hafi það gott um hátíðirnar.  

Hrönn Sigurðardóttir, 23.12.2007 kl. 13:08

25 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Gleðileg Jól.

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 23.12.2007 kl. 15:23

26 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Gleðileg jólin til þín og þinnar fjölskyldu

Halli

Hallgrímur Óli Helgason, 23.12.2007 kl. 15:31

27 Smámynd: Hugarfluga

Óska þér og þínum gleðilegra jóla og blessunar á nýju ári.

Hugarfluga, 23.12.2007 kl. 18:16

28 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Sendi þér og þinni fjölskyldu mínar bestu jólakveðjur

Svava frá Strandbergi , 23.12.2007 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 310913

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband