Leita í fréttum mbl.is

Einu sinni á jólanótt...

...er rétt komin heim af einni af nýju hefðunum mínum. Hefð er ekki hefð fyrr en maður hefur endurtekið efnið nokkrum sinnum en stundum gerist það að maður þarf bara að fara einu sinni og þá veit maður í hjarta sínu að hefðin er fædd og það á heilagri jólanótt.

Fórum í miðnæturmessu í Fríkirkjunni og hlustuðum á Pál Óskar og Moniku..Palli tók eitt af sínum eðaldiskólögum með hörpu-undirleik og prestsskonan var svo fallega hvítklædd með fjaðraskraut í hárinu og maðurinn fyrir framan mig felldi tár þegar Palli söng með mér..ok ...líka öllum hinum...við semsagt sungum viðlag við lag um geimverumanninn og engilinn sem hann var í raun. Bara MAGNIFICENT miðnæturs jólastund!!!Heart

Og ég bara veit að þetta er núna orðin hefð í mínu lífi að mæta...þó ég sé bara búin að fara einu sinni.

Núna ætla ég að skríða uppí rúm og byrja að lesa Sköpunarsögur..tek með mér örfáa konfektmola og einn dropa af appelsíni. Pabbinn og drengurinn halda eflaust áfram að reyna að pússla pússlinu saman á borðstofuborðinu. Hva..það þarf enginn að vakna í fyrramál nema hrafnarnir og spörfuglarnir og á morgun munum við hvort eð er ekki gera neitt nema að spranga um heimilið á JOE BOXER náttbuxum...sumir í þrennum.... lesa, spila, horfa á jólamyndir og borða afganga meðan magamál leyfir. Sofið vel og njótið jólanna alla leið.

Bíð svo spennt eftir áramótunumm...þau eru bara best!!!

Jólakoss um nótt!!!

snow_carpet


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Gleðileg jól, elsku snúllan mín. Knúsaðu fjölskylduna frá mér. Sjáumst vonandi sem allra, allra fyrst!

Guðríður Haraldsdóttir, 25.12.2007 kl. 02:17

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Alltaf gaman að glænýjum hefðum

Myndin er meiriháttar

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.12.2007 kl. 02:28

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú ætla ég að gera heimsókn til bloggvina minna á Jólanótt að hefð. Það er svo margt fallegt að sjá og svo er maður svo meir. Sennilega hefði ég líka vatnað músum.  Maður getur Jú stundum verið svo hrifnæmur að það liggur við að maður verði hrifinn burt.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.12.2007 kl. 05:46

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 Hafðu það gott.

Hrönn Sigurðardóttir, 25.12.2007 kl. 07:49

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Knús á þig "hefðar"dama.  Njótið jólanna elskurnar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.12.2007 kl. 09:01

6 Smámynd: www.zordis.com

Midnaeturmessa er málid!

Ég fór í gamaldagsmessu og zad var yndislegt ... njótid slökunar og fridarins.

www.zordis.com, 25.12.2007 kl. 10:48

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það hefur verið dásamlegt að hlusta á Pál Óskar og Moniku.   Yndisleg færsla hjá þér Katrín mín.  Og jamm maður er í letikast þennan dag, pottþétt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.12.2007 kl. 12:09

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Jólaknús á þig

Marta B Helgadóttir, 25.12.2007 kl. 16:06

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Knús til baka til þín og njóttu hátíðrinnar og hefðanna. 

Ásdís Sigurðardóttir, 25.12.2007 kl. 23:03

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Gleðilegt jól til þín góða kona !

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.12.2007 kl. 11:37

11 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gleðilega jólarest, elsku kona. Snilldar- hefðaráætlun hjá þér.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.12.2007 kl. 23:16

12 identicon

Jólin eru til 6 jan.

Njóttu vel og lengi.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 04:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband