Leita í fréttum mbl.is

Ökufantur á bíl númer.....

..jiii hvað ég er næstum tilbúin að setja hér inn bílnúmer á bílnum sem hafði næstum valdið umferðarslysi eða slysum á kringlumýrarbrautinni í dag.  Við vorum að koma keyrandi í gegnum kópavoginn með 4 af börnunum okkar í bílnum..þar með talin litla ömmustelpan Alice Þórhildur þegar einhver ökufantur sem er örugglega með bráðnandi klakamola í höfðinu í stað heila...gerði sér lítið fyrir og sveigði inn á milli bíla á fleygiferð án þess að gefa stefnuljós og án þess að það væri nokkurt pláss fyrir hann eða færi á svona stórklikkuðu aksturslagi.. Hann setti a.m.k fjóra bíla og þá sem í þeim voru í stórhættu. Ég varð svo bullandi reið yfir þessum fávitagangi og þeirri tilhugsun að þarna munaði ekki nema nokkrum centimetrum að stórslys hefði getað orðið á saklausu fólki að ég reif upp símann og tilkynnti ökuníðinginn til lögreglu. Ég hvet fólk til að gera það sama hvar sem það verður vitni að ofsaakstri í umferðinni því það eru hreinar línur að svona vitleysingar eiga ekki að hafa aðgengi að ökutækjum og mega mín vegna frjósa á ferðum sínum á þríhjólum með hjálpardekkjum á gangstéttum borgarinnar.

Guði sé lof að við erum öll heil, ég má ekki til þess hugsa hvað hefði getað gerst...slys gerast stundum og það getur enginn mannlegur máttur komið í veg fyrir þau...en svona uppákomur þar sem hreinn fíflaskapur og vitleysisgangur ræður ríkjum má og á að vera hægt að koma í veg fyrir.  Hér eftir mun ég tilkynna hvern þann sem ég sé keyra eins og fáviti um göturnar beinustu leið til lögreglunnar. Ég veit samt ekkert hvort lögreglan bregst við svona tilkynningum en ef hún fær ítrekaðar tilkynningar um sömu ökufantana hlýtur að vera hægt að stöðva háskaför þeirra um göturnar..bara trúi ekki öðru.

Ég er með bílnúmerið og kannski að ég birti það ef það mætti verða til að viðkomandi ökumaður hægi aðeins á sér og vandi sig við aksturinn sem er dauðans alvara.

Ætla að hugsa málið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

það gerir mann ótrúlega reiðan að verða vitni af svona háskaakstri. Sorglegt að slíkir ökumenn geri sér ekki grein fyrir að þetta er eins og rússneskt rúlletta.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.12.2007 kl. 16:55

2 Smámynd: Steinunn Þórisdóttir

Hættu að hugsa málið og birtu númerið. Það á ekki að sýna þessum föntum neina miskunn.

Steinunn Þórisdóttir, 29.12.2007 kl. 17:12

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Mér finnst að þú eigir að birta númerið hjá helv....  ökufantinum.

Svava frá Strandbergi , 29.12.2007 kl. 17:54

4 Smámynd: www.zordis.com

Hrikalegt þegar fólk getur ekki hagað sér almennilega í umferðinni.  Skítt með eigið líf en hámark óvirðingar að ógna öðrum.

Við ættum öll að taka þátt í umferðarlöggæslunni því hún getur bjargað lífum!  Vel gert hjá þér

www.zordis.com, 29.12.2007 kl. 19:26

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Veistu..... mér finnst þú eigir ekki að birta númerið. Þú ert búin að gera skyldu þína með því að tilkynna ökufantinn til lögreglu. Það er ekki bloggheima að halda uppi lögum og reglu.

Gott að þú og fjölskylda þín sluppu. Eigðu góða helgi

Hrönn Sigurðardóttir, 29.12.2007 kl. 19:30

6 identicon

Veistu það góða, að þó hvatningin um að hringja strax til lögreglu og tilkynna ökuníðinga sé alls góðs verð, þá er ég hræddur um að ég yrði fljótt innistæðulaus á frelsinu mínu!! Ég er með sautján ára dóttur mína í æfingaakstri, og af því ég vil gjarnan eiga hana miklu lengur þá reyni ég að kenna henni eins góða umferðarhegðun og mér er unnt. Það er verulega erfitt þegar dæmin um hið gagnstæða eru allt í kringum okkur og skilaboð umferðarinnar til hennar eru einföld: "Það gera allir svona"

Ég reyni að kenna henni að akstur eftir reglum sé hreinlega spurning um líf eða dauða en ég get ekki kennt henni að varast alla sem á móti - eða á eftir- koma. Staðreyndin er einfaldlega sú, að hversu vel sem þú skólar þín eigin afkvæmi í akstri og umferð geturðu aldrei bægt frá hættunni sem skapast af ó(öku)hæfu fólki sem er villuráfandi glórulaust í þessum frumskógi.

.......og það er verulega slæm tilfinning.

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 21:54

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ein dóttir mín sem var með okkur hefur lent í tveimur umferðarslysum.annað þeirra olli drukkinn ökumaður sem keyrði á bíl sem hentist á bílinn sem hún var í og henni var að sjálfsögðu mjög brugðið þar sem litla dóttir hennar var líka með okkur í bílnum.

Ég birti ekki númer bílsins en ég veit hver ökumaðurinn er. Vonandi að hann taki sér tak og fari að aka varlegar. Það væri nú bara sniðugt að tilkynna svona glæfraakstur og ef lögreglan fær ítrekaðar tilkynningar um sama fólkið sem hagar sér svona glæfralega mætti alveg setja viðkomandi í samfélagsþjónustu þar sem viðkomandi þyrfti að vinna við ummönnun fórnarlamba umferðarslysa á Grensás og svo í ökuendurhæfingu. Kannski að það myndi kannski breyta þessum klikkaða hugsunarhætti.

Svo má líka alveg fara að skoða að hanna ákveðið umferðartungumál sem hefur með tillitssemi og skilning á  því að við erum öll eining í umferðinni og það er hlutverk okkar allra að sjá til þess að hún gangi vel.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.12.2007 kl. 22:38

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fólk er orðið svo ábyrgðarlaust að það er alvg ferlegt, allir haga sér eins og þeir séu einir í heiminum og svo er kjaftað í síma og allt það bull, veit bara ekki hvað er til ráða.  En þetta er ekki í lagi.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.12.2007 kl. 23:16

9 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Þessi ökumaður var að aka eins og vitleysingur á opinberum vegum og var bara heppinn að hann olli ekki slysi. Því finnst mér allt í lagi að birta númer bílsins á þessu bloggi.

Gísli Sigurðsson, 30.12.2007 kl. 11:17

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég myndi blákalt birta bílnúmerið og líka nafn ökumannsins ef ég hefði það. Við þurfum ekki að halda verndarhendi yfir svona glæpamönnum. Engum er greiði gerður með því.

Gott að þið sluppuð heil

Marta B Helgadóttir, 30.12.2007 kl. 12:05

11 Smámynd: Hugarfluga

Þetta er auðvitað dauðans alvara og því miður gerist þetta alltof oft. Sorglegt.

Hugarfluga, 30.12.2007 kl. 13:06

12 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Slepptu því að birta bílnúmerið og prófaðu að senda þessum aðila hlýjar hugsanir (góða orku) í staðinn :)  ... það gæti virkað betur en að bölva honum þó það virðist í fyrstu það eina rétta í stöðunni. Þeir sem haga sér svona í umferðinni eiga "bágt á einhvern hátt" og þurfa hjálp ....

Bestu óskir um gleðilegt ár :)

Hólmgeir Karlsson, 30.12.2007 kl. 13:48

13 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæra katrín, verndarhendin er á mörgum stöðum, og þarna líka.

Gleðileg áramót til þín og þinna. vonandi farið þið í rólegheitum inn í hið nýja ár

Mahatma Gandhi sagði svo rétt Kærleikurinn er sterkasta aflið sem til er í heiminum og jafnframt hið hógværasta sem unnt er að hugsa sér.

Megir þú vera í Kærleikanum nú og alltaf.

AlheimsKærleikur til þín

Steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 14:10

14 Smámynd: Ragnheiður

Við vorum á leið heim úr vinnu aðfararnótt laugardagsins þegar smábíll rauk framúr okkur. Hann var á gríðarlegri ferð á Kringlumýrarbrautinni, mér krossbrá en ég var sem betur fer ekki að keyra. Ég er að tala um hraða upp undir 200 í vondu skyggni og við slæmar aðstæður. Ég sá ekki númer þessa bíls en varð hugsað til með hryllingi að líklega væri þessi ökumaður með bílinn fullan af vinum sínum og tæki ekkert tillit til þess.

Ragnheiður , 30.12.2007 kl. 14:38

15 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það hljóta að vera mikil viðbrigði að koma úr umferðarmenningunni í Englandi í umferðarómenninguna á Íslandi þar sem ökufantar svífast einskis. Tillitsleysið og ábyrgðarleysið er algjört.

Fyrir um tveim mánuðum var ég að aka Reykjanesbrautina út á Suðurnes. Samfelld umferð var á móti. Skyndilega kemur bíll akandi á öfugri akrein, beint á móti mér. Á þessum stað er ekki búið að tvöfalda Reykjanesbrautina, þannig að eina sem ég gat gert var að vippa bílnum út á vegöxlina til að forða árekstri. Sem betur fer var vegöxlin breið þarna, þannig að ég slapp með skrekkinn.

Þessi ökufantur var örugglega á vel yfir 100 km hraða og að taka fram úr langri bílalest. Þegar ég leit í baksýnisspegilinn sá ég næsta bíl fyrir aftan mig einnig kominn út á vegöxlina til að forða árekstri.  - Ótrúlegt hvernig menn haga sér stundum í umferðinni.

Manni bregður við að lenda í svona löguðu, þannig að ég skil þig vel. 

Ágúst H Bjarnason, 30.12.2007 kl. 16:36

16 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mér finnst ég búin að gera mitt með því að tilkynna þennan ökumann til lögreglu og nú hlýtur það að vera í hennar verkahring að bregðast við. Sé ekki að það þjóni neitt betri tilgangi að gefa upp bílnúmerið í bloggheimum...Hins vegar gæti það verið víti til varnaðar ef lögreglan fer að hafa samband við þá sem eru tilkynntir fyrir ofsaakstur og hafi við því einhverjar aðgerðir.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.12.2007 kl. 16:58

17 Smámynd: Jens Guð

  Birtu hiklaust númerið ásamt bíltegund og lit.  Annars liggja allir bílstjórar undir grun. 

Jens Guð, 30.12.2007 kl. 20:55

18 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Það eru alltof margir svona brjálæðingar í umferðinni, því er nú verr og miður. Vona að þú og þínir eigið góð áramót!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 30.12.2007 kl. 23:41

19 identicon

Í raun ætti að flokka fólk sem ekur með slíkum dólgshætti í umferðinni á sama hátt og þá sem skjóta úr haglabyssum á almannafæri. Handtaka og setja í steininn. Mætti bæta við sviptingu ökutækis og selja það á kostnaðarverði. Því þetta eru oftast nær ekkert nema tilraunir til líkamsmeiðinga, eða manndráps.

Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband