Leita í fréttum mbl.is

Vona að mig dreymi flott nafn á útvarpsþáttinn minn....

..sem ég byrja með á morgun á útvarpi Sögu 99.4. Það er alltaf best að sofa á svona hlutum og vakna svo með þá klingjandi í kollinum. Þetta verður svona þáttur þar sem farið verður um víðan völl ..ævintýri, sköpun og skemmtilegt fólk sem er að gera jákvæða og frumlega hluti og lifa draumana sína verða í aðalhlutverki sem og sögur úr hversdagslífinu sem gefa lífinu margskonar liti og blæbrigði.

Í fyrsta þættinum fæ ég til mín mjög spennandi fólk.

 Þorvaldur Þorsteinsson listamaður ætlar að koma og segja okkur frá Verkefni sem hann er að vinna að sem hann kallar Tækifærið Ísland/Tækifærið manneskjan í framhaldi af ritröð sem hann er með í Lesbók Morgunblaðsins..sérdeilis magnaðar pælingar og hugmyndir sem þar eru að fæðast.

Unnur Lárusdóttir tónlistarkona og gyðja með meiru kemur ásamt Reyni Katrínarsyni listamanni og gyðjuheilara og þau ætla að leiða okkur í ævintýraheim sinn þar sem þau eru svo sannarlega að lifa og starfa með sköpunargyðjunum. Einnig ætla tveir mjög flottir strákar að koma í heimsókn og segja okkur sögu af  óvenjulegum karlakór sem fer sínar eigin leiðir og stendur á sérstökum grunni í sínu starfi.

Þátturinn er á dagskrá alla mánudaga milli klukkan 13.00 -15.00 á Útvarpi Sögu fm 99.4 og ég vona bara að þið njótið vel.

En nú þarf ég að halla mér svo draumarnir mínir og ímyndir fái að sprikla og spana um hugmyndaheimana og vekja mig svo upp með frábæru nafni á þáttinn. Einhverjar hugmyndir???

Svei mér þá ef það eru ekki svona þúsund fiðrildi að flögra um í maga mínum núna..alltaf spennandi að gera gjörninga  í lífinu og njóta þess sem er, var og verður.

Verið glöð og góð!!!

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Útvarp Matthildur  

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 13.4.2008 kl. 23:07

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég hlakka til að hlusta á þáttinn. Verst að það er erfitt að hlusta á þessum tíma meðan maður er í vinnunni, en vonandi verður hann endurtekinn á kvöldin.

Ágúst H Bjarnason, 13.4.2008 kl. 23:12

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

...Það nafn getum við nú bara haft einhvern mánudaginn þar sem þú ert nú þegar komin á lista yfir mjög svo eftirsótta gesti í þáttinn Matthildur mín. Og settu það í dagbókina þína þú önnum kafna athafna og skap..ara..kona!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.4.2008 kl. 23:13

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ohh afsakið alltof stóra stafi...lofa að mér liggur nú ekki svona hátt rómur í alvörunni. Þátturinn er endurtekinn eitthvert kvöldið og um helgina skilst mér.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.4.2008 kl. 23:15

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Frábært!! Innilega til hamingju! og örugglega okkur öllum til hamingju, okkur sem komum til með að hlusta

Sofðu vel og dreymdu dásamlega

Hlakka til

Ragnhildur Jónsdóttir, 13.4.2008 kl. 23:57

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með þáttinn mín kæra.  Mikið skelfing er ég ángæð með að heyra þetta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.4.2008 kl. 00:12

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Upp um fjöll og FIÐRILDI ... bara smá tillaga. Hehheheh

Hlakka til að hlusta, elskan! Til hamingju.

Guðríður Haraldsdóttir, 14.4.2008 kl. 00:13

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Innilega til hamingju með nýja verkefnið.  Verst að geta ekki náð útv. Sögu á netinu.  Hafði alltaf á tilfinningunni að þú værir að fara að gera eitthvað stórt!    Góða skemmtun og gangi þér vel.

Ía Jóhannsdóttir, 14.4.2008 kl. 06:40

9 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Spennandi! Til hamingju með nýja þáttinn þinn :)

Guðrún Þorleifs, 14.4.2008 kl. 07:00

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Andrými Katrínar?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.4.2008 kl. 09:51

11 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Hvernig væri Andinn og efnið?

Steingerður Steinarsdóttir, 14.4.2008 kl. 09:53

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hvað með Litir & Blæbrigði. Eða Lífsins litir.

Litir lífsins. eða Regnboginn.

Litir listarinnar.

Jóna Á. Gísladóttir, 14.4.2008 kl. 10:32

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Það sem ég ætlaði að segja var: Innilega til hamingju með þáttinn Katrín mín. Þarna ertu á réttri hillu kona. Svo er bara að ná að græja alla hina hlutina líka, sem þú þarft að koma frá þér.

Jóna Á. Gísladóttir, 14.4.2008 kl. 10:33

14 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til hamingju með nýja þáttinn ég mun hlusta.

Kristín Katla Árnadóttir, 14.4.2008 kl. 11:29

15 Smámynd: Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador

hamingjur með nýja verkefnið. Hjartans mál eða eitthvað í þá áttina, eins fynnst mér gott nafn sem einn af bloggvinum þínum ber, Hugarfluga he he

Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador, 14.4.2008 kl. 12:02

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Útvarp Ásthildur

Annars innilega til hamingju með þetta allt saman, Katrín, þú átt hvergi betur heima en í fjölmiðli, svona skapandi og yndisleg eins og þú ert.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2008 kl. 13:19

17 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Þetta litla sem ég hef heyrt af þættinum þínum er rosalega gott. Eins og þú hafir aldrei gert annað. Beztu kveðjur.

Markús frá Djúpalæk, 14.4.2008 kl. 13:48

18 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Innilega til hamingju með þáttinn Katrín

Ég heyri aldrei í útvarpi á daginn á virkum dögum því miður, það  er víst ekki við hæfi og leyfist ekki í mínu starfsumhverfi. Reyni að hitta á endurtekningu.

Marta B Helgadóttir, 14.4.2008 kl. 14:36

19 Smámynd: Haukur Nikulásson

Til hamingju með þáttinn. Flott hjá þér.

Haukur Nikulásson, 14.4.2008 kl. 14:57

20 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með þáttinn Katrín, það verður gaman að hlusta á þig

Huld S. Ringsted, 14.4.2008 kl. 15:29

21 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Súrmeti & soðin ýsa, finnst mér afar viðeigandi.

svo þjóðlegt eitthvað

Brjánn Guðjónsson, 14.4.2008 kl. 16:16

22 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Til hamingju með þáttinn.

Eyrún Gísladóttir, 14.4.2008 kl. 16:23

23 Smámynd: www.zordis.com

Til hamingju með þáttinn þinn!!!

Bara æðislegt, ég gat ekki hlustað en mun reyna að heyra í þér .... svo mikið þú!

Endemis yndislegt!

www.zordis.com, 14.4.2008 kl. 16:43

24 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég tengdi heyrnartól við tölvuna í vinnunni og stalst til að hlusta á fyrsta hálftímann eða svo með hjálp netsins. Frábær þáttur! Til hamingju!

Ágúst H Bjarnason, 14.4.2008 kl. 17:08

25 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

En spennandi verkefni, gangi þér rosalega vel með þetta, kæra kvinna. Ég legg til nöfnin:

    * Súkk og púkk

    * Líf í lit 

    * Mallað á mölinni - og hafa uppskriftir sem fastan þátt  

Því miður get ég ekki hlustað, nema þá á endurtekninguna .....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.4.2008 kl. 18:10

26 Smámynd: Marta B Helgadóttir

.....hvað með að láta hann heita  "Hugdettur"

Marta B Helgadóttir, 14.4.2008 kl. 18:25

27 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég var í þannig verkefni eftir hádegi að ég gat hlustað á næstum allan þáttinn og hann var alveg frábær!!!!!!! Það er eins og þú hafir ekki tekið þér þessa löngu pásu frá útvarpi þegar þú bjóst í Englandi. Mér fannst fólkið sem þú talaðir við mjög skemmtilegt og spennandi umræðuefnin. Ég fékk náttúrlega ekki stanslausan frið en ætla nú að að fara á www.utvarpsaga.is á hverjum mánudegi (og miðvikudegi, Halldór E og Sverrir Stormsker) og hlusta í beinni milli kl. 13 og 15. Velkomin í útvarpið aftur, þar sem þú átt og hefur alltaf átt heima í. Knús og kremj!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 14.4.2008 kl. 20:35

28 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

til hamingju með þetta, er hægt að hlusta á þig á netinu ?

Bless í búrið

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.4.2008 kl. 20:53

29 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Takk fyrir frábærar hugmyndir þið öll og hvatninguna!!!  Hef kosið að nota nafnið Ímyndir sem er nafn á einni af uppáhaldsbókunum mínum.

Út úr ímynduninni.....því að setja í mynd.... getur allt orðið til. Ímyndunaraflið er mikilvægasta aflið sem við eigum. Ef við viljum t.d betra samfélag eða fallegra mannlíf byrjum við á að setja í mynd hugsun eða hugmynd og framkvæmum svo út frá því. Allt byrjar þar og engin leið að vita hvar sú ímynd getur endað ef við tökum til hendinni og fylgjum ímyndum eftir með verkum.

Þátturinn verður endurfluttur í nótt klukkan eitt og svo aftur um helgina. Annað hvort á laugardagssíðdegi eða sunnudagssíðdegi. Svo kemur að því að allt efni verður aðgengilegt á netinu hvenær sem er.

Svo vil ég bara segja takk við frábæru gestina mína sem komu í dag og hlakka bara til næsta þáttar.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.4.2008 kl. 21:24

30 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ég náði að hlusta á næstum allan þáttinn. (var alveg við það að henda hundunum út þegar þeir byrjuðu að gelta í miðju viðtali!) Frábær þáttur. Þetta er greinilega þinn vettvangur Og viðmælendur þínir mjög spennandi og skemmtilegir. Umræðuefnið alveg heillandi.

Gangi þér vel áfram eða "break a leg" eða þannig

Ragnhildur Jónsdóttir, 15.4.2008 kl. 00:17

31 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Æðislegt Þarf að reyna stilla inná þennan þátt. Vonandi náið þið að koma þessu inná netið því það er svo erfitt að hlusta á útvarp í vinnunni

Kristján Kristjánsson, 15.4.2008 kl. 13:10

32 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Kæra Katrín, þetta er í fyrsta sinn sem ég heimsæki "svæðið" þitt hérna.. langaði bara að segja þér að ég bý í Englandi og hlustaði á þáttinn þinn í beinni útsendingu gegnum netið. Hann var alveg YNDISLEGUR og þú stóðst þig svo frábærlega að það var eins og þú hefðir aldrei gert annað um dagana!

Mikið hlakka ég til næsta þáttar. Til hamingju stelpa!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 15.4.2008 kl. 16:02

33 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hlustaði á þáttinn á netinu. Hann er góður!

Eins og þú hafir aldrtei gert annað.

Marta B Helgadóttir, 15.4.2008 kl. 16:15

34 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bíddu nú hæg, er þetta ekki stöðin hennar Öddu minnar Karls??? bið kærlega að heilsa ef ég hef rétt fyrir mér. Hún er að norðan eins og ég.  Kær kveðja til þín vina mín Thank You

Ásdís Sigurðardóttir, 15.4.2008 kl. 22:03

35 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Til hamingju með þáttinn þinn. Þú ert frábær.

Svava frá Strandbergi , 16.4.2008 kl. 01:12

36 identicon

Sæl Katrín.

Gangi þér vel með þáttin þinn.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 03:51

37 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

~ rétt kona á réttum stað  á réttum tíma ~ ~ !!

Vilborg Eggertsdóttir, 17.4.2008 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband