Leita í fréttum mbl.is

Bjartsýnisenglar. trommusláttur og frumkraftar þjóðar.

Ég hef ekkert bloggað svo lengi að fólk er farið að hringja í mig til að athuga hvort það sé ekki í lagi með mig. Auðvitað er allt í fína með mig og mína. Við erum að æfa kreppusund og borða sviðahausa á milli þess sem við endurmetum fréttir og atburði líðandi stundar. Það er alveg ágætt að nota svona havarí til að endurmeta sín eigin gildi og hugarfar og hvað skiptir mestu máli í þessu jarðarlífi á plánetu Jörð.

3 goddesses

Fyrir mína parta tel ég að það sé tími til kominn á bylltingu hjá þessari þjóð..hugarfarsbyltingu sem umbreytir hegðun og hugsun íslendingsins og sjálfsmyndinni frá því að vera þræll yfir í að vera þegn. Fólk sem stendur upp fyrir rétti sínum og krefst heiðarlegra vinnubragða í samfélagi sem byggir á raunverulegum manngildum en ekki græðgi og eiginhagsmunasemi fárra.

Fólk sem notar réttláta reiði sína sem hinn besta  sóp og feykir burtu hugarfari og vinnubrögðum sem eiga ekki lengur samleið með þessari þjóð. Það er ekkert að því að þora að feykja forkólfum sem kunna ekki að skammast sín né líta í eigin barm eitthvað út í buskann svo þeir séu ekki að þvælast fyrir fólki sem veit hvað það vill fyrir sig og sína. Réttlæti og samkennd, heiðarleika og sannleika, vináttu og væntumþykju. Traust og trú á hið góða.images

Þessi  eyja okkar  sem nú stendur af sér stormviðri heimsins hefur alla burði til að bera til að verða ein albesta eyjudúlla veraldar til að búa á.

Með öllum þeim náttúrugæðum og gjöfum landsins, orkunnar og kraftsins sem býr bæði í landi og fólkinu okkar..íslendingum sem láta ekki bugast heldur setja undir sig hausinn og ganga geng stormum og fárviðrum. Það er ekki eins og við höfum ekki reynsluna af því að takast á við óblíðu og nátturuöfl. Núna eigum við að standa saman og sýna hvað í okkur býr. En ekki með því einu að sitja heima og sjóða slátur og spila við afskiptu börnin okkar eins og stjórnvöld vilja meina...ég held að allur þorri almennings hugsi nefninlega vel um börn og buru og hafi alls ekki gleymt sér í darraðadansi gullkálfanna...nei við eigum að standa saman gegn máttlausum og vit-lausum stjórnarherrum, gegn fólkinu sem taldi sig skörinni hærra sett en almúginn og vílaði ekki fyrir sér að knésetja þjóð fyrir þýfi.0064-0511-0515-5809_SM

Við eigum að standa upprétt fyrir þeim gildum sem við trúum á..manngildinu og að við erum öll jöfn á þessari eyju okkar og getum alveg lifað hér sátt og við allsnægtir.  Öll.

Það gerum við með breyttu hugarfari og heilbrigðari hegðun og samfélagslegri sýn á að við erum bara ein stór fjölskylda og eigum að vinna að öllum málum með þá hugsun að leiðarljósi.  Ég tek til í mér og þú í þér og hver tekur ábyrgð á sínu. Við eigum svo einstaklega mikið af góðu og vel gerðu fólki sem vill þessari þjóð svo vel....hvað erum við að hugsa að hafa svona tréhesta á tækniöld sem forsvarsmenn okkar???

Tréhesta sem trúa bara á sinn hag og hentisemi í stjórnun...eða eigum við að segja algjöru stjórnleysi??

Uss uss....við eigum svo miklu betra skilið og ég segi það og skrifa....Okkar tími er kominn. Notum tækifærið og tökum valdið okkar og kraftinn okkar til baka. Við erum mun betur sett með hann í eigin höndum og hjarta.

Svo er örugglega ferlega hollt og gott fyrir sálatetrið að mæta á Ingólfstorg í dag  klukkan 17.00 með pott og sleif og tromma í sig frumtaktinn og losa sig um leið við streytu og súran svip. Finna hinn íslenska eldhugakraft,,tromm tromm, tromm og þramma svo af stað inn í nýtt ísland sem ber nafn með rentu. Nýtt hugarfar og Ný sjálfsmynd. Kraftur og Þor...ekkert hor eða slef takk!!

Bara magnað segi ég ..já og eitt enn að lokum. Páll Óskar bjarstsýnisengill messar í Fríkirkjunni á Sunnudaginn og leikur svo tónlist með Monicu hörpuleikara. Það er örugglega sálarupplyftandi að fara og hlusta á þau. Maður á að velja það sem gerir manni gott og muna að elska sjálfan sig af öllu hjarta og svo alla hina líka. Og fyrirgefa þeim sem höfðu ekkert vit á því sem þeir gerðu....gefa þeim iðrunarfrí og far til Köben.... og velja svo fólk sem hefur hausinn og hjartað á réttum stað fyrir okkur og komandi tímana.            Elska ykkur öll og alls ekki gefast upp ...trommum saman í dag og dönsum bjartsýnisdansinn í miðbænum!!!M82~Dance-Alfred-Souza-PostersSinging-Butler-Print-C10292053silvanoaudis070300038

200524492-001 Banner%20Dancing%20GoddessesBA037


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Það er góð bjartsýnissprauta að heimsækja bloggheima að þessu sinni. Takk fyrir mig.

Steingerður Steinarsdóttir, 17.10.2008 kl. 10:34

2 Smámynd: Vilborg

Heyr heyr!! 

Love u 2

Vilborg, 17.10.2008 kl. 10:50

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Trommað saman í dag í miðbænum, Blót í Laugardalnum með tónleikum kl. 16 á morgun og svo dásamleg slökun í kirkjunni á sunnudaginn. Og ekki má gleyma öllum knúsunum inn á milli eru ekki allir með í knúsuvikunni?   Við erum náttúrulega bara frábær þjóð, þó við höfum gleymt því smástund

Ragnhildur Jónsdóttir, 17.10.2008 kl. 12:32

4 Smámynd: halkatla

Takk fyrir mjög indælan pistil

halkatla, 17.10.2008 kl. 12:43

5 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæl og blessuð Katrín og takk fyrir síðast. Þú mælir vel og sköruglega.  Án efa er okkar tími upp runninn og nú er bara að nota hann.  Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 17.10.2008 kl. 13:37

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyr, heyr.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.10.2008 kl. 14:25

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þér hér Katrín mín.  Heyr Heyr !!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2008 kl. 14:34

8 Smámynd: www.zordis.com

Já, með hug og hjarta á réttum stað getum við öll tekið á í einingu þjóðar.

Knús á þig kæra ég tromma í huganum NÚNA með ykkur .....

www.zordis.com, 17.10.2008 kl. 17:07

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er að spá í að benda nokkrum áttavilltum á þessa færslu

Hrönn Sigurðardóttir, 17.10.2008 kl. 19:17

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Auðvitað dugir ekkert annað en að vera bjartsýnn og jákvæður. Hugsa jákvætt um framtíðina. Öll él birtir upp um síðir, en það getur tekið tíma. Ljósið er þó framundan

Menntun Íslendinga er með því besta sem gerist í heiminum. Íslendingar eru áræðnir og duglegir. Hugmyndaríkir og skynsamir. Hvernig væri að reyna að safna saman hugmyndum um hvað gera má til að flýta fyrir batanum? 

Nú verðum við öll að líta í kringum okkur og leggja höfuðið í bleyti. Verðum að vera samtaka. Margt smátt gerir eitt stórt. Saman getum við komist yfir erfiðleikana, en við megum alls ekki missa móðinn.

Ágúst H Bjarnason, 17.10.2008 kl. 20:41

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Og ekki má gleyma MÓTMÆLUNUM á austurvelli á morgun laugardag klukkan 15.00. Þangað bara verður fólk að mæta og standa saman gegn spillingunni. Vonumst eftir a.m.k 50.000 manns og gerum þar með byltingu og stöndum saman og höldum haus og sjálfsvirðingunni.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.10.2008 kl. 22:11

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gott að sjá lífsmark hér, elsku kellan mín. Fáum okkur bara Fílakaramellu og lokkandi mjólkurlit á kaffið..

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.10.2008 kl. 22:44

13 identicon

Öldungis frábær pistill og gott innlegg í stóra pottinn

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 01:22

14 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Vona að allir þínir mörgu vinir sameinist um að mæta með þér á Austurvöllinn á morgun. Vona með þér að hópurinn verði 50.000 manns eða a.m.k. nógu stór til að eftir honum verði tekið!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.10.2008 kl. 01:39

15 Smámynd: Hugarfluga

Vel mælt, Katrín mín. Gott að vita til þess að allt er í góðu geimi hjá þér og þínum.

Hugarfluga, 19.10.2008 kl. 11:59

16 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Góður pistill, takk :)

Hólmgeir Karlsson, 19.10.2008 kl. 14:30

17 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Góður pistill Katrín!

Soffía Valdimarsdóttir, 19.10.2008 kl. 18:33

18 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég gerði mér ferð hingað aftur til að lesa pistilinn einu sinni enn. Það er gott fyrir svefninn að lesa svona skrif sem hvetja mann til dáða. Skrif sem vekja bjartsýni.

Ágúst H Bjarnason, 19.10.2008 kl. 22:22

19 Smámynd: Aprílrós

Góð lesning.

Aprílrós, 19.10.2008 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband