Leita í fréttum mbl.is

Hverjum treystir þú til að halda vörð um landið okkar..hvernig fólki erum við að leita að??

Jæja þá er ég komin aftur heim og uppí sófa og undir sæng þar sem mér er kalt og líður eins og ég sé að fá flensu. Með þungan haus og roða í kinnum. Veit samt ekki hvort það er eftir fréttalestur og pólitíska gjörninga eða bara ósköp venjuleg flensueinkenni sem valda roðanum í kinnunum...kannski bara innibyrgð gremja yfir þessu öllu saman

. Ég má samt til með að segja ykkur frá dýrðardeginum sem heimsótti mig í gær...Við hjónakorn brugðum okkur yfir lækinn og sóttum messu í Fríkirkjunni þar sem Páll Óskar predikaði. Mikið hvað það var skemmtilegt. Kirkjan var troðfull af fólki sem var að flýja hinn svellkalda íslenska raunveruleika um stund og kannski sumir að leita sér ljóss og stuðnings í stormviðrinu sem geysar um landið okkar andlega og líkamlega þessar vikurnar. Svo getur vel verið að heitar vöfflur með rjóma og funheitur kaffisopi í safnaðarheimilinu hafi líka trekkt að.

En hann Palli átti stund og stað í Fríkirkjunni í gær. Predikunin hans var ótrúlega upplyftandi, einlæg og hreinskilin. Allt atriði sem þjóð vor þarf á að halda þessa dagana og eins og það væri ekki nóg söng hann við Hörpu-undirleik strax á eftir og kórónaði þar með þessa stórskemmtilegu messu. Ég get svo svarið það að ég sá næstum glytta í skínandi geislabaug yfir höfði hans en það getur líka bara hafa verið hans eigin fína og flotta útgeislun.Halo 

487798

Mér datt í hug að setja á laggirnar smá leik hér á blogginu og leyfa ykkur kæru bloggvinir að tilnefna 10 manns í svokallaða íslenska bráðaþjóðstjórn sem þið mynduð treysta til að leiða ísland til betri vegar. Svona fólk sem er traustsins vert og hefur sýnt með verkum sínum og framkomu að því væri treystandi fyrir þessu fjöreggi okkar.  Bara svona rétt til að skerpa á því hvers konar fólki við erum að leita að. Hvaða eiginleika þarf það fólk að hafa og hvað gerir það traustsins vert. Það er okkur öllum hollt að skerpa skoðun okkar á því hvað við viljum og hvers vegna. Þetta mega líka þess vegna vera eðalbloggarar sem hafa eitthvað verðugt fram að færa að ykkar mati. Ég er sannfærð um að það leynast margar hvunndaghetjurnar hér á meðal okkar sem gætu lagt hönd á plóg..hver með sínum einstaka hætti..sammála???

Mér dettur t.d strax í hug Lára Hanna sem er einstaklega skipulögð og skýr kona með mikla réttlætiskennd.  Björk Guðmundsdóttur myndi ég líka vilja sjá þarna sem og Einar rithöfund Kárason Svo ætla ég að hugsa mig aðeins um og renna yfir bloggið meðan ég lista upp fleiri frábærar manneskjur sem ég myndi treysta.

Munið það líka að pólitíkusar framtíðarinnar eru kannski eitthvað allt annað í dag....það fæðist enginn sem slíkur en okkur er það hollt að skoða hvernig fólk við viljum hafa í framtíðarpólitíkinni okkar... ef við værum að kjósa menn og málefni hvaða menn/konur yrðu þar efst á lista ?

Sjáumst!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

engum????

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.10.2008 kl. 17:08

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það þarf aðeins að hugsa málið, en mér lýst vel á þau sem þú taldir upp Katrín mín.  Helst þyrfti þetta að vera fólk úr öllum hornum.  Ætla að leggja haus í bleyti. Jón Baldvin gæti verið þarna innanborðs hann er reynslubolti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2008 kl. 17:19

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég er sammála þér um Láru Hönnu. Ég myndi líka vilja benda á Hlyn Hallsson og Andra Snæ Magnason. Þetta er allt fólk sem vill landi og þjóð vel. Er hreinskilið, heiðarlegt og blátt áfram. Manneskjur sem ég myndi treysta fyrir fjöreggi þjóðarinnar.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.10.2008 kl. 17:25

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ómar Ragnarsson er auðvitað á mínum lista enda alger perla og maður sem ég treysti hundrað prósent fyrir einlæga ættjarðarást og skilningi á mönnum og náttúru.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.10.2008 kl. 19:25

5 identicon

eins og einhver skrifaði í moggann í dag, það er varla að handahófskennd ríkisstjórn (og fjármálaeftirlit / bankamenn) hefðu skilað verra verki þau þau hefðu verið valinn með slembiflettingum í símaskránni.

sem leiðir hugan að því hvort þetta sé "óvart", "tilviljun", "ópheppni", eða hvort þetta fólk hafi raunverulega viljað koma okkur vandlega á kné.

svo eru endalausar lofgjarðir á rúv um imf og allskyns sérfræðingar ljúga sig rauða í framan, ég held meira að segja að það sé að virka, lærir fólk aldrei, að hætta að hluta á ónýta fjölmiðla sem hafa fyrir löngu selt heilindi sín fyrir... ja ég veit ekki hvað, eru þeir ekki með sömu verðtryggðu lánin? eru þeir bara jafn heimskir og fólkið sem þau fífla?

Gullvagninn (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 19:34

6 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Af stjónmálamönnum: Katrín jakobsdóttir, Steingrímur J og Jóhanna Sigurðar.

Aðrir: Gylfi Þorvaldsson, Ingibjörg Sigmundsdóttir í Hveragerði, Egill helgason............................

Soffía Valdimarsdóttir, 20.10.2008 kl. 20:51

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hvernig gat ég gleymt Katrínu Jakobsdóttur og Jóhönnu Sigurðar! Mér líst líka vel á Svandísi Svavarsdóttur, Oddnýju Sturludóttur og Katrínu Júlíusdóttur. Takk Soffía fyrir að minna mig á konurnar Skammaðist mín hálfpartinn fyrir að nefna bara eina konu hérna á undan.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.10.2008 kl. 22:11

8 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Þessa dagana er staglast á  orðinu - ráðamenn þjóðarinnar - . Upphaflega var lagt af stað með þá hugmynd að ráða okkur fólk til að sjá um hinar ýmsu hliðar samfélags okkar, - fólki sem var ætlað að annast ákveðna þjónustu af hendi - FYRIR OKKUR ! Við afsöluðum okkur síðan æ meira valdi yfir lífi okkar, því við nenntum ekki að hugsa/annast þau sálf.

Í Lemúríu sáu þessir aðilar um að sópa göturnar og sjá um ruslið - þeir þjónuðu.

Tökum málin í eigin hendur aftur - powr to the people !

Vilborg Eggertsdóttir, 21.10.2008 kl. 20:30

9 identicon

Sæl Katrín !

Ég hef verið að velta þessu fyrir mér og niðurstaðan er sú, jú

Katrín, Jóhanna,Egill,Svandís. og því miður eu hin ekki fædd ennþá !

Það er bara að bíða og vona,annars finnst mér manna og kvennaúrvalið afar fátæklegt í hreinskilni sagt. Góð hugmynd hjá þér !

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 02:48

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Takk fyrir commentin...ég held að það sé nefninlega mjög mikilvægt að við skýrum fyrir okkur hvað við viljum fá í staðinn fyrir þá sem svo hrapallega hafa brugðist hlutverki sínu og starfi í þjóðmálunum. Hvað þarf fólk að hafa til að bera svo við getum treyst því fyrir þjóðarbúinu. Auðvitað eigum við sjálf að teljast þar með og virkni okkar sem almennir þegnar í samfélagi. Og þá verðum við líka að hafa skýra mynd af því hvað er fólgið í því og hafa kjark til að láta í sér heyra og sýna kröftugt aðhald á kosna þjóna landsins.

Vona að fólk sjái hversu mikilvægt það er að sýna samstöðu á Austurvelli n.k laugardag klukkan 15.00 ......ekki láta smáatriðin þvælast fyrir okkur. Aðalatriðið er að sýna stórnvöldum að við erum tilbúin að standa með okkur sjálfum og gegn óréttlæti og virðingarleysi sem okkur hefur verið sýnt alltof lengi.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.10.2008 kl. 08:19

11 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Heyr, heyr

Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.10.2008 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 310923

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband