Leita í fréttum mbl.is

Sorglega táknrænt fyrir lýðræðisást íslendinga?

spiegelman_artÞað eru fjúkandi fréttir um allan bæ og allan heim að ísland sé eitt siðspilltasta vestræna samfélagið..menn gapa yfir augljósum siðferðisbrestum ráðamanna og bankamanna hér á landi og skilja ekkert í því að við hin íslenska þjóð skulum láta þetta yfir okkur ganga. Að heil þjóð sem stendur frammi fyrir gjaldþrotahrinu, veðsetningu framtíðar sinnar, barna og barnabarna skuli ekki vera búin að gera byltingu og krefjast réttar síns og lýðræðis.

í dag þegar við stóðum hönd í hönd í kringum alþingishúsið og náðum ekki allan hringinn var það sorlega táknrænt fyrir hvernig komið er fyrir okkur íslendingum. En ég tek líka ofan fyrir þeim sem þó mættu. Alvöru fólk!!HeartElska ykkur öll.

Ég var með sorg í hjarta yfir því hvað við vorum fá og að það séu ekki fleiri sem eru tilbúnir að taka höndum saman til að standa vörð um eitt það mikilvægasta sem við eigum sem þjóð...Lýðræðið!!!

Að við sitjum frekar heima og röflum ofan í kaffibollana yfir því að það sé verið að ræna okkur öllu sem skiptir máli. Heimilum okkar, öryggi, atvinnu, mannsæmandi lífi og framtíð næstu kynslóða. Gera okkur að þrælum fjárglæframanna og spillingarelítu og við sitjum bara máttlaus hjá og höggumst ekki. Hvað þarf til að vekja svo sofandi þjóð??

Frakkaklæddu karlarnir og konurnar í drögtunum sem gengu framhjá í dag á leið í sinn fína hádegisverð brostu hæðnislega þegar þau gegnu framhjá okkur og flýttu sér að líta undan þegar við hvöttum þau að standa með okkur. Þau koma kannski þegar þau eru orðin svöng og komin nær þeim raunveruleika sem bíður okkar. Líka þeirra raunveruleika ef það verður áframhald á þessu ógnarástandi sem nú blasir við. Þá verður ekki spurt um frakka eða dragtir. Við munum nefninlega öll sitja í sömu súpunni og súpa rammt seyðið af göróttum valdníðsludrykknum sem svæfði okkur svona fast.

f929-magritte~Le-Chef-d-Oeuvre-Posters

Það er ekki nóg að blogga eða rífast á kaffistofum landsins...við verðum að gera okkur sýnileg og standa saman.

Já ég ber sorg í hjarta yfir örlögum þjóðar. en neita sem fyrr að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Þarf bara að horfa framan í börnin mín meðan ég set á mig húfuna og vettlingana og tek mér stöðu með framtíð þeirra gegn ömurlegri framtíðarsýn. 

Ef okkur auðnast ekki að nota tækifærið NÚNA til að gera raunverulegar breytingar sé ég ekki að það komi tækifæri til þess þegar við höfum gefið frá okkur auðlindirnar og sálina okkar af því að við nenntum ekki að taka ábyrgðina margumtöluðu til okkar og standa vaktina um lýðræðið.

Þá eigum við framtíðina skilið.

Eins sorglegt og það nú er

En ef ég rígheld í vonina um að okkur sé viðbjargandi... get ég sagt sjálfri mér að fólk hafi verið að spara baráttukraftinn fyrir laugardaginn og þá munu a.m.k 50.000 íslendingar skunda á Austurvöll og halda merkjum sjálfsvirðingar okkar á lofti og krefjast þess sem okkur ber.

Tíminn einn mun leiða það í ljós...það eina sem við eigum nú eftir er lítið vonarbrot sem verður VONANDI að stóru björtu lýðræðisbáli!!!!

p.s hér getið þið séð myndband frá gjörningum í dag  www.oktober.blog.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Ég er innilega sammála þessu, og mér finnst sorglegast að færri skuli mæta nú en í síðustu viku. Það var eitthvað sem ég bjóst ekki við.

Ingi Geir Hreinsson, 19.11.2008 kl. 16:02

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég er sammála þessu. En það  er eins og einhver doði hafi færst yfir fólkið í landinu. Kannski er sjokkið farið að segja til sín. Ég vildi að ég væri yngri og ætti ekki börn og barnabörn hér á landi þá myndi ég flytja burtu. En ef börnin mín yfirgefa þetta að því er virðist vonlausa sker er ég lika farin. Er hrædd um að spillingin hafi fest svo rækilega rætur hér á landi að vonlaust verk verði að uppræta hana, því miður.

Svava frá Strandbergi , 19.11.2008 kl. 18:05

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þið áttið ykkur á því að ekki búa allir Íslendingar í Reykjavík?

Hrönn Sigurðardóttir, 19.11.2008 kl. 18:52

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Auðvitað áttum við okkur á því og vonandi áttar landsbyggðarfólk sig á því að það getur sett upp sín eigin mótmæli eða varðstöður um lýðræði í sínum heimahéruðum. Akureyringar fara í mótmælagöngur og  Seyðisfirðingar koma saman á brú til að sýna samstöðu. Hvað vilja menn og konur gera austan heiða??? Svo er óvitlaus hugmynd að safna saman fólki í nágrannasveitarfélögunum og koma í hópferð á mótmæli á Austurvelli eða t.d borgarafundinn sem verður í Háskólabíói n.k mánudagskvöld. Einnig hef ég verið ötull talsmaður að Rúv sendi út beint frá svona atburðum svo öll landsbyggðin geti fylgst með.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.11.2008 kl. 19:53

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Æi... ég er alltaf föst í fjölskyldumáli á þessum tíma.

Annars myndi ég mæta

Heiða B. Heiðars, 19.11.2008 kl. 23:09

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég tek undir það með þér Katrín að það er sorglegt að það hafi ekki náðst í a.m.k. einn hring utan um alþingishúsið. Ég bjóst við að það myndu fleiri mæta í dag en síðast. Fékk m.a. fréttir af því að einhverjir þingmenn ætluðu að ganga inn í hringinn með ykkur. Ég sé hins vegar ekkert talað um að það hafi orðið af því þannig að ég geri ráð fyrir því að það hafi aðeins verið orðrómur.

Ég held áfram að trúa og vona eins og þú en það er satt að það eru alltof margir sem virðast kjósa að leiða ástandið hjá sér og verja sig svo með því að aðgerðir af þessu tagi hafi engan tilgang. Ég er alls ekki sammála. Ég er t.d. viss um að lýðræðishetjurnar sem mættu í dag og héldust í hendur utan um alþingishúsið finni fyrir því að þeir lögðu sitt að mörkum með því. 

Dropinn holar steininn og þess vegna höldum við áfram að leggja okkar að mörkum til að sporna gegn því óréttlæti sem við búum við nú þegar og er útlit fyrir að eigi að neyða upp á okkur meiru ef ekkert verður að gert. Að lokum mun samstaðan skila árangri. Það verður ekki fyrr en þá sem við getum slakað á og hrósað okkur fyrir úthaldið. Baráttukveðjur til þín og allra hinna lýðræðisvarðanna!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.11.2008 kl. 23:43

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það mæta fleiri næst. Alla vega kem ég (vonandi ekki ein) en ég var að skila af mér stóru verkefni í dag sem hefur takmarkað tíma minn til aðgerða. Við þurfum öll að leggja okkar að mörkum. Við gerum ekki kröfur, við breytum þessu sjálf því við erum valdið. Lýðræðið er okkar þegar við heimtum það.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.11.2008 kl. 23:56

8 Smámynd: www.zordis.com

Frábaer samantekt hjá zér Katrín mín, hvenaer er zessi fundur á mánudag?

Zú ert yndislegur penni og baráttukona!!!

www.zordis.com, 20.11.2008 kl. 07:31

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Takk Zordís mín..Fundurinn er í Háskólabíói nk mánudagskvöld klukkan 20.00. Ertu á landinu eða væntanleg??

Ég er eitthvað svo óróleg yfir láninu frá IMF...og líka því að allir ráðamenn vísa til erfiðra erlendra kreppuvinda sem aðalsökudólganna fyrir ástandinu hér og afneita með öllu að þeir beri einhverja ábyrgð. Þess vegna finnst mér mjög ólíklegt að nokkuð verði nokkurn tímann rannsakað hér. Ég vil HREINT BORÐ..út með allt þetta gamla og ónýta og byrja upp á nýtt. Það er of mikið traust horfið..það er ALLT traust horfið og ekki neinn grunnur til að byggja upp samfélagið okkar aftur nema með algerlega nýjum stjórnarháttum og nýju fólki.  Vá hvað ég er orðin úrvinda á að láta misbjóða mér daglega með lygum, upplýsingastíflum og vanvirðingu ráðamanna. 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.11.2008 kl. 08:40

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nákvæmlega Katrín!! Ég er líka orðin svona úrvinda á að láta misbjóða mér daglega með lygum.

Ég hef líka illan bifur á þessu láni frá IMF! Var kannski nóg að losa hnútinn við breta og Hollendinga um Icesave reiknina? Dugar okkur lánin frá hinum Norðurlandaþjóðunum og Póllandi?

Það sem mér líst samt verst á er - að peningurinn fer í sömu vasa og kunnu ekki með hann að fara fyrir nokkrum vikum!!

Þetta er að gera mig geggjaða! Ég vildi að ég kæmist á þessi mótmæli með þér! Mér finnst eitthvað svo ódýrt að segja bara að ég verði með þér í anda..... það vegur létt í hendi!

Hrönn Sigurðardóttir, 20.11.2008 kl. 09:57

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Og nú er bærinn fullur af rússsneskum billjónamæringum sem loka götum meðan þeir leika sér á fjórhjólum...tangist þessi heimsæókn eitthvað þeirri staðreynd að rússar ætl að alána okkur peninga. Var ekki ljóst um daginn að lán frá rússum væru bundin því að hluti upphæðar færi beint í vasa þeirra aftur sem mútufé?? Og ætlum við núna að undirgangast slíka samninga? Stjórnvöld skellla skollaeyrum við kröfum okkar og hæðast að okkur...og á hverjum degi koma upp ný hneykslismál og þau verða uppvís að fleiri og fleiri lygum. Og hvenær ætla fjölmiðlar að spyrja þessa bandíta hvað þeim finnist um að það séu þúsundir manna og kvenna vikulega að mótmæla þessari stöðu?? Aldrei?? Það á auðvitað að tala við þá eftir hver mótmæli og leyfa þeim að gera lítið úr okkur í beinni..aftur og aftur. Vonandi vekur það fólk upp af dvala þegar hrokinn birtist grímulaus á skjánum. Og nú er þetta fólk farið að undirbúa næstu kosningar..sama fólkið og sömu hagsmunirnir og því miður mun sama fólkið líklega kjósa þau aftur. Þá fer ég úr landi með mína fjölskyldu..því það er ekkert í mér sem hugnast að verða galeiðuþræll græðgispúka og spillingarliðs.

Og hana nú!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.11.2008 kl. 10:19

12 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Skorrdal: Ég held þvert á móti að lýðræðisræningjarnir séu hræddir og það sé nákvæmlega þess vegna sem þeir koma fram eins og þeir gera. Sá sem er hræddur gerir lítið úr þeim sem hann óttast. Hann kúgar hann með orðum og framkomu.

Ég veit að þetta eru stór orð en mér finnst framkoma einstakra manna innan ríkistjórnarinnar, Seðlabankastjórnarinnar og hinna bankanna einkennast að því að þeir hafi eitthvað mikið að fela. Þeir óttast að upp um þá komist. Til að fela sína eigin glæpi þá brjóta þeir þá niður sem þeir óttast mest. Stundum held ég að þeir hafi allir sérhæft sig í sálfræði sem er notuð í þeim illa tilgangi að valda sundrungu annars vegar og til að brjóta niður einstaklinga hins vegar. Mér finnst voðalega ljótt að segja þetta en hvað á maður eiginlega að halda??

Elsku Katrín: Þú ert baráttukona. Þú er valkyrja réttlætisins. Ég veit að þú gefst ekki upp í baráttunni fyrir réttlátari heimi. Ég tek hins vegar heilshugar undir með þér að það setur að manni óhug en við megum ekki gefast upp! Ef baráttan dregst fram í desember kem ég og stend með þér á Austurvelli fyrsta laugardaginn í þeim mánuði.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.11.2008 kl. 17:58

13 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég er alveg sammála þér að birtingarmyndin er hroki en er hann ekki felubúningurinn fyrir ótta? Þú áttar þig á því að ég er ekki að fullyrða að ég hafi rétt fyrir mér. Þetta er kannski bara óskhyggja mín komin til af því að ég hef kynnst einstaklingum sem hafa byggt alveg ótrúlega hrokafulla framkomu til að skýla sér á bak við.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.11.2008 kl. 01:10

14 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Takk Rakel mín,,,já komdu endilega og stattu með okkur í desember svo fáum við okkur heitt kaffitár og tölum um framtíðina og jólin

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.11.2008 kl. 08:41

15 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Skorrdal: Þú skilur að ég mómæli þér ekki. Mér sýnist meginmunurinn vera sá á skoðunum okkar vera sá að ég vil vona það besta eins og þú en þú óttast líka það versta. Það er líka mjög skiljanlegt ekki síst þegar mið er tekið af rökunum sem þú tínir fram. Kannski höfum við bæði eitthvað til okkar máls eins og þú bendir á þá má alla vega reikna með að ótti við það að fá ekki kosningu sennilega fyrir hendi. Hins vegar hefur verið unnið að því að grafa undan þingbundnu lýðræði bæði leynt og ljóst á undanförnum árum eins og þú bendir á og er það svo sannarlega áhyggjuefni.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.11.2008 kl. 15:51

16 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Skorrdal: Ég tók því heldur ekki þannig að við værum að rífast heldur að við værum að ástunda holla rökræðu Það skiptir mig ekki heldur máli hvort ég eða þú eða við bæði höfum rangt fyrir okkur. Þegar upp er staðið er ekkert víst að tíminn leiði það einu sinni í ljós. Það getur hins vegar verið hollt að skoða sum mál frá öllum hliðum. Bestu kveðjur til þín.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.11.2008 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 310915

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband