Leita í fréttum mbl.is

Veit einhver hverjir þessir 30 karlar og 3 konur eru sem allir eru að tala um???

Veðrið er alveg í stil við hvernig mér líður núna. Það er hvirfilvindur í hausnum á mér eftir fréttir og atburði dagsins. Og ég vil vita hvaða fólk þetta er sem sagt er að eigi sinn þátt í þessum hrunadansi sem hér hefur verið dansaður í kringum gullkálfinn.

Lágmarks kurteisi að fá allavega að sjá framan í þá sem eru búnir að setja líf mitt í fastar skorður. Mjög fastar skorður. Ég hafði einhvern veginn haft þá ímynd af minni framtíð og mínu lífi að ég réði einhverju þar um. Mig langar bara að sjá þá sem hafa tekið sér það bessaleyfi að leika sér með líf og drauma okkar flestra.

Ekki hafa áhyggjur..ég ætla ekkert að rasskella neinn með íslensku trésleifinni minni. Ég er alltof þreytt til þess eftir þessa mánuði sem liðnir eru frá bankahruninu. Bara uppgefin sko.

Best að setja Bing Crosby á fóninn og spá í jólin. Svo getum við þagað saman á laugardaginn á Austurvelli. Það er nefninlega ekkert meira að segja í bili. Mér er orða vant, ég er kjaftstopp og ég kann ekki fleiri lýsingarorð til að reyna að lýsa firringunni hérna. Svo ég þegi bara.

venusTré Gult

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þegjum saman á Austurvelli en notum síðan málfrelsið til þess að frelsa þjóðina frá oki þöggunaraflanna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.12.2008 kl. 22:08

2 Smámynd: www.zordis.com

Hrikalegt ástand á svo mörgum og hreint óskiljanlegt hvernig hlutir hafa þróast.

Bing Crosby er góður og jafnvel Mahalía Jackson líka!

Jólaknús dúlla!

www.zordis.com, 11.12.2008 kl. 22:17

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Við þegjum saman á laugardaginn.

Hólmdís Hjartardóttir, 11.12.2008 kl. 22:19

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hef afskaplega lítið að segja líka.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.12.2008 kl. 23:16

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með jólalitinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.12.2008 kl. 23:16

6 identicon

Alltaf áhugavert að lesa færslurnar þínar Katrín.  Kveðjur.

Hallgrímur Óskarsson (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 00:04

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég skil alveg hvað þú ert að fara Katrín. Stundum verður maður algjörlega uppgefinn á þessu. þegar maður heldur að það sé ekki pláss fyrir meiri "fréttir" í hausnum á manni berast nýjar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.12.2008 kl. 01:09

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sé að það eru fleiri sem finna til þessarar þrúgandi þreytutilfinningar en ég Það verður ganga hér á Akureyri n.k. laugardag. Hef ekki fengið neinar frekari fréttir en kannski á bara að þegja á Ráðhústorgi að þessu sinni. allir orðnir þurrausnir... en hvað kemur á eftir þögninni? Er það ekki eitthvað svipað og það sem tekur við af logninu...?

Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.12.2008 kl. 02:22

9 Smámynd: Heidi Strand

Katrín , það var mynd af 30 menn í af þeim 33 á Stöð 2 ef ég man rétt. Þetta var eins og bekkjarmynd og man ég eftir mörgum andlitum.

Mér liður líka hörmulega.
Verst er það fyrir fólki sem eiga ekki fyrir mat eins og fram kemur á Mbl.is í dag.
Þessi hópur fer ört stækkandi á meðan þeir sem hafa sök af þessu lífa í vellystingum.

Það er ekki hægt að láta bjóða sér upp á þetta af yfirvöldunum. Nú verður að kyrrsetja eigur 30 menninganna.

Heidi Strand, 12.12.2008 kl. 07:31

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Heidi...kannski að það sé hægt að fá þessa mynd hjá stöð tvö. Ég er ekkert að fara á nornaveiðar eða neitt svoleiðis enda ef við viljum tala um nornaveiðar þá erum við nornirnar, það er búið að veiða okkur og festa á bálköstinn. Og nú bíðum við bara í örvæntingu hvort og hvenær við verðum brennd. Ríkisstjórnin stendur við köstinn með olíuna og við vitum að hún muns skvetta henni.

Eftir skattahækkanir og álögur gærdagsins og að horfa á Kristján í Katljósinu reyna að réttlæta álögurnar á þá sem minnst mega sín og að hátekjuskatturinn hefði ekki verið settur á af því að það væri svo erfitt að finna sanngjörn mörk um hvar og hvern hann ætti að hitta var mér allri lokið. Og svo er talað um að þessi karl sé næstur í ríkisstjórnina. Jéusus minn almáttugur hjálpi okkur á jólum og næstu árum segi ég nú bara. Ekki batnar pólitíkusapestin. VIÐ VERÐUM AÐ GERA EITTHVAÐ FÓLK!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.12.2008 kl. 10:21

11 identicon

Sæl Katrín Snæhólm.

Það eru svona 2 mánuðir síðan, þá kom mynd hér í bloggheimum af öllu liðinu og  var nafngreint.

 Sá sem kom þessu á framfæri hlýtur að rekast á fyrirspurnina þína og koma með nöfnin alla vega.

Það má þeir eru þeir ekki  sterklega grunaðir ?

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 11:15

12 Smámynd: Þórbergur Torfason

Katrín. Ekki veit ég hvort þú hefur átt barn í leikskóla eða skóla. Hitt hlýturðu að muna að meðan þú varst sjálf í skóla, voru viðkomandi skólayfirvöld talin ábyrg fyrir þér og hinum nemendunum. Reglur voru og eru einfaldlega þannig. Að sama skapi hlýtur að teljast eðlilegt að þau yfirvöld sem bera nafn af þeim sem þau eiga að hafa eftirlit með, beri þarna alla ábyrgð. Skólayfirvöld / fjármálayfirvöld.

Svarar þetta spurningu þinni? ÉG mundi segja að andlitið á þessu fólki ættirðu að þekkja mætavel. Það birtast reglulega myndir af þeim í blöðum og sjást í viðtölum og viðtalsþáttum í sjónvarpi. Ég held að það ekki nokkur Íslendingur glepjast af því, hver er ábyrgur fyrir því að vera kolfastur í þessu forardíki sem undanfarnar ríkisstjórnir hafa búið til úr drullumallinu kringum einkavinavæðinguna.

Þórbergur Torfason, 12.12.2008 kl. 13:29

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er að senda 10.þúsund krónur til Hersins sem ætlar að deila því til þeirra sem þurfa, skora á alla að gera slíkt hið sama.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.12.2008 kl. 13:32

14 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Held að tíuþúsund kallarnir þyrftu að vera ansi margir til að ná bara uppí fjóra milljarðana sem var sett á þá sem minnst mega sín í gær..plús allt annað sem dunið hefur yfir þá sem minnst mega sín undanfarið. Það væri nær að nota orkuna og skipta út stjórnvöldum sem hafa svona litla mannvirðingu í sér og láta hvergi staðar numið í að þjóna auðvaldinu og níðast um leið á fólkinu sínu. 

Sjáumst á morgun á Austurvelli klukkan 15.00 og stöndum saman í þögn í 17 mínútur....þetta er táknrænn gjörningur fyrir 17 ára svarta stjórnarsetu sjálfstæðisflokksins sem hefur nú sýnt sitt rétta andlit. 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.12.2008 kl. 14:56

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Orkan mín er týnd þannig ég geri það eina sem ég get, gef pening.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.12.2008 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband