Leita í fréttum mbl.is

Þetta eru mínar ástæður fyrir að ég mótmæli, mótmæli og mótmæli og mun ekki hætta að mótmæla fyrr en spillingarliðið er farið frá. Eins og það leggur sig.

Spilling, siðleysi, blinda, græðgi, þöggun, skilningsleysi,afneitun, samtrygging, lygar, glæpir, þrjóska, vanhæfi, einkavinavæðing, hroki, vanvirðing, handtökur, ofbeldi, leti, sinnuleysi, ráðaleysi, gáleysi, fyrirhyggjuleysi, hræsni, fyrirlitning, arðrán, bankaleynd, leynifundir, plott, forsjárhyggja, stjórnleysi, stefnuleysi, valdníðsla, valdagræðgi, eiginhagsmunir, sjalftaka, sérhyggja, landráð, eftirlitsskortur, rannsóknarskandall, fjármagnsflutningar, fagurgali, efasemdir, siðblinda, efnahagsofbeldi, skoðanakúgun, stjórnsýslulagabrot, undanskot, fláræði, undirferli, ábyrgðarleysi, alræði, kúgun, lögleysa, lögbrot, gjaldþrot, hrun, getuleysi, sýndarveruleiki blekking, yfirhylming, siðrof, trúnaðarbrestur, vantraust, slímsetur, firring, fáránleiki, framkvæmdaleysi, óheiðarleiki, ógegnsæi, feluleikur, flokksræði, mafía, minnisleysi, undanbrögð, klíkuskapur, vonleysi, valdatafl, ósómi, neyðarlög, ólög, mannréttindabrot, auðvaldsklíkur, hagsmunagæsla, mannfyrirlitning, óskammfeilni,sukk, svínarí, veruleikafirring, fjölmiðlaþöggun, upplýsingaskortur, samsæri, niðurskurður, ótti, ósamræmi, svindl, baktjaldamakk, rányrkja, kvótasvindl.

Gleymdi ég einhverju mikilvægu?

Farin niður á Austurvöll aftur og kem ekki heim fyrr en þetta lið er farið frá. Byltingin er hafin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

...já HEIMSKA!  Annars góður og sannur listi

Kæmi með þér ef ég væri ekki að far á næturvakt

Sigrún Jónsdóttir, 20.1.2009 kl. 20:30

2 Smámynd: Sylvía

snobb, annars mjög góður listi.

Sylvía , 20.1.2009 kl. 20:43

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góður listi!

Takk fyrir daginn!! 

Hrönn Sigurðardóttir, 20.1.2009 kl. 21:46

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Lifi byltingin!!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.1.2009 kl. 01:17

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flott.  Takk fyrir í dag.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.1.2009 kl. 01:36

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jæja þá er ég komin heim eftir viðburðaríkanhálfan sólarhring...dofin í höndum og með trommusóló í jöfðinu. Trommurnar og hrópin þögnuðu ekki í hálfa sekúndu allan daginn..þessi þjóð er svo glaðvöknuð að það er unaður á að horfa og hlusta. Oslóartréð var fellt og sett á bálið...það fanns mér táknrænt. Skilaboðin eru skýrr til ráðamanna...JÓLIN ERU BÚIN!!!! Og ný byrjar nýtt ár og NÝtt Ísland. Við munum halda áfram að mótmæla af krafti þar til þið hypjið ykkir. Svo einfalt er þ.að nú. Nú ætla ég að sofa í hausinn á mér og safna kröftum fyrir töku tvö. Sjáumst á morgun og hinn og hinn eða alveg þar til  Spillingarliðið hrökklast frá og hreinsað verður almennilega til í þessu samfélagi.  Lokið af tinruslatunnunni minni er vel barið með súpusleifinni...og þau fá sko að rokka á morgun með mér og þér. Góða nótt og þúsund þakkir mín þjóð. Langar að knúsa ykkur öll sem slóguð taktinn í takt við hjarta þjóðar í dag og kvöld. Ahhhh....

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.1.2009 kl. 01:53

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

Fínn listi. Hann má nota linnulaust þar til takmarkinu er náð.

Haukur Nikulásson, 21.1.2009 kl. 12:51

8 Smámynd: halkatla

þetta eru mjög fínar ástæður, en ég mótmæli reyndar bara útaf "slímsetum" (hvað er það annars?)

til byltingarseggja 

halkatla, 21.1.2009 kl. 15:36

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég líka í öllum atriðum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.1.2009 kl. 15:46

10 Smámynd: Hrappur Ófeigsson

Snilldar listi, ég er farinn í sturtu að skola af mér piparúðan síðan í gær. Ég var víst einn af þessum 4 "óheppnu" sem gistum hótel Hverfisgötu í nótt. Var bara að mótmæla og ekki með neinn skæting, svo vissi ég ekki fyrr en að augun voru full af mace/piparúða og löggan að draga mig öskrandi eftir malbikinu eftir "macið". Var svo tjáð í morgun að ég hafi hindrað störf lögreglunar og ætlað að frelsa einhvern sem þeir voru að handtaka....   sigh...

Hrappur Ófeigsson, 21.1.2009 kl. 15:53

11 Smámynd: Heidi Strand

Fjármálaruddi
Annars er þetta góð samantekt.

Heidi Strand, 21.1.2009 kl. 18:20

12 Smámynd: www.zordis.com

Ég sá ykkur í spænska sjónvarpinu, það þótti fréttnæmt að forsetinn hafi verið eggjum grýttur ...

Knús og baráttuhjarta til þín og ykkar sem standið ykkur sem íslensk þjóð!

www.zordis.com, 21.1.2009 kl. 21:37

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heyr heyr! Baráttukona.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2009 kl. 09:20

14 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Voru orðin "óráðsía" eða "hundingi" þarna. Góð samantekt

Guðni Karl Harðarson, 27.1.2009 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband