Leita í fréttum mbl.is

Guð hvað ég vona að vinir mínir í englandi hafi ekki séð viðtalið við Geir á BBC.

Eða jú annars....þá skilja þeir algerlega hvers vegna svona illa er komið fyrir eyjunni okkar, landi , þjóð og framtíð. Þeir hafa átt erfitt með að trúa mínum fjálglegu lýsingum um hverskonar gaurar hafa hér valist til starfa en nú fengu þau það bara beint í æð..og verða bara að trúa sínum eigin augum! Ég meina Geir sagði það allt og nú þarf enginn að efast um hvað orðið vanhæfi þýðir..er það nokkuð?

En ef einhver efast enn um vanhæfi þessa fólk sem hér hefur farið með stjórn landsins þá leyfi ég mér að efast um dómgreind og hæfi þeirra hinna sömu til að draga rökréttar ályktanir og vona þeirra vegna að BBC langi ekki að tala við þá líka og sjónvarpa þar með enn meira af skömm okkar út fyrir landsteinana.

Og eins gott að alvöru fréttamenn eins og þeir gerast svo góðir þarna úti í heimi... fari ekki að tala við kollega sína hérna heima. Þá fengju þeir annað sjokk.   Hvað þá ef þeir skildu íslensku og færu að fylgjast með aulabrögðunum, undanbrögðunum og ruglinu sem viðgengst inni á alþingi þessa dagana meðan þjóðin húkir hnípin fyrir utan og getur ekki annað en grátið ill örlög sín og horfst í augu við þá staðreynd að það er engin að hjálpa okkur út úr hörmungunum.

Ég vil sjá fleiri kvenskörunga eins og Ragnheiði Ólafsdóttur koma þarna inn og taka í hnakkadrambið á þessum drengstaulum sem þarna tefja mikilvæg mál með gaspri og drambi sem verður þeim að lokum að falli.  Áfram Ragnheiður..þú ert að vinna þjóðþrifaverk með því að tala á mannamáli yfir hausamótunum á þessu fólki sem skilur ekki enn hvað er að gerast hjá öllu venjulegu fólki fyrir utan þykka steinveggi alþingis.

  Þessu venjulega fólki sem vonar nú og biður þess að það birtist ekki einhverjir ljótir ólígargar hinu megin við hornið og hrifsi af okkur mjólkina og brauðið, hendi orkunni okkar í poka og skrúfi fyrir vatnið áður en þeir láta sig hverfa til með ránsfenginn til fjarlægra eyja ..þar sem er reyndar töluð töluverð íslenska. Þar eiga þeir örugglega einhverja vini sem vita hvaðan ránsfengurinn kemur og geta glaðir sagt skál og hipp og hoj eins og alvöru sjóræningjar.

Ekki veit ég hvað bíður okkar í dag eða á morgun... það eina sem ég veit og hef alltaf sagt er að þessi ógnaröfl sem á bak við tjöldin fara nú hamförum munu ekki láta sitt af hendi með glöðu geði eða einhverri góðmennsku. Ó nei. Þau munu jafnvel saka friðsama húsmóður sem ber pott með sleif um fasisma, kommúnisma, valdarán eða eitthvað þaðan af verra og kannski bara vilja siga á hana lögreglukórnum með kommúnískum áróðursöngvum..ha?

Það er eins gott að fara að taka upp skjöld sinn og sverð og verja það litla sem við eigum eftir hér.

Í mínu tilfellli er það auðvitað ruslatunnulokið og ausan sem þjónar varnarhlutverkinu. Við þurfum að hefja þjóðarsöfnun fyrir stjórnlagaþingi og lýðræðinu okkar þar sem ríkisstjórninni finnst  réttindi okkar of dýr talið í krónum en velta kannski ekki fyrir sér hversu mörg líf og framtíðardrauma sú árás sem við höfum orðið fyrir kosti þegar upp er staðið og öll kurl komin til grafar?

Sem verður aldrei í þessu kerfi samtryggingar og vinavæðingar. Því miður. Og munu þau breyta kosningalögunum þannig að auðveldra verði fyrir ný fraboð að komast að...I dont think so. En ég bind mínar vonir við fólkið í landinu sem er búið að fá nóg að það veiti ekki gömlu öflunum brautargengi og láti ekki rugla sig í kosningabaráttunni sem nú er þegar hafin á alþingi islendinga.

Er það nokku skrítið að ónæmiskerfi konu gefi aðeins eftir á svona ögurstundum og hún sæki sér kvef og böggur?  Það er líklega flensan sem lætur mig sjá allt í dökkum litum núna en ég þekki mig og veit að með minnkandi hori og slefi ná ég fyrri bjartsýni og baráttuanda.

Hafið það gott bloggarar og ekki leyfa neinum að kasta ryki í augu ykkar ..núna er mjög mikilvægt að vera vakandi og hlusta vel eftir úlfavælinu í litlu lömbunum sem nú skoppa um borg og bý og vilja atkvæði og farveg fyrir sig og sína.

MEeeee.

480ff50bb8188prirodlub_04


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Aulahrollurinn hríslaðist um mig

Hólmdís Hjartardóttir, 13.2.2009 kl. 11:19

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég sleppti viðtalinu, gat ekki hugsað mér að horfa á hann, á eftir að spyrja dóttir mína í Engla landi hvort hún hafi fengið komment frá vinum sínum.  Eigðu ljúfa helgi

Ásdís Sigurðardóttir, 13.2.2009 kl. 13:58

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta á að vera skylduspilun í sjónvarpi allra landsmanna fram að kosningum, svo þjóðin geti varast vítin.  Ó Guð ef þessi spillingarflokkur fer í ríkisstjórn aftur eftir kosningar, þá mun ég sennilega annað hvort hengja mig eða flyja land.  Það er bar svo fjandi erfitt með öll þessi litlu barnabörn sem mér eru svo kær.  Andskotinn hafi það.  Ég á alveg jafn mikinn rétt á að vera hér og eiga heima eins og þessir sjálfskipuðu hrokagikkir í sjálfstæðisflokknum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.2.2009 kl. 16:43

4 identicon

Ef ég á að giska á næstu stjórn, þá myndi ég segja að vinirnir Bjarni Ben og Sigmundur Davíð myndi stjórn saman,  væri ekki hissa þó búið væri að plana þá sameiningu fyrir þó nokkru, semsagt Sjálfstæðisflokkur og Framsókn í eina sæng enn og aftur. 
Það eina sem gæti komið í veg fyrir vina- og flokkasamsull eina ferðina enn og raunverulega eina breytingin sem þjóðin gæti náð fram væri ef öll þjóðin tæki sig saman og kysi nýtt framboð og léti það ekki angra sig þó í því framboði væri einhver sem henni hugnaðist ekki.
Vildi við gætum staðið saman um að breyta samfélaginu í þá átt sem við viljum, burt frá ollum vina- og flokkadrætti.  Burt frá ofurlaunum og annarri misskiptingu.

Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 18:22

5 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Vilborg Eggertsdóttir, 13.2.2009 kl. 18:40

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Inga..það er svona innri tilfinning í bakbeininu á mér sem segir mér það sama og að það sé löngu ákveðið. Hins vegar vona ég að hér verði til breiðfylking heiðarlegs fólks sem vill gera raunverulegar breytingar og byggja hér nýtt og betra samfélag. Og ég trúi því ekki fyrr en ég sé það að fólk á íslandi muni láta leiða sig í gildruna eina ferðina enn og þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. Bara trúi því ekki. Þá er eitthvað mikið að þjóðarsálinni og þá held ég að mig langi ekki mikið til að búa hér sem greiðandi að sukkskuldum fárra það sem eftir er. Að þurfa að ganga undir þeim skuldbnindingum sem á okkur verða settar og fara eftir leikreglum sem eru löngu orðanar úreltar og fúnar.

Og takk fyrir hjartað Vilborg...innst inni veit ég alveg að breytingarnar eru að gerast..en þær gætu verið að gerast of HÆGT fyrir óþolinmóða kerlingarsál

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.2.2009 kl. 21:46

7 Smámynd: Heidi Strand

Það skelfilega er að samkvæmt skoðunarkönnunni, vilja tæp 30%þjóðarinnar meira af því sama.


Hittumst á Austurvelli á morgun kl 15

Heidi Strand, 13.2.2009 kl. 22:24

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.2.2009 kl. 01:35

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.2.2009 kl. 08:34

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ég geng hér með hauspoka, get svarið það.  Annars bara góðan Valentínusardag.

Ía Jóhannsdóttir, 14.2.2009 kl. 12:50

11 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég hef sennilega sagt það áður en ég má til að segja það aftur eftir þennan lestur: Þú ert mögnuð! Takk fyrir það sem þú gerðir fyrir mig kæra vinkona

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.2.2009 kl. 15:19

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Katrín mín, ekki detta í meðvirknina, þú berð ekki ábyrgð á Geir, - og íslenska þjóð sinni í heild ekki heldur. Hann ber gersamlega ábyrgð á sér sjálfur.....

Það er þetta með glerhúsin og grjótið, ég er nefnilega sjálf svo meðvirk svona yfirleitt, - en reyndar ekki í þessu.... !

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.2.2009 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband