1. Kæru brúðhjón. Megi ástin ykkar dafna sem hin fegurstu blóm, óskir ykkar og væntingar rætast í öllum litum regnbogans, vinátta ykkar eiga sér rætur sem stóra eikin á enginu, skilningur og umburðarlyndi setjast að í hjörtum ykkar ásamt virðingu og trausti til hvors annars. Megið þið lesa ástina sem lýsir úr augum ykkar sem ljóð um samkennd á erfiðum stundum og englar flytja ykkur hugrekki og styrk þegar þið þurfið á að halda. Gangið saman gæfunnar veg kæru hjón.
2. Eins og lítið fræ sem kúrir í kaldri og dimmri moldinni, litlir angar teygja sig móti sólu og þrá ylinn. Þegar regnið kemur með dropana sem svala þorstanum, styrkist þetta litla veikburða blóm og vex. Í öllum litum gulum, rauðum, bleikum og hvítum....opnast knúpurinn og hið fullkomna blóm lítur dagsins ljós. Þannig er ástin.
3. Að eiga maka eins og þig er eins og að vita að sólkin kemur upp á hverjum morgni. Að eiga maka eins og þig er eins og að hlusta á vindinn hvísla fallegu ljóði að sólinni. Að eiga maka eins og þig er eins og að sitja í mánaskini í flæðarmálinu. Það er ómetanlegt að eiga þig að.
Ljósmyndari: Katrín Snæhólm | Staður: Verð kr 500 | Bætt í albúm: 30.5.2007
Athugasemdir
Engar athugasemdir hafa enn verið skráðar um þessa færslu.