1. Megi gleði og birta fylla heimili þitt alla daga og hlátrasköll óma í hverju herbergi. Megi þar einnig ríkja friður og ró á dögum sem hvíldar er þörf. Megi það vera það skjól sem skýlir þegar stormar geysa og megi stjörnurnar skína skært yfir heimilinu á köldum og dimmum vetrarnóttum.
2. Megi gleði og kærleikur fylla heimili þitt sérhvern dag og englabossar sitja í hverju horni. Megi heimili þitt vera skjól í stormviðrum lífsins og bjartar stjörnur himinsins vaka yfir þeim er þar sofa .
3. Til hamingju með nýja heimilið. Á þessu heimili skal ríkja ómæld gleði, hamingja og auðlegð. Megi sólskin skína hér sérhvern dag og tilveran verða litrík og skemmtileg fyrir þá sem hér búa. Kærleikur í hverri krús, hlátur í hverju horni, og litlir blómálfar flögra um í hverju blómi og syngja fjörlega morgunsöngva fyrir alla sem hingað koma.
Ljósmyndari: Katrín Snæhólm | Staður: Verð kr 500 | Bætt í albúm: 30.5.2007
Athugasemdir
Engar athugasemdir hafa enn verið skráðar um þessa færslu.