Þú ert einstök

1. Ef þú værir rós í garðinum mínum myndi ég vökva þig daglega og biðja sólina um að ylja þér með geislum sínum. Og þegar kvöldaði myndi ég sitja við opinn gluggann svo ég gæti fundið höfgan ilm þinn.. Af hverju? Af því að þú ert svo einstök og falleg manneskja. 2. Eins og fallegt blóm sem vex upp úr grúttum jarðvegi og teygir sig í átt til sólar. Eins og stjarna sem vísar vegvilltum leiðina heim. Eins og ilmurinn sem fyllir vit hins hungraða. Þannig ert þú! 3. Ef ég gæti gefið þér allt það besta og fegursta í veröldinni...þá myndi ég gera það. En ég þarf þess ekki. Þú ert allt það besta og fallegasta sem fyrirfinnst í einni konu. 4. Veistu mín kæra að án þín væri veröldin ekki eins. Þú hefur sett þitt mark á lífið og mátt vera stolt af sjálfri þér. Haltu áfram leiðinni löngu á þinn einstaka hátt. Berðu höfuðið hátt því þú hefur allt sem til þarf. 5. Hugsaðu um allt það fagra og góða sem lífið hefur fært þér. Og hugsaðu um allt það fagra og góða sem þú hefur fært þessari veröld. Hugsaðu um það á hverjum degi, oft á dag...og þú verður ný kona sem lifir í gleði.

Ljósmyndari: Katrín Snæhólm | Staður: Verð kr 500 | Bætt í albúm: 30.5.2007

Athugasemdir

Engar athugasemdir hafa enn verið skráðar um þessa færslu.

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband