22.11.2007 | 00:55
Sigurvegari í sögu eða ljóðakeppninni er...Guðný Svava!!!
Kæra Guðný til hamingju með fallega ljóðið sem þú samdir við mynd númer fjögur og var kosið besta framlagið í keppninni að þessu sinni af bloggurum og öðrum lesendum.
Innilega til hamingju!!!
Titillinn var.."Bak við luktar dyr"
Og svona er ljóðið hennar Guðnýjar Svövu...
Krafturinn
-Veistu
að vonin hún vakir
við læstar dyrnar hjá þér?
Í svartnættismyrkrinu nærri hún er
með náð sína og frið fyrir þig.
- Hlustaðu
heyrirðu ekki höggin
er á hurðina örþreytt hún ber?
Viltu ekki opna þær vinur, dyrnar.
Fyrir voninni- og mér?
Alveg yndislega fallegt og sterkt ljóð frá Guðný Svövu....og þakka ykkur öllum hinum fyrir þáttökuna. Bara meiriháttar sögur og ljóð sem komu hér inn og glöddu lesendur og gáfu mikið. Þið eruð öll frábær.
Guðný Svava mín.....þú sendir mér svo bara mail á kbaldursdottir@gmail.com með nafni þínu og heimilisfangi og lætur mig vita hvaða eftirprentun úr galleríinu mínu þú kýst að launum fyrir ljóðið þitt.
Takk allir fyrir þáttökuna..hvort sem þið senduð inn sögu eða ljóð eða tókuð þátt í kosningunni
Mynd númer 4.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
20.11.2007 | 00:14
Kosning í sögu/ljóða keppni bloggara hafin....endilega verið með!!!!
Jæja..þá er komið að því að kjósa bestu söguna eða besta ljóðið í keppni bloggara hér á síðunni að ykkar mati. Vinsamlegast setjið atkvæði ykkar í athugasemdir með þessari færslu.
Hér fyrir neðan getið þið lesið innsendar sögur og ljóð og nú þurfið þið að útnefna það sem höfðaði mest til ykkar. Nafn sendanda þarf að koma fram og númer myndar sem viðkomandi valdi að skrifa um.
Kosningu lýkur á miðnætti þriðjudags. Úrslit verða svo birt á miðvikudag og vinningshafi fær að launum eftirprentun að eigin vali úr galleríi mínu sem er hér til hliðar.
ATH Kosningin hefur verið framlengd og stendur fram á miðvikudagskvöld.
Verið nú dugleg að kjósa og sýna þeim sem sendu inn sitt ljóð eða sína sögu virðingu og þakkir. Alveg frábært hversu margir hafa tekið þátt og látið ljós sitt skína í þessari keppni.
Og allir að kjósa NÚNA!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
16.11.2007 | 12:17
Sögukeppni fyrir alla bloggara
Hér kemur loksins sögukeppni fyrir bloggara..það er orðið alltof langt síðan síðast.
Að þessu sinni er viðfangsefnið eða titillinn "Bak við luktar dyr"
Þið veljið ykkur eina af meðfylgjandi myndum og skrifið svo sögu eða ljóð um hvað er að gerast bak við þær luktu dyr. Svona dularfull leyndarmál sem mega ekki fara hátt eða bara hvað sem ykkur dettur í hug.
Ég númera myndirnar og þið segið um hvaða mynd þið eruð að skrifa og tiltakið númerið.
Athugið að númerin við hverja mynd eru fyrir ofan myndina.
Verðlaun verða svo eftirprentun af eigin vali úr galleríinu mínu hér við hliðina.
Sögukeppnin stendur fram að miðnætti á mánudag og þá fer kosning í gang og geta allir sem vilja kosið þá sögu/ljóð sem þeim líkar best.
Góða skemmtun!!!
mynd 3
mynd 4
mynd 5
mynd 6
Bloggar | Breytt 20.11.2007 kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (41)
14.11.2007 | 15:22
Viðburðaríkt og litríkt síðdegi í Vesturbænum.
"Nohhhjjjsss...Þú gerðir það ekki..ekki í alvöru" sagði maðurinn minn og horfði á mig eins og ég væri endanlega orðin gaga. "Jú..víst" svaraði ég...Af hverju ekki?? Finnst þér eitthvað athugavert við það??.. Ég var sko meira hissa en hann....fyrir mér er það eðlilegasti hlutur að halda einkasyningu á götuhorni í vesturbænum síðdegis á þriðjudegi fyrir einn mann.
Þegar ég var að koma heim seinnipartinn í gær með fullan bíl af börnum og gardínustöngum og var að hlaða öllu út á gangstétt gekk eldri maður framhjá okkur. "En hvað þetta er fallegt sem þú ert með þarna í bílnum" sagði hann um leið og hann staðnæmdist við hliðina á mér og rýndi inn í bílinn. Ég tók strax undir það og sagði þetta vera börnin mín...Dóttir og dótturdóttir. Jahá..sagði gamli maðurinn í brúnu úlpunni. Þær eru mjög myndarlegar....en ég átti nú við málverkin. Ég var nefninlega enn með nokkur verk í bílnum. Þetta endaði náttla með því að ég setti í snarhasti upp einkasýningu upp við steinvegg og raðaði þar 9 málverkum á gangstéttina, enda veðrið afskaplega milt og fallegt... og leyfði manninum að skoða meðan ég sagði honum sögu myndanna.
Hann sagði mér að hann málaði Búrfell og Snæfellsjökul og hefði einmitt farið með eitt verka sinna í gallerí í bænum og konunni þar hefði bara litist vel á. Hann væri samt mest að þessu dundi fyrir sjálfan sig. Svo kynntum við okkur hvort fyrir öðru. Mér fannst við hæfi að vita nafn mannsins sem fékk einkamálverkasýningu á götuhorni i Vesturbænum. Einn gangandi vegfarandi fékk líka að njóta sýningarinnar frá gangstéttinni hinu megin götunnar.
Og maðurinn minn var eitthvað undrandi á þessu. Ég skil ekkert í honum að láta svona. Hann ætti að vera fyrir ofboðslöngu síðan að vera farin að venjast því að eiga mig fyrir konu. Mér finnst það bara hreinasta kurteisi að sýna sig og sjá aðra. Og þessi maður var með svo vinalegt og fallegt bros að ég gat bara ekki annað en glatt hann enda gladdi hann mig með að tala um þetta fallega í bílnum. Sem voru jarðnesku börnin mín og listrænu litríku börnin mín.
Já svona getur nú það að fara út úr bíl breyst í skemmtilegt ævintýri.
Svo á auðvitað listin að vera úti hjá fólkinu...það bara segir sig sjálft.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
12.11.2007 | 10:18
Stund milli stríða...
Jeminn hvað maður er fljótur að sogast inn í íslenska athafnasemi og gera sér tímaplan sem gerir ekki ráð fyrir tíma til neins...svei mér þá. Þrátt fyrir öll mín góðu áform um að halda í rólegheitin hið innra og lifa bara í mínum takti hefur ekki verið stundlegur friður í mínu lífi undanfarið. Svo ég verð að blogga örblogg núna á næstunni. Þetta er sko alíslenskt hugarfar og veðurfar...og mér líkar það bara ljómandi vel eftir allt lognið.
Það sem er helst að frétta í bili er að ég er að undirbúa myndlistarsýningu í miðbænum og er einmitt að hendast út í þessum töluðu orðum með myndir í innrömmun. Færi nánari fréttir af þeim gjörningi þegar nær dregur. Alice Þórhildur ömmustelpa er komin í heimsókn ásamt mömmu sinni og brunar um bæinn í bílnum með okkur á milli mikilvægra staða. Örblogga meira næst...
Eigið góðan dag elskurnar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
9.11.2007 | 10:47
Er ekki kominn tími til að tengja????
Sko..ég er á hraðferð..stoppaði bara örlitla stund hjá mömmu til að kíkja á mailið mitt og auðvitað ykkur líka. Símamenn eru bara ekki að tengja mig við umheiminn þessa dagana. Það þýðir að ég er símalaus, tölvulaus og sjónvarpslaus og þetta allt gerir mig vitlausa. Segjast hvern dag munu kippa þessu sambandsleysi í lag en ....ekkert gerist.
Þar til ég er komin í alvöru samband mun ég bara senda ykkur hugskeyti og vona að þið séuð móttækileg og opin. Látið ykkur ekkert bregða þó eitthvað af mínum furðulegu hugsunum fljóti með..þetta getur verið svolítið flókið að notast við svona einfaldar aðferðir á tölvuöld. Rafmagnsbylgjur sem trufla sambandið skiljiði. Vona svo bara að þið hafið það gott þar til næst elskurnar. Hlakka mikið til að fara á bloggvinarúntinn. En það er auðvitað allt undir blessuðum símamönnunum komið...þeir eru örlagavaldar í lífi mínu núna og hafa líkast til ekki einu sinni hugmynd um það og húka bara í kaffi á Grandanum eða eitthvað meðan ég lognast útaf. Konur bara verða að vera í sambandi..annars er allt ónýtt!!!
Það segir sig sjálft.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
1.11.2007 | 09:43
Kæri herra Veðurguð!!!
Rosalega leggst þessi dagur vel í mig. Ég skildi eftir orðsendingu undir rúðuþurrkunni hjá Herra Veðurguði í morgun. Ég fór fram á að hann tiplaði bara á tánum um sunnanvert íslandið þennan daginn og sparaði sér skarpar skapbreytingar...sem valda haglélum og byljum ásamt skafrenningi. Sagði honum að þar sem við værum að flytja í dag og værum enn svolítið óvön svona landsynningi og hretum værum við honum mjög þakklát að hafa veðurblíðu og jafnvel smá hita svona fram yfir kvöldmat. Þegar ég væri svo búin að setja upp rúm og hlýja sængur ásamt því að tendra kertaljós í hverjum glugga væri honum velkomið að sleppa sér algerlega og bjóða okkur velkomin með alíslenskum veðralátum og vindgangi. Enda svo kannski gjörninginn á dúndrandi dansi Norðurljósa. Þá færi ég sko sæl að sofa...alveg hreint undursæl bara.
Mér sýnist að hann hafi lesið þennan litla snepil sem lá undir rúðuþurrkunni hans í mogun og sé fram á góðan dag til flutninga. Takk fyrir það kæri herra Veðurguð að taka svona vel í þetta. Þér verður boðið í kakó og piparkökur í desember í Vesturbæinn sem þakklætisvott fyrir greiðann.
Knús..Þín Katrín
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
31.10.2007 | 00:49
Andvana magnvana máttvana..nei bara andvaka.
Ég get ekki sofið því ég sofnaði strax eftir kvöldmat þar sem heilinn í mér var svoooo þreyttur eftir akademískar ritsmíðar sem stóðu frá morgni til kvöldmatar... og vaknaði svo bara klukkan að ganga ellefu og er núna andvaka á vindsæng á miðju stofugólfi.
Theodóra sefur hinumegin við mig í tveggjasæta sófanum og Nói í þriggjasæta sófanum á móti henni og snýr tánum beint í hausinn á pabba sínum sem sefur á annarri vindsæng með hausinn útvið svaladyrnar. Svona er það að eiga hvergi heima og eiga gistinguna undir öðrum. Gott samt að þurfa ekki að gista í fjárhúsi í þessu veðri.
Annars er ég bæði með svefngalsa og komin í sannkallað jólaskap. Jólaskapið held ég að sé tilkomið vegna þess að mannkyn hefur verið kallað til skráningar. Allavega ég og mín fjölskylda og höfum við nú farið á asnanum alla leið frá Hafnarfirði til Reykjavíkur og skráð okkur til löglegs heimilis, fengið skráð símanúmer, börnin skráð í skóla og Nói skráður í KR. Við eigum enn eftir að skrá okkur fyrir heilsugæslu og fá skrásetningarnúmer á bíl þegar við skilum asnanum.
Já ef þetta er ekki jólalegt þá veit ég ekki hvað.
Man það svo lengi
sem lifað ég fæ
..man ég þá er hátíð var í bæ.
Night night
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
30.10.2007 | 10:39
Ekkert hallærislegra en ég
Fékk símtal í morgun frá kærri vinkonu. Við spjölluðum saman í nokkra stund og þá sagði hún.".Vá Katrín veistu að þú ert komin með smá hreim..."!!!
Það er ekkert hallærislegra en íslendingar sem hafa verið í útlöndum í svolítinn tíma og koma svo heim með hreim og sletta hægri vinstri...eins og ég á reyndar heilmikið til.
Just can´t help it sko.
Já ég er ein af þessum hallærislegu. Ef þið viljið eitthvað tala við mig skuluð þið bara læra táknmál. Ég mun ekki tjá mig munnlega eða upphátt fyrr en ég hef losnað við Hreiminn illvíga. Nema ég skipti um skoðun og finnist það bara töff eftir hádegi. Ég er sko tvíburi. Það sést best á því að í gær var ég með annað símanúmer en ég er með í dag. Magnað.
Er að bíða eftir viðbrögðum frá hungruðum vinnuveitendum og fæ lyklana að heimilinu mínu seinnipartinn. Og já. Ritgerðin er hálffædd og mun líta dagsins ljós alkomin og fullklædd með kvöldinu á einhverju kaffihúsinu. Það er bara allt að gerast á þessari eyju hérna. Svei mér þá.
Hlustið nú á þennan fallega trúð leika lagið...óskasteinar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
28.10.2007 | 23:16
Ég er bara að hugsa og spá í hvert ferðinni sé heitið
Sit í knúpi blóms sem lætur mig ekki niður. Ekki strax. Þarf að virða fyrir mér hið nýja útsýni og máta hugsanir mínar við umhverfið og hvar ég vil staðsetja mig í því. Hvaða leið ég vel að fara. Það er ekkert eins og það var.
Og eftir 7 ára fjarveru er ekki ein einasta fruma í mér enn til staðar..ég kem heim sem splunkuný kona sem hefur sagt skilið við fyrri hugmyndir um líf og tilveru og er með nýjar hugmyndir og sögur um lífið í farteskinu. Þarf að hugsa um hver vill heyra hvað og hvenær. Og í hvaða formi.
Maður er stöðugt og alltaf að skapa sér nýja tilveru hvern einasta dag. Máta nýju frumurnar við hina íslensku tóntegund. Þar til ég hef fundið út úr því mun ég sitja í krónu knúpsins og horfa vel til beggja hliða. Líka upp og niður. Á þig og mig.
En ég verð að segja að útsýnið er fagurt!!!
Nýtt blóð og ný bein. Sterkari en um leið brothættari. Þessi veröld sem ég horfi á er veröld sem bíður. Og tíminn líður. Líka þegar hann er ekki til.
Ætla að sitja hér örlítið lengur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 94
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari