Leita í fréttum mbl.is

Samtakamáttur og samkennd.....

kærleiksandiNú verðum við að bera gæfu til að taka saman höndum öll sem eitt og takast á við öll þau stóru verkefni sem bíða okkar.

Verum bjartsýn og hugrökk... og óhrædd við að gera þær breytingar sem þarf að gera til að hér verði til öflugt lýðræðisríki og samfélag sem hugsar vel um allt sitt fólk. Ég er sannfærð um að við stöndum á merkum tímamótum og nýjir kraftar séu komnir til leiks. Bara það að konur eru nú tæp 43% á alþingi mun breyta áherslunum og við þurfum á visku og kvenvitundinni að halda eftir þessi hörðu stjórnmál sem hafa átt heiminn í árþúsund.

Ég er vongóð og bjartsýn og sé fyrir mér að við..og þá er ég að tala um okkur þjóðina alla... getum með sameiginlegu átaki og jákvæðu viðhorfi fundið magnaðan samtakamátt og umbylt samfélaginu okkar eins og við viljum hafa það.  Nú er þetta ekki um að halda með liðum heldur með okkur öllum.

Hugsum vel um hvort annað næstu mánuði og ár og hjálpumst að við að komast á fætur aftur í heilu lagi.

Blikkum gæfuna og góðvildina og sýnum okkur sjálfum og umheiminum sem nú horfir á okkur með eftirvæntingu úr hverju fólkið í þessu landi er gert.  Krafti, dugnaði, heiðarleika og samtakamætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Flottur pistill,  flott mynd.

Myndi vilja eiga þessa mynd.

Hvað heitir hún?

Gæfan blikkuð?

Jenný Stefanía Jensdóttir, 27.4.2009 kl. 15:38

2 Smámynd: Þór Saari

Hvar færðu allar þessar flippuðu myndir?

Þór Saari, 27.4.2009 kl. 15:49

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta er lítil skissa sem ég gerði einhverju sinni og ég hef kallað ..kærleiksandi Veitir okkur nokkuð af að blikka gæfuna til gengis með okkur á þessum ögurstundum? Og vinna bæði með opnu hugarfari og opnu hjarta að uppbyggingunni að hinu Nýja íslandi? Ég er sannfærð um að okkur tekst þetta....bara sannfærð. Verður ekki auðvelt en okkur var heldur ekki lofað neinum rósagarði..er það?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.4.2009 kl. 15:52

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Myndin falleg og þú líka. Yst sem innst.

Nú verðum við að sameinast um að vera góð hvert við annað og í leiðinni fremja nokkur kraftaverk okkur til bjargar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.4.2009 kl. 17:43

5 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það er frábært að kynjahlutföllin hafi lagast að nokkru leyti í þessum kosningum og verða vonandi jöfn næst. Ég óska þér til hamingju með þennan mikla kosningasigur Katrín mín.

Hilmar Gunnlaugsson, 27.4.2009 kl. 23:28

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Borgarahreyfingin hefur greinilega átt hljómgrunn hjá kjósendum.  Ég óska okkur öllum til hamingju með árangurinn.  Takk fyrir síðast, kosningavakan var alveg æðisleg, stemmingin það var yndisleg. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.4.2009 kl. 00:17

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

tökum þig til fyrirmyndar og verum bjartsýn og hugrökk

Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.4.2009 kl. 00:34

8 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Hamingjuóskir til þín frú varaþingmaður.

Sigríður Jósefsdóttir, 28.4.2009 kl. 12:01

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

  virkjum bjartsýnina

Hólmdís Hjartardóttir, 28.4.2009 kl. 12:22

10 identicon

Geggjuð mynd.

Breiðum út drifkraftinn í Borgarahreyfingunni, þá náum við þjóðinni upp úr þessu á met tíma.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 23:03

11 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú ert bara flott Katrín mín  Gleymdi alltaf  að segja þér að mér fannst þú koma alveg rosalega vel fyrir í eina umræðuþættinum sem ég sá þig í...og fannst það til eftirbreytni að "stjórnmálamaður" skyldi segja "ég veit það ekki" í stað þess að bulla einhverja langloku  Vinnufélagi minn sem horfði á þetta með mér var því sammála

Sigrún Jónsdóttir, 29.4.2009 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (19.1.): 1
 • Sl. sólarhring: 1
 • Sl. viku: 7
 • Frá upphafi: 306470

Annað

 • Innlit í dag: 1
 • Innlit sl. viku: 5
 • Gestir í dag: 1
 • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2019
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • ...xoqlinc
 • ...x-o-
 • ...katrin_mynd
 • ...peru_3
 • ...peru_2
 • ...peru_786202
 • ...peru
 • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband