Leita í fréttum mbl.is

Er ok að talk íslensku together with ensku and bara feel cool með that?

 Þegar maður er búin að vera í útlöndum í nokkuð mörg ár þá vill það gerast að maður fer að verða óendnlega hallærislegur og "sletta".

Man hvað mér fannst fólk asnalegt sem kom frá útlöndum og þurfti stöðugt að blanda útlenskum orðum inní íslenskuna og var viss um að það væri eifaldlega til að hreykja sér hátt yfir okkur mölbúunum sem heima sátum og kunnum ekki að tala tungumál önnur en íslenskuna.

Núna sletti ég stöðugt. Bæði þegar ég tala ensku set ég inn íslensk orð og þegar ég tala íslenskuna bæti ég vel völdum og rammútlenskum orðum inní. Veit alveg að maður á að vanda sig og huga vel að ylhýra málinu sínu og alls ekki að blanda því neinu blóði sem ekki hefur runnið um víkingaæðar. 

En þetta er ekkert auðvelt.

 Sumt hreinlega kann ég ekki að skýra á íslensku sem ég lærði og nam í fyrsta skipti á ensku. Eins er með börnin mín. Þau eru að læra margt í fyrsta skipti á enskunni og vita oft ekkert hvernig það hljómar á íslensku.

 Það kemur undarlegur svipur á afgreiðslufólk á íslandi þegar ég kem og segi.."Góðan dag. Get ég fengið topp up fyrir fimm pund?"

Þá er ég auðvitað að meina..Ég ætla að fá símakort fyrir 500 kall.

 Velti stundum fyrir mér í sambandi við alþjóðavæðinguna..hvort einn góðan veðurdag munum við fara að blanda saman tungumálum og setja t.d íslensku og ensku saman í eina setningu. Með fullri vitund að skutla þessu bara öllu saman í einn pott og hræra vel í.

Hversu stupid myndi that vera??? I meina...When tungumálið would  ekki have nein limits?

Held samt að við myndum ekkert skilja hvort annað neitt ver eða minna...því þó samskipti snúist um að skilja hvert annað í gegnum tungumálið þá er það líka deginum ljósara að það er margt annað sem spilar jafnmikilvæga rullu ef ekki mikilvægari í skilningi og samkennd. En það er efni í annan pistil.

P.s

Þessi knappi og fáorði stíll hentar mér ekki sem ég reyndi hér fyrr i dag.


Að segja sem mest í sem fæstum orðum

Fólk eins og ég sem getur bara ekki hætt að tala..skrifa það sem því liggur á hjarta þarf að temja sér  ákveðna kurteisi gagnvart meðbræðrum sínum og systrum og sýna tillitssemi með því að nota fá en skýr orð til að koma meiningu sinni á framfæri. Ekki hægt að drekkja almennum lesendum og betri borgurum í kjaftavaðli og rausi langt fram eftir degi. Orðskrúð er einungis ætlað þeim sem hafa það eitt að fela að þeir hafa ekkert sérstakt að segja.

í tímalausumheimi þar sem allt þarf að gerast núna og strax verður fólk að fá allt beint í æð. Ég ætla að temja mér tillitssemi og vera knöpp kerla. Er kallað að vera minimalisti í Húsa og hýbýlablöðum. Heimili sem líta út fyrir að þar búi enginn. Hér verður blogg sem lítur út fyrir að vera bloggaralaust.

 Stormurinn er genginn yfir.

Kaffi og ristað brauð í morgunmat.

Vaknaði.  

Hugsaði um bloggið.

Fer með pappíra á skrifstofu.

Þarf að greiða sér daglega?

Má alls ekki blanda saman enskum og íslenskum orðum í einni setningu?

Farin.

 


Bloggfærslur 19. janúar 2007

Höfundur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir
Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Maddama kerling fröken frú Katrín Snæhólm. Hef áhuga á öllu milli himins og jarðar og telst þá hvoru tveggja með. Himinn og jörð.

 

kbaldursdottir@gmail.com

 

 

 

 

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...xoqlinc
  • ...x-o-
  • ...katrin_mynd
  • ...peru_3
  • ...peru_2
  • ...peru_786202
  • ...peru
  • ...usturv_llur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband