20.1.2007 | 18:50
Lífsstíllinn minn.... að lifa og leika í rúminu eftir kvöldmat
Besta sem mér hefur dottið í hug lengi. Borðum snemma og förum svo uppi rúm . Helst ekki seinna en um hálfsjö. Fartölvan fær að koma með, nokkur skemmtileg blöð og tímarit..kveikjum á litla sjónvarpinu og hrúgumst öll uppí stóra hjónarúmið. Allir í góðum náttfötum og með eitthvað gómsætt að narta í á náttborðinu. Þegar það er svona dimmt og kalt er þetta best í heimi. Krökkum og kalli finnst þetta frábær hugmynd hjá mömmunni.
Kjöftum og kúrum og horfum á góða þætti ef þeir eru á dagskrá og maður þarf ekki að gera neitt þó maður sofni. Bara halda áfram að sofa vært í stað þess að skreiðast úr sófanum, upp að bursta og hátta og leggjast svo glaðvakandi til svefns eftir allt þetta brölt.
Mæli með þessu allavega fram á vorið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2007 | 15:58
Með vitring á annarri öxlinni og Ómar Ragnarsson á hinni.
Mætur maður hallaði sér yfir öxlina á mér áðan og rýndi á bloggið mitt. "Ef þú ætlar að ná árangri á blogginu verður þú að tala um það sem allir hinir eru að tala um" sagði hann.
Held honum finnist ég ekki nægilega pólitísk eða þenkjandi á stjórnmálasviðinu. Og hvað er það að "ná árangri" á blogginu? Ég held ég verði bara árangurslaus bloggari og haldi mig við það markmið mitt að halda geðheilsu langt yfir áttrætt og skipta mér ekkert að því sem er greinilega að gera ykkur hin gráhærð og skrifa bara um það sem mér liggur á hjarta hveru sinni óháð öllum vinsældarlistum.
Þetta segir vitringurinn sem situr á öxlinni á mér..og ég tek fullt mark á honum. Ætla samt að tala um einn mann sem allir hinir eru að tala um. Hann gerir mig neninlega alls ekki gráhærða. Hann gleður mitt litla hjarta og gefur mér von. Og þannig fólk nenni ég að tala um og hugsa um.
Við Ómar eigum okkur nefninlega langa sögu.Kynntumst fyrst þegar ég var aðeins fjögurra ára og afi kom heim einn daginn með litla vínilplótu sem hann setti á fína grammófóninn í stássstofunni. Þar lærði ég að baka og loka og læsa allt í stáli..eða var það áli.? Man ekki alveg. Svo kenndi Ómar mér það að það er allt hægt þegar hann söng um bílinn sem sem skrölti áfram þó hann væri bara á þremur hjólum. Og Ómar hefur haldið áfram að gera allt sem öðrum hefur þótt óhugsandi.
Núna er hann t.d að gera allt sem hann getur til að vekja upp sofandi stjórnmálamenn sem gera venjulegt fólk gráhært langt fyrir tímann og rænir það geðheilsu. Ómar passar líka uppá allt sem er raunverulega dýrmætt. Það að hafa skoðun og kjark og fylgja því eftir sem manni finnst rétt sama hvað hver segir. Hann stendur líka vörð um landið og náttúruna meðan sumir aðrir lita á sér hárið.
Ég held að ég sé bara vel sett með vitring á annarri öxlinni og Ómar Ragnarsson á hinni. Set hér inn ljóð eftir sjálfa mig sem Vitringurinn hvíslaði eitt sinn í eyra mér og tileinka það hér með baráttunni fyrir landinu okkar, náttúrunni og plánetunni.
Því bænin svo heit
brennandi biður
um líkn þína, Móðir.
Á krossgötum stendur
rennandi á
kitlar þar ókunnar strendur.
Stattu þar einn
og horfðu þar á
fegurstu ljóðlínur heims
er á heljarþröm stendur
og bíður þess eins
að þú vaknir
og þvoir þínar hendur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.1.2007 | 12:05
Er eðlilegt að elska kaffihús???
Bara spyr. Tíu trylltir hestar geta ekki haldið mér frá kaffihúsinu mínu. Ég elska CJ´s.
Rjúkandi kappúsínó, rauði sófinn uppi við vegginn svo ég geti horft yfir alla hina kaffihúsagestina og út um gluggann. Alveg sama hvort ég sit þar ein eða með einhverjum vina minna. Þetta er partur af mín daglega lífi og ég vil ekki heyra orð um hvað maður geti sparað með því að drekka hryllilegt kaffi aleinn heima hjá sér.
Hefði örugglega sómt mér vel á Borginni hér í den með listaspýrunum yfir vangaveltum um lífið og tilveruna. Verst að ég var ekki fædd þá annars hefði ég mætt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.1.2007 | 11:02
Listagyðjan tekst á við dekraða fótboltasnillinga
Andinn kemur ekki yfir mig á laugardagsmorgnum.
Listagyðjan forðar sér á harðahaupum þegar hún sér dagskrá laugardagsmorgnanna hjá mér. Fótbolti með syninum og Net ball með dótturinni sem er furðulegt fyrirbæri. Boltaíþróttin net ball...ekki dóttirin sko!
Net ball er íþrótt sem ég skil ekkert í. Eins og körfubolti fyrir penar puntudúkkur. Bannað að hlaupa, þegar þær fá boltann má ekki taka skref. Allir stoppa á vellinum. Bannað að stíga á strik og svo standa allar grafkyrrar og athuga hvort sú sem er með boltann hittir í körfuna. Ég er máttlaus sem styðjandi móðir á svona leikjum..hef enn ekki hugmynd um hvort liðið er að vinna eða hver er að standa sig vel eða illa og get því ekki argað neitt hvetjandi.
Miklu skemmtilegra að fara á fótboltann. Við fótboltamömmur mætum með heitt kaffi á brúsa, kexkökur og fína græna veiðistóla til að sitja í og spjalla á milli þess sem við æpum þegar okkar menn skora. Ég er með plan ef mér mistekst að verða heimsfræg listakona og rithöfundur. Þá verð ég líklega að koma stráknum á mála hjá einhverju af ensku liðunum. Ekkert smá sem strákar sem kunna að sparka bolta geta fengið í vasann..ha? Ekki verra að það séu íslenski kappar farnir að stjórna og eiga sum þssara liða. Mun betra að gera kaupsamningana við þá sem tala íslensku svo það verði nú örugglega enginn misskilningur um upphæðina sem við ættum að fá fyrir boltasnilli sonarins.
Hann er nú krútt og alltaf góður við mömmu sína. Sagði við mig um daginn að þegar hann væri farinn að spila fyrir Chelsea myndi hann gefa mér 5000 pund á mánuði. Mér fannst það bara góður díll. Svo spurði hann.."Hvað er það aftur mikið á einu ári" Tja ..ekki nema 60.000 pund kallinn minn" sagði ég og var farin að eyða í minkapelsa og slíkan óþarfa jafnvel þó ég gangi ekki í dánum dýrum.
Hann hugsaði sig um smá stund og sagði svo.."Mamma væri þér ekki sama þó ég gæfi þér bara 200 pund á mánuði?
Hamraborgirnar mínar háu og fögru hrundu samstundis til grunna og ég stundi upp úr mér.."Jú elskan auðvitað..ég get allavega keypt olíuliti, pensla og striga fyrir þann pening og haldið áfram lífsgöngunni sem fátæk listakona. Bláfátæk listakona". Haltu bara áfram að æfa þig með boltann þinn.
Ef þið viljið uppgötva mig þá er gallerí hérna við hliðina. Endilega kíkiði við og gefið mér komment. Hlýtur að hleypa listagyðjunni í ham eftir hádegið þegar sportið er búið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 20. janúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- September 2013
- Júní 2010
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
gurrihar
-
ibbasig
-
zordis
-
ipanama
-
hugarfluga
-
poppoli
-
skessa
-
vilborg-e
-
gudnyanna
-
vikingurkr
-
sarcasticbastard
-
landsveit
-
asthildurcesil
-
jenfo
-
svalaj
-
halkatla
-
matthildurh
-
jahernamig
-
katlaa
-
svavs
-
kiddirokk
-
ludvik
-
heiddal
-
jonaa
-
arh
-
palmig
-
leifurl
-
mediumlight
-
bjarkitryggva
-
810
-
haukurn
-
amason
-
heringi
-
emmgje
-
hk
-
zoa
-
steingerdur
-
hronnsig
-
holi
-
steina
-
alla
-
malacai
-
almaogfreyja
-
kruttina
-
arikuld
-
arnaringvarsson
-
agbjarn
-
asgerdurjona
-
gammon
-
baldvinj
-
barafridriksdottir
-
bardurorn
-
kaffi
-
storyteller
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
lubbiklettaskald
-
salkaforlag
-
gattin
-
skordalsbrynja
-
tilfinningar
-
brandarar
-
diesel
-
draumur
-
einarborgari
-
einari
-
gustichef
-
elinarnar
-
zoti
-
happy-dog
-
evabenz
-
utlit
-
finni
-
stjornarskrain
-
lucas
-
gudmundurhelgi
-
gudnym
-
glostrup
-
zeriaph
-
gullvagninn
-
silfri
-
gylfigisla
-
handtoskuserian
-
iador
-
heidistrand
-
latur
-
hlf
-
helgatho
-
hehau
-
drum
-
himmalingur
-
hinrikthor
-
ringarinn
-
ingahel
-
ingasteinajoh
-
jara
-
astromix
-
kreppan
-
jensgud
-
josira
-
jogamagg
-
jax
-
islandsfengur
-
jonsnae
-
nonniblogg
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
kjartanis
-
leifur
-
kreppualki
-
kreppukallinn
-
kerla
-
lauola
-
larahanna
-
liljabolla
-
astroblog
-
markusth
-
manisvans
-
methusalem
-
misskilningur
-
neo
-
oktober
-
olijon
-
olofannajohanns
-
svarthamar
-
skari60
-
ljosmyndarinn
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
ragjo
-
salka
-
pensillinn
-
sjos
-
meyjan
-
amman
-
sigrunsigur
-
siggi-hrellir
-
sigurgeirorri
-
sylviam
-
slembra
-
athena
-
must
-
sunnadora
-
svatli
-
saethorhelgi
-
tinnaeik
-
nordurljos1
-
kreppuvaktin
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vertu
-
eggmann
-
what
-
vigga
-
perlan
-
zeitgeistonair
-
tsakalis
-
steinibriem
-
thorsteinnhelgi
-
tothetop
-
icekeiko
-
thorsaari